Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 81

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 81
Betrumbætur Athugasemd við bókina Vötnin stríð í desember 1974 gaf Menningarsjóður út bók- ina Vötnin strið, eftir undirritaðan. Síðan sú bók kom út hef ég rekist á þó nokkrar villur og á aðrar hefur mér verið bent. Þar eð margir þeirra, er bókina hafa eignast, eru í hópi þeirra, sem lesa Jökul, þykir mér rétt að koma þessum leiðréttingum þar á framfæri. Það er þá fyrst til að taka, að einhversstaðar á leiðinni milli handrits og hreinprentunar hef- ur, af mér lítt skiljanlegum ástæðum, fallið nið- ur frásögnin af einum Grímsvatnaleiðangri. Þar eð ætlunin var að vikja í bókinni að öllum Grímsvatnaleiðöngrum fram til 1953, vil ég geta þessa „glataða“ leiðangurs liér að nokkru. Þessi leiðangur, sem var undir stjórn Niels Niel- sens, dvaldist á Vatnajökli nær samtímis sænsk- íslenska Vatnajökulsleiðangrinum, eða frá því í maí 1936 fram í júní og var ætlunin að við í sænsk-íslenska leiðangrinum, sem vann að rann- sóknum á austurhluta jökulsins, hittum hinn leiðangurinn í Grímsvötnum, en af því varð þó ekki. Með Nielsen voru í för Jóhannes Áskelsson og ungur danskur jarðfræðingur, Arne Noe- Nygaard. Aðaltilgangur leiðangursins var að kanna breytingar á Grímsvatnasvæðinu frá því Eyjabakkajökull og Kverkjökull Dagana 13. til 15. júlí var jökulhlaup í Jök- ulsá i Fljótsdal. Skv. rennslisskýrslum Vatna- mælinga Orkustofnunar, vhm 109 hjá Hóli í Fljótsdal, fór rennsli árinnar upp í 428 m3/s og hlaupvatnið hefur verið um 26 Gl. Það var Háöldidón, sem hljóp. Hlaupvatnið myndaði vatnsfarveg í Háöldu og niður með jöklinum. I bréfi með mæliskýrslunni tekur Gunnsteinn fram: „Jökullinn hefur lækkað nokkuð og er farinn að sléttast eftir framskriðið." Varðandi Kverkjökul segir Gunnsteinn: „Isgöngin hafa haldið áfram að brotna nið- ur.“ Sigurjón Rist. að þeir Jóhannes og Nielsen voru þar vorið 1934. Leiðangurinn hreppti hin verstu veður í maí og var lengi veðurtepptur, eins og sá sænsk- íslenski. Hann var kominn að Pálsfjalli 29. apríl, en komst ekki að Grímsfjalli fyrr en 17. maí, hafði þar nokkurra daga viðdvöl og náði þar mjög góðum myndum. Til Pálsfjalls var aftur komið 25. maí og dvalið þar í þrjá daga. Noe-Nygaard, sem er bergfræðingur, kannaði Pálsfjall, Hágöngur og Geirvörtur og var á þeim slóðum fram í miðjan júní, en í júlímánuði unnu hann og Nielsen, og þó einkum sá fyrr- nefndi, að rannsókn á móbergssvæðinu frá Or- æfum til Kirkjubæjarklausturs og síðan á svæð- inu milli Klausturs og Eyjafjalla og var Pálmi Hannesson þá með í för. Um rannsóknir sínar á íslandi þetta sumar birti Noe-Nygaard einar tíu ritgerðir og eru þeirra veigamestar tvær rit- gerðir, er birtust í Folia Geographica Danica. Sú fyrri, er kom út 1940 (Fol. Geogr. Dan. Tom. 1. No. 2), hefur titilinn Sub-glacial Volcanic Activity in Ancient and Recent Times, og er ein af grundvallar ritgerðum um móbergsmynd- unina. Hin (Fol. Geogr. Dan. Tom. I. No. 3) kom út 1952. Hún bar heitið A Group of Lipa- rite Occurrences in Vatnajökull, Iceland, og fjallar aðallega um bergfræði Pálsfjalls og Geir- vartna. Nýlega rakst ég í gömlu dóti á skrá yfir myndatökur mínar vorið 1934, en þá var ég ný- búinn að eignast mína fyrstu Leica myndavél. Þar sá ég, að mig liefur misminnt svo að skakk- ar einni viku, er ég held því fram í bók minni (bls. 24), að ég hafi farið austur á Skeiðarár- sand í fyrsta sinni 4. maí 1934, ásamt Nielsens- hjónunum og Pálma. Myndirnar á bls. 148 eru teknar 12. og 13. maí. Á miðri bls. 21 er talað um grein í Fróða 2. jan. 1883. Þetta á að vera 2. júní og er svo á bls. 34. — Á bls. 63 er talað um vesturlilíð Lómagnúps, en textinn ber með sér, að um austurhlíðina er að ræða. — Undir 44. rnynd (bls. 170) stendur jakasker í'yrir jakaker. — Á töflunni á bls. 224 stendur júní 1883 í stað jan., sbr. annálinn á bls. 220. — Þau hlaup, sem orðið hafa í júní eru 3 og í júlí 3 (bls. 223). — Á bls. 230 er hæð Stóra Mósa sögð 1528 eða 1529 m en á að vera 1428 eða 1429, sbr. kortið af Grims- vötnum á bls. 227. Ragnar Stefánsson bóndi x Skaftafelli hefur upplýst mig um, að það sé byggt á misskilningi hjá mér, að hellir sá, sem nefndur er á bls. 241, JÖKULL 25. ÁR 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.