Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 10
10 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 Undanfarið hefur mikið verið rætt um þjónustu við einstaklinga af erlendum uppruna og hvernig bregð­ ast megi við aukinni flóru mannlífs á Íslandi. Það er því stór áskorun fyrir iðjuþjálfa að geta unnið með verkja­ skjólstæðingum sem koma frá ólíkri menningu. Til þess að verkir séu skiljanlegir og nánast sýnilegir fyrir aðra þarf að setja verkina í orð eða gjörð. Menning hefur áhrif á hvernig við tjáum verk og tilfinningar þ.e. verkjahegðun okkar og hvernig við túlkum verk okkar við aðra, þar með talið starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Menningin mótar manneskjuna ­ því þurfa iðjuþjálfar og aðrir heilbrigðis­ starfsmenn að kynna sér menningar­ heima skjólstæðinga sinna. Nýleg gögn spyrja hvort að mikilvægasta breytan í starfi með ólíkum kynþáttum sé mismunandi viðhorf starfsfólks til verkjaeinkenna skjólstæðingsins. Skjólstæðingar hafa skoðanir á verkj­ um og hömlunum sínum við iðju. Þessar skoðanir eru persónulegar en einnig samgrónar hverri menningu. Niðurstaðan er að menning hefur áhrif á trú og viðhorf til verkja en bakgrunnur einstaklingsins og þrýst­ ingur frá fólki í sömu aðstöðu hefður einnig áhrif á hegðun. Undanfarið hefur mikið verið rætt um þjónustu við einstaklinga af erlend­ um uppruna og hvernig bregðast megi við aukinni flóru mannlífs á Íslandi. Sem starfandi iðjuþjálfi á verkjasviði Reykjalundar hef ég síðustu ár séð aukna þörf fyrir skilning heilbrigðis­ stétta á verkjahegðun og verkjamenn­ ingu annara þjóðarbrota. Við höfum orðið vör við mikla aukningu af ný­ búum sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Hingað til höfum við kannski unnið í svolítið lokuðum heimi, þar sem ekki er mikill munur á fólki frá Súgandafirði eða Höfn í Hornafirði, málýskur í minnihluta og menning milli landshorna ekki ólík. Segja má að verkur sé í raun einkamál hvers ein­ staklings en til þess að verkir séu skiljan­ legir og nánast sýnilegir fyrir aðra þarf að setja verkina í orð eða gjörð. Orð sem eru okkur töm og/eða gjörðir sem eru samþykktar af umhverfinu eða sam­ félaginu. Þannig tjáum við verki okkar (Lovering, 2004). En hvað gerist ef einstaklingurinn á ekki orðin til að lýsa verknum? Hvað gerist ef hann getur ekki sagt eða sýnt hvernig verkur hans er? Að mínu áliti er það stór áskorun fyrir iðjuþjálfa og aðra heilbrigðis­ starfsmenn að skilja þá verkjaskjól­ stæðinga sem koma frá ólíkri menn­ ingu – hvernig er skilningur einstaklinganna sjálfra á verkjum sínum? Hvernig túlkar fólk verki? Get ég sett mig í spor allra sem eru með verki? Hvar og hvernig mæti ég við­ komandi? Skjólstæðingar frá öðrum löndum er vissulega breitt hugtak. Bókmenntirnar reyna að skilgreina hina ólíku heima mannfólksins með þremur hugtökum; kynþætti, þjóðerni og menningu: Kynþáttur (race): Er skilgreindur sem hópur fólks sem hafa sömu líkam­ legu einkenni ( t.d. hvítir eða asíubúar). Hinsvegar hafa fræðimenn undanfarin ár verið að gagnrýna þessa skiptingu manna og benda á að varasamt er að skilgreina einn hóp sem eitthvað ákveð­ ið þar sem nýlegar rannsóknir benda á að meiri munur er á genum innan sama hóps en á milli hópa af mismun­ andi kynþáttum (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2001) . Þjóðerni (ethnicity): Orðið er upp­ haflega komið úr grísku og þýðir flokkur (tribe). Enda sögðu íslendingar lengi vel, og segja enn, þjóðflokkur. Fólk af sama þjóðerni getur verið hópur fólks sem býr í stærra samfélagi en deilir sama félagslega bakgrunni, menningu og hefðum, talar sama tungumálið með smá breytileika þó og hefur sömu trú. Flestir telja að þjóðerni sé sprottið af sjálfsímynd einstakl­ inganna og sé auðkenni þessa hóps Áhrif menningar á verkjahegðun - Iðjuþjálfun á verkjasviði ■ Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi M.Sc, sviðsstjóri á verkjasviði iðjuþjálfunar á Reykjalundi - Endurhæfingarmiðstöð. LykiLorð: Menning – verkir – iðjuþjálfun ■

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.