Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 10
10 Áheimasíðu LOGOS segir að það sé mik-ilvægur þáttur í starfi stofunnar að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á lögfræði- þjónustu tengda alþjóðlegum viðskiptum, hvort sem um er að ræða þjónustu við íslensk fyrirtæki erlendis eða þjónustu við erlend fyr- irtæki á Íslandi. LOGOS er aðili að tveimur alþjóðasamtökum lögmannsstofa, Lex Mundi og TerraLex, og í samtali við Lögmannablaðið sagði Gunnar Sturluson hrl., framkvæmda- stjóri, ástæður þess að þeir væru í tveimur samtökum sögulega; „LOGOS varð til við samruna tveggja lög- mannsstofa og við vildum ekki missa það tengslanet sem búið var að mynda við aðila í báðum þessum samtökum. Við sáum að Lex Mundi var með öflugri tengsl í löndum þar sem TerraLex var ekki til staðar og svo öfugt. Þessi samtök eru hins vegar lík að mörgu leyti og byggð upp á sömu hugmyndafræði.“ Hvernig er samskiptum við samtökin háttað? „Í gegnum þessi samtök höfum við aðgang að lögmönnum um allan heim sem við getum treyst á að séu góðir. Bæði þessi samtök vanda mjög valið á samstarfsaðilum sínum og gera miklar gæðakröfur. Má í þessu sambandi nefna að á fimm ára fresti eru gæði stofanna hjá Lex Mundi könnuð, m.a. með því að hafa samband við viðskiptavini og félaga í samtök- unum sem hafa reynslu af viðkomandi stofu. Stofur sem uppfylla ekki lengur staðla er gert 3 / 2 0 0 4 Hverfandi landamæri lögmennskunnar Það er ótrúlega stutt síðan íslenskir lög- menn gátu unnið alla sína starfsævi án þess að eiga í samskiptum við erlenda aðila og það er ótrúlega stutt síðan lögfræðingar sáu enga ástæðu til að sækja meiri menntun út fyrir lands- steinana – þeir þurftu einfaldlega ekki á því að halda. Nú er lögfræðilegt landslag gjörbreytt og lögmennskan er, með aukinni alþjóðavæðingu, sífellt minna háð landamærum, landfræðilegum sem við- skiptalegum. Fjölmargir ungir lögfræð- ingar sækja framhaldsnám erlendis á ári hverju, starfandi lögmenn sækja námskeið í auknum mæli út fyrir lands- steinana og afla sér jafnvel lögmanns- réttinda í öðrum löndum. Sérhæfing lögmanna eykst, alþjóðlegar lögfræði- keðjur eru að festa sig í sessi og lög- mannsstofur leggja sífellt meiri áherslu á að geta veitt viðskiptavinum sínum þjónustu hvar sem er í heiminum. Landamæri lögmennskunar eru óðum að hverfa. Lögmannablaðið ræddi við Gunnar Sturluson hrl., um alþjóðleg samskipti milli lögmannsstofa og Baldvin Björn Haraldsson hdl., sem er með lögmanns- réttindi í Frakklandi. Einnig fékk blaðið Ásgeir Á. Ragnarsson hdl., sem er með lögmannsréttindi í New York, til að skrifa um með hvaða hætti slík réttindi nýtast og Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., skrifar um námskeið fyrir verjendur sem hann sækir um þessar mundir hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum sem nú er að taka til starfa í Haag. „Leitum meira til samstarfsaðila erlendis en þeir hingað.“ Viðtal við Gunnar Sturluson, hrl., framkvæmdastjóra LOGOS

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.