Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 6
Nú er æ meira rætt um mikilvægi þess að ala upp einstaklinga sem eru sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við þær hröðu breyt- ingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Rætt er um gildi þess að þroska ímyndunarafl, efla sjálfsmyndina og auka hæfni einstak- lingsins í samskiptum við aðra. Í aðal- námskrá er vísað til ögrandi verkefna sem efla frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, samstarfshæfni og hæfi- leika til tjáskipta, bæði í mæltu og rituðu máli. Að mati höfundar eru aðferðir leik- rænnar tjáningar og leiklistar leiðir sem stuðla að eflingu þessara þátta í þroskaferl- inu. Leiklist/leikræn tjáning getur tengst skólastarfi á mismunandi vegu. Í fyrsta lagi sem sjálfstæð námsgrein, leikmennt þar sem sérmenntaðir kennarar sjá um kennsl- una, einnig í tengslum við listasmiðjur af ýmsu tagi. Í öðru lagi er leikræn tjáning kennd í tengslum við aðrar listgreinar en líka á eigin forsendum. Sérmenntaðir kenn- arar kenna undirstöðuatriðin en starfa að öðru leyti með öðrum listgreinakennurum og bekkjarkennurum. Í þriðja lagi, eins og aðalnámskrá 1999 gerir ráð fyrir, sem að- ferð eða leið við kennslu annarra þátta og almennir kennarar annast kennsluna. Leik- ræn tjáning á að vera þverfagleg grein í ís- lensku grunnskólastarfi nú á dögum. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir að í leikrænni tjáningu og leiklist fær hver einstaklingur að njóta sín á eigin forsendum sem styrkir hann bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Leikræn tjáning opnar alls konar möguleika á samskiptamynstri og samfélagsmenntun þar sem barnið getur notið sín og heppnast það sem það er að fást við. Lykillinn að leikrænni tjáningu er að nemendur eru sett- ir í spor annarra um stundarsakir, þeir taka að sér hlutverk og gangast undir þær skuld- bindingar sem hlutverkið krefst af þeim. Nám eða skilningur á sér stað vegna þeirrar kröfu sem þessar aðstæður gera til þátttak- enda. Engin skýr mörk eru á milli leiklistar og leikrænnar tjáningar, í leiklist er stefnt markvisst að sýningu fyrir áhorfendur en í leikrænni tjáningu er reynsla þátttakenda meginmarkmiðið. Engu að síður er byggt á sömu grunnhugmynd, að setja sig í spor annarra. Í daglegu skólastarfi Þegar aðferðir leikrænnar tjáningar eru notaðar í kennslu er grunnhugmyndin sú að byggja á vissu námsefni en láta ímynd- unarafl og sköpunarhæfni nemenda njóta sín. Kennari notar leikrænar leiðir til að ná settum markmiðum og koma til móts við sem flest greindarsvið. Leikræn tjáning er þannig hluti af almennri kennslu án þess að sýning sé lokatakmark. Kennarar geta líka notað það námsefni sem nemendur eru að fjalla um og útbúið einhvers konar dagskrá eða sýningu, sem er þá skil á þemavinnu, þar sem samþættar eru til dæmis samfélags- fræði, íslenska og leikræn tjáning. Kennari sem notar aðferðir leikrænnar tjáningar við kennslu verður að tileinka sér vissa tækni, að flestu leyti er hún sú sama og hann notar daglega en hann þarf átta sig á mikilvægi líkamstjáningar, raddbeitingar og spurningatækni. Staðan nú og framtíðarsýn Ný námsgrein, falleg orð en ekkert námsefni og engar leiðbeiningar enn í und- irbúningi. Námsgagnastofnun hefur ekki peninga. Fyrst og fremst þarf að gefa út leiðbeiningar fyrir kennara. Best væri að gefa út hefti sem væri skrifað fyrir bekkjar- kennara og annað sem væri meira fyrir þá sem vilja setja upp sýningar, jafnvel mætti gera það þannig úr garði að það gæti nýst ungu fólki sem ætlar að setja upp eigin leik- sýningar. Í KHÍ fá allir nemar í staðbundnu námi í grunnskólaskor tveggja tíma kynningu á leikrænni tjáningu í skólastarfi og síðar er boðið upp á nokkur valnámskeið. Breyting- ar eiga sér nú stað á skipulagi kennara- námsins og óséð er hversu mikið rúm kennslufræði leiklistar fær, að mati höfund- ar væri best að tengja hana á einhvern hátt sem flestum greinum. Framhaldsnám í þessum fræðum væri verðugt samstarfsverkefni KHÍ og listahá- skóla og gæti að hluta til verið fjarnám. Kennarar fengju kennslu í kennslufræðum Leikræn t ján ing 8 ,,Að vera eða vera ekki.” Hin fleygu orð Shakespeares eiga við þegar fjall- að er um leiklist eða leikræna tján- ingu í skólastarfi. Reynslan hefur sýnt að margir minnast þess helst úr skólagöngunni þegar þeir komu fram fyrir félaga sína í hlutverki og fengu að ,,leika eða vera einhver annar en þeir sjálfir”. Margir minnast þess helst úr skólagöngunni þegar þeir komu fram fyrir félaga sína í hlut- verki og fengu að ,,leika eða vera einhver annar en þeir sjálfir“. Anna Jeppesen: „Leikræn tjáning á að vera þverfagleg grein í íslensku grunnskólastarfi nú á dögum.” Leiklist í grunnskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.