Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 5
3 Mikið vatn runnið til sjávar Viðtal við Hope Knútsson, formann IN Iðjuþjálfafélag íslands varð tutt- ugu ára á síðasta ári. Við tókum formanninn tali og litum yfir far- inn veg. Hope Knútsson kemur frá Bandaríkjunum og hefur verið for- maður IÞÍ frá stofnun þess. Hún er fædd árið 1943 og sleit barnsskón- um í Brooklyn í New York. Hope á ættir sínar að rekja til Rússlands, Ungverjalands, Þýskalands og Pól- lands. Hún er með B.A. í heim- speki og sálarfræði en lauk Masters námi í iðjuþjálfun frá Col- umbia University árið 1967. Ævintýrakona Hope fékk þá hugdettu að prófa að búa á íslandi eftir að hafa ferðast um Evrópu. Þetta var á þeim tíma sem hippamenningin var í algleymingi og stríð hafði geisað í Víetnam. - Ég hafði starfað í átta ár sem iðjuþjálfi, í heimalandi mínu áður en ég fluttist hingað. Á þessum árum var ég róttækur að- gerðasinni. Þetta var á sjöunda áratugnum og tilheyrði ég þeim hópi í Bandaríkjunum sem var á móti Víetnamstríðinu og kjarn- orkuverum. Ég mótmælti því sem hægt var að mótmæla á þessum árum. Það var einnig liður í því að vera sjálfstæður kvenmaður að fara til annara landa og Evrópa var eftir- Hope Knútsson, formaður IÞÍ. sóknarverð að mörgu leyti. Ég lagði land undir fót með gítar um öxl og flaug, með Loftleiðum. Fyrsta millilending var á ís- landi. Hér var meira „sósíalistiskt lýðræði" en í Bandaríkjunum og ég var hrifin af því félags- og heilbrigðiskerfi sem hér ríkti. Það skipti einnig miklu máli fyrir mig að skatt- peningar voru ekki notaðir í hemað, hér var engin mengun og glæpir fátíðir.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.