Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað É g saknaði þess að vera ekki nær fólkinu mínu og ég vildi ekki að börnin mín misstu af því að þekkja ömmu sína og afa. Þetta var heldur aldrei einhver æviráðning,“ segir fjöl- miðlakonan Þóra Sigurðardóttir sem er flutt heim frá Bahamaeyjum eftir tæplega sex ára dvöl á eyjunum fögru í Karíbahafinu.  Alkomin heim Eiginmaður Þóru, kokkurinn og veitingahúsaeigandinn Völundur Snær Völundarson, hefur dvalið á Bahamaeyjum í tólf ár en hann er einnig væntanlegur heim með vor- inu. Þóra segir ákvörðunina um að flytja heim hafa verið tekna í góðu tómi. „Það var engin dramatík eða sársauki sem leiddi að þessari ákvörðun. Við vorum bara komin með leiða. Það er rosalega gaman að búa þarna þegar maður er ný- giftur og hefur ekkert að gera nema að hugsa um sjálfan sig. En ég mæli ekki með því fyrir fólk sem á börn og fjölskyldur.“  Þóra og Völundur eiga tvö börn, Baldvin Snæ, sem verður fjögurra ára í sumar, og Móeyju Mjöll, eins og hálfs árs. Eftir töluvert flakk á milli Bahamaeyja og Íslands er Þóra alkomin heim. „Ég hafði ein- hvern veginn aldrei skilgreint hvort ég byggi hér eða þar – hef bara verið þar sem ég hef verið hverju sinni. Enda höfum við alltaf verið með íbúð hérna heima líka,“ seg- ir Þóra sem flaug heim til að fæða börnin þar sem heilbrigðiskerfið á Bahamaeyjum er ekki upp á marga fiska.  Paradís fyrir sterkefnaða Hún segir dvölina úti hafa kennt sér margt. „Það er hollt að fá að kynn- ast erfiðum aðstæðum og átta sig í leiðinni á því í hvað peningarnir fara hér heima. Bahamaeyjar eru virki- lega fallegar og hafa oft verið nefnd- ar Feneyjar Karíbahafsins. Þarna er yndislegt að vera enda hefur gríðar- lega mikið af sterkefnuðu fólki kom- ið sér þarna fyrir með bátana sína. Þetta er skattaparadís og fyrir þá ríku skiptir ekki máli þó að heilbrigðis- kerfið sé í molum. Þeir stíga bara upp í einkaflugvélar sínar og fljúga til Bandaríkjanna ef eitthvað amar að. Hinir sitja eftir.“  Hún segist hafa farið að líta ástand- ið í landinu öðrum augum þegar hún varð móðir. „Ég áttaði mig ekki al- mennilega á því fyrr en ég eignaðist sjálf barn. Þegar ég var ófrísk að Bald- vin kynntist ég fjórum konum sem höfðu allar missti börn í fæðingu. Oft er um hjartagalla að ræða eða annað sem er vel hægt að laga hér heima en þarna eru engin úrræði,“ segir hún og bætir við að börnin séu alsæl með að vera komin heim. „Á Bahamaeyjum byrja börnin að læra eins árs. Þá eru þau strax látin sitja við borð og eru flest orðin læs fyrir þriggja ára aldur. Baldvin var ekki orðinn tveggja ára þegar hann kunni allt stafrófið. Hann er hins veg- ar orkumikill drengur sem þarf að fá sína útrás og átti mjög erfitt með að vera lokaður inni allan daginn. Hlutunum er allt öðruvísi háttað þarna. Þótt veðrið sé gott eru börn- in ekki höfð úti. Sólin er líka svo sterk, hann myndi skaðbrenna eftir klukkutíma. Ég saknaði þess að geta ekki leyft honum að fara út að leika og hann var farinn að gráta á morgn- ana af því að hann vildi ekki fara í skólann. Hér heima er miklu meira frjálsræði. Hann fær að leika sér all- an daginn og vera barn.“   Ofbeldi daglegt brauð Þóra segir þjóðarvitund- ina á Bahamaeyjum mjög skrítna. Það sé erfitt að fá gott starfsfólk og þjófnað- ur sé landlægt vandamál. „Eftir einn fellibylinn lán- aði Völli konu sem vann hjá honum íbúðina sína. Hún og fjölskylda henn- ar dvöldu í íbúðinni í sex vikur en þegar þau fóru tóku þau megnið af inn- búinu með sér. Það þyk- ir ekkert tiltökumál. Ég gleymi líka aldrei fyrsta matarboðinu því þá missti ég helminginn af Tupperware-vörunum mínum og alla mataraf- gangana,“ segir hún og bætir við að ofbeldi sé einnig daglegt brauð.  „Ofbeldið er alltaf að aukast og til þess er gripið út af smávægileg- um hlutum. Við vorum ofboðslega varkár. Við bjuggum á afgirtri land- areign við sjóinn og vorum með sex hunda sem voru okkar þjófavörn. Mælikvarði okkar var að þegar okkur var hætt að blöskra vorum við kom- in með eyjasóttina og þá þurftum við að komast burt. Þetta var nefnilega oft svo súrrealískt. Bókarinn minn, frábær kona, skaut manninn sinn sex sinnum og sonur hennar drap annan mann. Hann var sendur í fangelsi sem er eitt það alræmdasta í heimi. Mamma hans eyddi jólunum þar því kokkur- inn í fangelsinu tók sér frí og fang- arnir hefðu soltið í hel ef hún eða einhver önnur mamma hefði ekki komið og eldað,“ segir hún og bæt- ir við að Völundur hafi gert mik- ið fyrir veitingahúsamenninguna á Bahamaeyjum. „Þarna voru engir menntaðir kokkar en Völli hefur verið að senda sína kokka út um allt, bæði til Ís- lands, Frakklands og Bandaríkjanna. Ein kona sem fór í slíka vettvangsferð til Íslands kom til baka í hálfgerðu menningarsjokki. Það merkilegasta við Ísland, að hennar mati, var að hér væru allir að vinna í vinnunni. Þeir sem hlustuðu á þessa frásögn voru mjög hissa enda er slíkt afar ólíkt starfsandanum á Bahamaeyj- um. Konurnar eru gjarnan að lakka á sér neglurnar í vinnunni og það er mjög algengt að þurfa að bíða allt upp í korter eftir afgreiðslu á meðan afgreiðslumanneskjan er að spjalla í símann. Það þykir mjög eðlilegt. En, eins og ég segi, ef manni var hætt að blöskra var maður kominn með eyjasóttina.“   Nýgift á tímamótum Þrátt fyrir allt segist hún ekki hafa orðið fyrir menningarsjokki þeg- ar hún fyrst kom til eyjanna. „Ég er rosalega „ligeglad“ í eðli mínu. Ég er ýmsu vön, hef búið hér og þar og fór til að mynda sem skiptinemi til Bólivíu á sínum tíma. Það þarf mjög mikið til að raska ró minni,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir frumstæð- ar aðstæður hafi síðustu sex ár verið yndislegur tími. „Þegar ég flutti út stóð ég á tíma- mótum. Ég var nýgift og hætt í Stund- inni okkar og langaði að fara að gera eitthvað allt annað. Ég hafði kviðið því hvað tæki við eftir Stundina og það var yndislegt að fá að prófa eitt- hvað algjörlega nýtt,“ segir hún en bætir við að eftir þessa lífsreynslu hafi hún lært að meta Ísland betur og þann kraft sem býr í Íslendingum. „Hér eru allir að gera eitthvað en fólk- inu úti fannst ég mjög skrítin. Ég var alltaf eitthvað að bauka,“ segir Þóra sem skrifaði Foreldrahandbókina að mestu úti en bókin kom út árið 2010.  „Það var alveg dásamlegt og vinnufriðurinn algjör. Heimili mitt var alveg við sjóinn og pálmatrén í kring. Á hverjum morgni veifaði ég til höfrungaþjálfaranna sem létu höfr- ungana hoppa upp úr sjónum fyrir mig á meðan ég gæddi mér á tóm- atauppskerunni. Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt landsvæði.“  Giftu sig eftir korter Þau Völundur höfðu ekki verið lengi saman þegar þau giftu sig. „Við kynntumst og giftum okkur kort- eri seinna,“ segir hún hlæjandi en bætir við að hún mæli ekkert sérstak- lega með því að fólk giftist án þess að þekkjast almennilega. „En þetta blessaðist allt hjá okkur. Og gott betur. Ég man samt svipinn á fólki þegar ég tilkynnti því að ég væri að fara að gifta mig. Enda var ég oft spurð: Giftast hverjum? Athöfnin var í Fríkirkjunni og veislan var haldin á Hótel Borg. Svona höfum við gert hlutina – bara látið vaða. Ef maður er að velta hlut- unum of mikið fyrir sér verða þeir bara erfiðari,“ segir hún og grín- ast með að það hafi verið skortur á sjálfsbjargarviðleitni sem hafi orðið til þess að hún féll fyrir Völundi þar sem hún sé sjálf vita vonlaus kokkur.  „Völli er frábær og stórkostlega skemmtilegur. Það er alltaf mikil orka í kringum hann. Hann er alls óhræddur og hefur hjálpað mér mik- ið. Þegar hann gerir hlutina verða þeir 100%. Hann getur að vísu orðið óþolandi á meðan en lokaniðurstað- an er alltaf frábær. Hann slær aldrei af,“ segir hún og bætir við að þau séu miklir vinir. „Ég held að við séum bæði mjög heppin. Það er erfitt að hafa hann svona lengi í burtu en það venst, eins og allt. Við köllum hann tölvupabba og hann talar við krakkana í gegn- um tölvuna í hverjum matartíma svo hann er með okkur eins mikið og hann getur. Ég veit samt að honum finnst ekki létt að vera svona langt í burtu frá okkur.“  Sérfræðingur í egglosi Þótt þau hafi gift sig fljótt urðu þau að bíða eftir fyrsta barninu. „Það gerðist ekki neitt en við enduðum á að fara í glasameðferð. Það var virki- lega erfitt ferli sem fór meira á sálina á mér en honum. Þetta er svakalegur pakki sem gekk upp í fyrstu tilraun. Ég get ekki ímyndað mér líðan fólks sem reynir aftur og aftur án árangurs, það hlýtur að vera versta tilfinning í heimi.“ Fjölmiðlakonan Þóra Sigurðardóttir er flutt heim frá Bahamaeyjum með fjölskylduna. Þóra segist hafa gifst eiginmanninum, kokkinum Völundi Snæ, eftir aðeins korters samband. Þrátt fyrir tilraunir urðu hjónin að bíða eftir börnunum en Þóra segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hún varð móðir. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Þóru um lífið í skatta­ paradísinni, baráttuna við ófrjósemina, ástina og börnin sem skipta hana mestu máli í lífinu. Varð óvænt ófrísk „Pabbi vildi allt­ af hafa okkur öll nálægt sér og ég eyðilagði það plan þegar ég fór á flandur. „Þegar ég var ófrísk að Baldvin kynnt­ ist ég fjórum konum sem höfðu allar missti börn í fæðingu. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Paradís Þóra ásamt Baldvin Snæ á ströndinni á Bahamaeyjum. Varðhundar Mikið er um ofbeldi og þjófnað á e yjunum en Þóra og Völundur voru með nokkra hunda sem vörð u húsið. Feðgar Völundur Snær og Baldvin í sólinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.