Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 12
12 SAMSTARF TÓNLISTARSKÓLA OG LEIKSKÓLA SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Félag tónlistarskólakennara og Félag leikskólakennara stóðu fyrir frábær- lega vel heppnuðu og vel sóttu mál- þingi í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 23. mars 2007 um tónlistarkennslu barna á aldrinum 1-6 ára. Málþingið bar yfirskriftina: Tónlistarnám barna á aldrinum 1-6 ára, markmið og tækifæri - Snertifletir tónlistarskóla og leikskóla. Aðalfyrirlesari var dr. Regina Pauls próf- essor við Mozarteum háskólann í Salzburg í Austurríki. Dr. Regina Pauls hefur að baki leikskólakennaranám og kennaranám í tónlist auk þess sem hún stundaði nám í sálarfræði og uppeldisfræði leikskóla- barna í Humboldtháskólanum í Berlín. Doktorsnám sitt stundaði hún við listaháskólann og háskólann í Leipzig. Hún hefur stýrt skóla fyrir leikskólakennara, verið prófessor í tónlistarkennslufræði og tónlistarsálarfræði í Leipzig og kennt við Mozarteum háskólann, Orff Institut, í Salzburg síðan 1994. Hún er gestapróf- essor við dansháskóla í Dresden og hefur verið ráðgjafi við langtímarannsókn á þróun færni og meðfæddra hæfileika á tónlistar- og listasviði ásamt því að gegna mörgum öðrum störfum á sviði kennslu og rannsókna. Fyrirlesturinn fjallaði um tónlistar- uppeldi og skapandi hugsun sem þátt í uppeldi og menntun leikskólabarna, samvinnu og samvinnuaðferðir milli tón- listarskóla og leikskóla, reynslu af sam- vinnu, samvinnulíkön og aðferðafræði. Í fyrirlestrinum sagði dr. Regina frá nýleg- um þróunar- og taugalífeðlisfræðilegum rannsóknum og rannsóknarniðurstöðum um leikskólaaldursskeiðið og fjallaði um áhrif tónlistar á þróun persónuleika leik- skólabarnsins í hópstarfi. Þá ræddi hún hlut- verk leikskólakennara í tónlistaruppeldi leikskólabarna, hlutverk tónlistarkennara í leikskóla og samvinnuaðferðir þessara tveggja kennarastétta. Þá ræddi hún um framsetningu tónlistarnáms í námskrá og um hið listræna í tónlistaruppeldinu með dæmum úr starfi, samvinnu sem árangursríka starfsþróun, samkenni og sérkenni tónlistarskóla, leikskóla og heimilis og skapandi uppeldi á grundvelli sérþekkingar. Dr. Regina lagði mikla áherslu á að þroskun tónlistarhæfileika og tónlistargetu leikskólabarna bæri bestan árangur í samvinnu leik- og tónlistarskólakennara þar sem leikskólakennarar hefðu sjaldnast yfir tónlistarkummáttu að ráða. Hún lýsti líkani að samstarfi sem stuttlega er sagt frá en fyrir áhugasama er hægt að nálgast glærur frá fyrirlestri hennar vef KÍ, nánar tiltekið á ft.ki.is/pages/314/NewsID/211 Tónlistarskólakennarinn á að starfa sem sérfræðingur við skólann og gera leikskólakennaranum kleift að afla sér hugmynda og færni sem hann getur svo notað í daglegu starfi. Til þessa þarf samfleytt samstarf í langan tíma og að minnsta kosti einu sinni í viku. Í tónlistartímum með nemendum á hver leikskólakennari að taka þátt með sínum hópi og fá í hendur námsgögn, lestrarefni og aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að halda áfram í daglegu skólalífi. Einnig á að veita foreldrum innsýn í starfið sem fram fer. Þótt tónlistarskólakennarinn starfi við tónlistarskóla er hann jafnframt hluti af starfsliði leikskólans. Meðal þess sem heyrir undir hann á að vera mánaðarleg starfsþjálfun fyrir skólastjórnendur og alla kennara leikskólans. Þar eru verkefni skólans á sviði tónlistar og listar skipulögð og fjallað um ýmislegt varðandi tónlist. Mikilvægt er að huga að hljóðfæra- og efniskosti leikskólans en þar eiga eftirtöld hljóðfæri að vera til: Orff- hljóðfæri, lítil ásláttarhljóðfæri, trommur, stafaspil, klukkuspil, tréspil, tónstafir og hljóðfæri með náttúrutónum víðs vegar að úr heiminum. Einnig hljóðfæri rík af yfirtónum og svo eftirfarandi hóp- hljóðfæri: Trommuborð, hljómvagga, stór trétromma og aðrar trommur af ýmsum stærðum og gerðum. Tónlistar- og leikskólakennarar leggja í samvinnu sinni áherslu á að tónlistin byggi á leikgetu, ímyndunarafli, til- finningalegri tjáningarþörf, hreyfingu og vilja til tjáskipta. Stéttirnar deila húmanískri mannssýn sem auðgar og auðveldar samstarf þeirra á milli. „Leikskólabörn eru heimsmeistarar í að læra,“ sagði dr. Regina. „Leikurinn er yfirgnæfandi í lífsmáta þeirra og lífsgleði sömuleiðis. Barnið tileinkar sér hratt hlutina og lærir í gegnum tilfinningalega Á kafi í tónlist! Lj ó sm y n d ir : k e g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.