Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF: SIGURjóN M. EGILSSON SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 „Um morguninn rigndi en lygndi síðdegis,“ las kennarinn og nemendurnir, sem allir voru yfir meðalaldri íslenskra námsmanna, sátu þegjandi og skrifuðu niður af bestu vitund og bestu getu. Færeyingurinn í bekknum rauf þögnina og sagði stundarhátt: „Síðdegis, síðdegis, hvað heldurðu að ég kunni að skrifa þetta helvítis síðdegis.“ Nemendur voru stórhentir, sterkir, duglegir og reyndir. Verið var að mennta skipstjóra og stýrimenn sem höfðu siglt um hafið án menntunar, voru með undanþágur. Sumir þeirra voru ekki bara skipstjórar eða stýrimenn, þeir voru líka útgerðarmenn. Þeir vildu kannski ekki í skóla en höfðu ekkert val. Ef þeir menntuðu sig ekki var ekki annað að gera en leita sér nýrrar vinnu. Það var hafið stríð gegn undanþágum. Sumir höfðu ekki komið í skólahús í áraraðir, jafnvel áratugi. Bekkurinn var sannanlega sérstakur og um leið var mikill samhugur innan hópsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Eða þannig. Íslenska er ekki öllum sjálfsögð. Hvenær er eitt enn og hvenær eru tvö enn. Og hvenær er ufsilon og hvenær er ekki ufsilon. Og hvenær er bara venjulegt i og hvenær ekki. Gildrurnar eru margar. Svo þegar menn koma saman, menn sem hafa jafnvel blekkt Landhelgisgæsluna, blekkt fiskmatið, og eiga allt undir því að ná prófi þá er leitað ráða og þau framkvæmd. Sá sem þótti skástur í íslensku fékk það hlutverk að gefa merki. Ef hann hélt vera að orð væri með ufsiloni var ákveðið að hann krosslegði fingur og hefði þá á borðbrúninni. Ef hann héldi að ætti að skrifa eitt enn, eða eitt ell eða eitt ká eða eitt gé, setti hann einn fingur fram af borðbrúninni og tvo fingur þegar það ætti við. Allir náðu íslenskuprófinu. Líka Færeyingurinn þrátt fyrir að hafa heitið sér því, og staðið við, að taka ekki þátt í svindlinu. Hann sat í næstu röð fyrir aftan merkjagjafann og þar sem Færeyingurinn hafði góða sjón gat hann lesið allt sem bekkjarfélaginn skrifaði á sitt blað. Það er nefnilega þannig að þegar nemandi þarf bæði að skrifa sitt próf og gefa öllum bekknum merki, skrifar hann hratt og hallar sér afturábak og tekur til við merkjagjöfina. Þá opnast leið fyrir velsjáandi Færeyinga. „Ég hætti að kíkja þegar við verum meira en hálfnaðir,“ sagði Færeyingurinn og bætti við að ef ekki væru margar villur hjá merkjagjafanum væri nokkuð tryggt að hann hefði náð fimm. Fannst reyndar verra að kannski væri fyrri helmingur prófsins villulaus en sá síðari morandi í villum. Þannig var það nú samt, en Færeyingurinn sem kíkti fram yfir mitt próf fékk sex í einkunn og hinum prófunum náði hann. Eftir þetta var hann skipstjóri í mörg ár. En þrátt fyrir að þegar kennsla hófst hafi nemendurnir kunnað manna best og manna mest að splæsa vír, hnýta pelastikk, taka í kríulöpp og slægja fisk og veiða Að borða ljóð Sigurjón M. Egilsson Ljósmynd: Gúndi. Ég las í blaði að ef maður borðar blaðsíður þá man maður allt sem stendur á þeim

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.