Lögmannablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 14
Félag lögfræðinga fjármála- fyrirtækja efndi til hádegis- verðarfundar þann 24. mars sl. í Iðnó þar sem umfjöllunar- efnið var kynning á fyrirhug- uðum breytingum á hluta- félagalögum og ákvæði 104 gr. hlutafélagalaga sem bannar lánveitingar til hluthafa og stjórnenda hlutafélaga. Framsögumenn voru Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu og Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fundarstjóri var Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbanka Íslands hf. Nokkrar athugasemdir um félagarétt Jón Ögmundur rakti helstu atriði þeirra frumvarpa sem voru fyrir Alþingi um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Má þar nefna ákvæði um rafræna hluthafa- og stjórnarfundi, heimild til rafrænna samskipta við hluthafa, lengingu frests til boðunar hluthafafunda, skyldu frambjóðenda til að skila inn tilkynn- ingu um framboð, skyldu skráðra félaga til að gefa hluthöfum kost á að greiða atkvæði bréflega eða rafrænt og ákvæði um starfskjarastefnu fyrir stjórnendur. Urðu nokkrar umræður um samþykki hluthafafundar á starfs- kjarastefnu stjórnar, t.d. um skilgrein- ingu á því hver eða hverjir falli undir hugtakið „stjórnendur“ í frumvörp- unum, og hvort hluthafafundur ætti að ákveða kjör stjórnenda eða stjórn félags. Þá kom fram í máli Jóns að í er gert ráð fyrir ítarlegri ákvæðum um samlagshlutafélög en nú eru í hlutafé- lagalögunum. Aðalreglan er óbreytt, að fara skuli eftir lögunum um hluta- félög eftir því sem við á. Þeim sam- lagshlutafélögum sem stunda fjárfest- ingarstarfsemi er þó, í því skyni að örva nýsköpun, veitt frelsi til að víkja frá mikilvægum ákvæðum laganna m.a. um hluthafafundi og stjórn og sterka stöðu ábyrgðaraðila í því sam- bandi. Jafnframt yrði nauðsynlegum skattalagaákvæðum breytt með sér- stöku tilliti til hagsmuna lífeyrissjóða sem kynnu að verða hluthafar í við- komandi fjárfestingarfélögum. Hann benti auk þess á að fjármálaráðuneytið myndi á grundvelli EES-tilskipunar leggja fram frumvarp næsta haust er gerði ráð fyrir rafrænni hlutafélaga- skrá. Hvernig á eiginlega að skilja 104 gr. hfl.? Það eru til „þægilegri“ lagagreinar en 104 gr. laga um hlutafélög og pistla- höfundi leiddist því ekkert að hlýða á erindi Áslaugar Björgvinsdóttur þar sem hún leitaðist við að túlka þessa „frægu“ grein hlutafélagalaganna í stuttu máli. Fyrst rakti hún sjónar- miðin að baki banni við „hluthafa- lánum“ og sögulegan bakgrunn laga- greinarinnar. Fyrirmynd íslenska ákvæðisins er ákvæði dönsku hlutafé- lagalaganna um bann við lánum til hluthafa og stjórnenda sem er nokkuð strangara en reglur um sama efni á hinum Norðurlöndunum. Að sumu leyti hafi breytingarnar sem gerðar voru árið 1994 á eldri lögum, þ.e. 112. gr. l. 32/1978, þó grundvallast á 23. gr. 2. félagaréttartilskipunar EB. Áslaug rakti ákvæði greinarinnar lið 14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2006 Hádegisverðarfundur Félags lögfræðinga fjármálafyrirtækja: Breytingar á hlutafélagalögum og bann 104. gr. hlutafélagalaga við lánveitingum til hluthafa og stjórnarmanna. Áslaug Björgvinsdóttir Jón Ögmundur Þormóðsson upphaflegum frumvarpsákvæðum um breytingar á lögum um hlutafélög hefði verið lagt til að stjórnarformanni yrði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félag en í kjölfar umsagna um frumvarpið hefði það ákvæði verið fellt út. Þá rakti Jón einnig helstu ákvæði frumvarps um opinber hluta- félög en á liðnum vetri komu fram tvö frumvörp um slík félög. Að lokum nefndi Jón athyglisvert frumvarp um breytingu á lögum um hlutafélög. Þar

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.