Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 6
Það hefur væntanlega ekki fariðframhjá lögmönnum að undanfarin misseri hefur fjölmiðlaumfjöllun um lögreglurannsóknir og meðferð einka- og sakamála fyrir dómstólum aukist verulega. Við skoðun greinarhöfundar á fjölmiðlaumfjöllun um dómsmál í febrúar- og marsmánuði 2005 verður ekki ráðið hvaða mælikvarða er miðað við þegar ákveðið er að taka einstakt mál til umfjöllunar. Enginn hlutlægur mælikvarði af hálfu blaðamanna virð- ist vera til um hvað er fréttnæmt og eigi þannig erindi fyrir sjónir almennings. Ekki verður heldur ráðið að hlutleysis sé gætt í umfjöllun fjölmiðla né að hugað sé að því að fjöl- miðlaumfjöllun um opinber mál á rannsóknarstigi geti skaðað rannsóknina og þar með almannahags- muni áður en frétt er birt. Vissulega sker DV sig úr í umfjöllun sinni þar sem allt virðist leyfilegt (sé a.m.k. litið til umfjöllunar fjölmiðilsins í febrúar og mars 2005). Aðrir fjölmiðlar virðast stundum taka upp stíl DV í „fréttaflutningi“ eða taka sér til fyrirmyndar fyrirsagnir DV í breyttri mynd. Sem dæmi má nefna var því haldið fram í sjónvarpsfréttum RÚV í maí sl. að sakamönnum væri mismunað en fréttin byggðist á viðtali við lögmann í ákveðnu máli varðandi gæsluvarð- haldsúrskurð héraðsdóms vegna umbjóðanda lög- mannsins. Hvergi í umræddri frétt var tekið fram hvaða önnur sjónarmið gætu búið að baki niðurstöðunni. Daginn eftir frétt RÚV af þessari meintri „mismunun sakamanna“ var svo umræddur gæsluvarðhaldsúr- skurður héraðsdóms staðfestur af Hæstarétti Áhugi og ágangur fjölmiðla á dómsmálum hlýtur að vekja spurn- ingar meðal lögmanna hvert þeirra hlutverk sé í þeim tilvikum og hvaða skyldur þeir bera. Codex Ethicus LMFÍ fela í sér ítarlegar siðareglur sem lög- mönnum ber að hafa í huga og eiga að kunna. Í siðareglunum er þannig að finna reglur og ákveðnar leiðbeiningar um hverjar séu skyldur lögmanna. Sé hins vegar litið til hlutverks lög- manna gagnvart fjölmiðlaumfjöllun eru siðareglur okkar fáorðar og veita litla sem enga vísbendingu um hvernig bregðast eigi við því ástandi sem nú blasir við okkur lögmönnum gagnvart slíkri um- fjöllun. Fyrir utan vísbendingar frá siðareglum okkar, sérstaklega 5. gr. Codex Ethicus um um- fjöllun einstaks máls, þá hafa fæstir lögmenn þekkingu eða þjálfun þegar kemur að umfjöllun fjölmiðla um einstök mál. Augljóst er að hér þarf úr að bæta. Þannig þurfa lögmenn í einhverjum tilvikum að koma fram í fjölmiðlum til þess að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna svo sjónarmið þeirra komist rétt til skila. 6 2 / 2 0 0 5 Eru lögmenn fjölmiðlafulltrúar? Guðrún Björg Birgisdóttir hdl. » Ég lagði fram kæru fyrir umbjóðanda minn hjá lögreglu rétt fyrir hádegi. Klukkutíma síðar var sú kæra komin til fjölmiðla og hluti kærunnar birtist orðrétt í kvöldfréttum. Umbjóðandi minn hafði á þeim tíma ekki fengið afrit af kærunni. Lögmaður » Ég var í aðalmeðferð í opinberu máli um daginn í héraðsdómi Reykjavíkur. Það var lokað þinghald en hurðin inn í þingsal var opin þar sem við vorum að bíða eftir saksóknara. Skyndilega kom blaðaljós- myndari í gættina og tók myndir. Síðan hljóp hann í burtu á harðaspretti. Lögmaður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.