Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 41
42
Nýju skólarnir ensku
Í Skinfaxaskrifum sínum mærir jónas
Englendinga, sem sýni hvarvetna ein-
staklings framtak, dugnað og vilja til
verka. Yfir burðir Englendinga lágu að
hans mati einkum á hinu siðferðislega
sviði.54 Í greina bálki sínum um nýju
skólana ensku, eins og jónas kallaði þá,
kynnti hann nýja gerð skóla. Í umfjöllun
um stað setningu þessara nýju skóla í
sveit inni skrifaði jónas:
nú má öllum vera ljóst, hvers vegna
uppeldis vísindin andmæla jafn
kröftug lega bæa-upp eldi eins og
heilsu fróð ir menn því að lifa í borg-
um. Hvort tveggja er óholt ... af þessum
ástæðum eru nýju skólarnir aldrei
reistir í bæum, heldur í sveit: þar má
úti loka skaðlegu fyrirmyndirnar[ ].55
Englendingar höfðu „látið sér nægja“
að staðsetja hina nýju „fyrirmyndar-
skóla“ sína í sveitinni.56 Þar sýndu þeir
gott for dæmi. Þeir horfðu inn á við
til enskrar hefðar. samhliða sínu eigin
ágæti horfðu þeir einnig víðar yfir og
til þess sem nýjast var, þ.e. ábendinga
upp eldis vísindanna, og tóku þau í sína
þjón ustu.57 Megin markmið skólanna
sam kvæmt lýs ingum jónasar má skil-
greina sem almennt heil brigði nem-
endanna í líkam legu og andlegu tilliti.
Hið líkam lega fæst með íþróttum og
líkams styrk ingu en einnig með erfiðis-
vinnu við bú störf, sem styrkir sjálfs-
björg í óútreiknan legum aðstæðum
lífsins. andlegt heil brigði næst með
hóf semd í mat og reglu semi í öllum lífs-
venjum. námið sjálft, þó stutt sé dag
hvern, færir þeim lykil í hendur – aðferð
til könn unar og sjálfsnáms.58
Híbýlin eru heimilisleg, aðlaðandi
jafnt auganu sem andanum. samskipti
kennara og nemenda eru einnig á
nótum feg urðar og hlýleika. Kennarar
annast skjól stæðinga sína „eins og yngri
bræð ur“ og leita í þeim að „hverjum
góð um og lífvænlegum eiginleika“.59 sú
leit hefst strax við inngöngu, þar sem
„[h]ver nemandi er mældur og veginn
bæði líkam lega og andlega“, til að
honum megi raða til náms og leiks eftir
því „sem hann og kennararnir finna að
best er í samræmi við eiginleika hans“.60
Þetta er hið nýja við skólana ensku, að
taka í námi og starfi mið af þörfum
ein staklinganna, og það er „í fullu sam-
ræmi við það, sem menn best vita um
eðli og þroskalög mannsins“, ritaði
jónas. Enda sýndi sig, tók hann fram, að
„taugaveiklunar“, sem rannsóknir sýndu
að mældist umtalsverð í unglingum,
bæði í sviss og rússlandi – allt að 60–
77 prósent, hennar gæti ekki í þessum
skólum, því nemendur „þrosk[i]st jafnt
og heilsu samlega“. jónas tók reyndar
fram að óhjákvæmi legt væri að „mestur
hluti námsins verð[i] sameiginlegur fyrir
nær alla nemendur“ og að einungis „þeir
sérkenni legu fá[i] rúm fyrir sérkenni-
leikann“.61 Ekki er laust við að þar megi
greina nokkra mótsögn við hið áður
róm aða fyrir komu lag niðurröðunar
nem enda á vísinda legum grunni.
Deginum hér, líkt og í lýðháskólunum
dönsku, var varið jafnt í nám, störf og
íþrótta iðkun og kennslu hættir voru
einnig nýir.62 Bók námið skipaði ekki
lengur önd vegi, heldur var lögð áhersla
á að „læra með því að hafa hlutina handa
milli, rann saka þá, mæla, vega, bera þá
saman, og mynda sér síðan skoðun um
þá að þessari athugun lokinni“.63 jónas
tók dæmi af kenn slu þriggja náms greina,
náttúru fræði, tungu mála og stærðfræði.
náttúru fræðin, hún væri, „dauð og lif-
andi ... ein aðal grein nýju skólanna“.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 42 6/5/2013 5:18:41 PM