Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 44

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 44
UMSAGNIR Brunnirvegvísar Geirlaugur Magnússon: Þrítíð. Útg. höfundur, 1985. Þrítið Geirlaugs er trúlega ætlað að vera uppgjör við fortið, nútið og framtíð. Þrískipting bókarinnar í takt við tíðirnar skýrir hug- renningarnar sem oft eru faldar i myrkum myndum og tortæðri orðgnótt. Stundum kafnar tjáningin í orðum sem hrúgað er saman þannig að úr verður hálfgert þras, t.d.: á bronsöld vitmunnanna mylja steinaxirnar í þágu framtíðaruppgjafaraafla einhverra óbyggðra stjarnkerfa... (39) En oft er tjáningin þróttmikil og fylgin sér. Mörg Ijóðanna eru hlaðin einvherskonar lifsangist eða e.t.v. þessum margumtalaða lífsháska sem sagður er ómissandi fylginautur skálda. Þau birta hrellingar þess sem hefur „glatað fótfestunni... gleðinni... vilj- anum ... “ (58). Margur hefur leitað sér vegar i Ijóði af minna til- efni. „Óopinber heimsókn til fortíðar" heitir fyrsti hluti bókarinnar og hefur auk þess fyrirsögnina „Warszawa i áratuga fjarlægð". Má því ætla að austur þangað megi rekja minningarnar í þessum Ijóð- um sem einkennast af trega og ásökun. í útmálin samtiðarinnar í öðrum hluta hókarinnar, sem heitir „agúrkuspretta nútíðar", er áherslan á vonbrigði, baráttuþreytu og sjálfsgagnrýni. Það hefur snjóað yfir hugsjónirnar og draumana og „verst / er hræðslan / að finna ekki /spor sin i snjónum ...“ (51). Vanmáttur mannsins og uppgjöf birtast í martröð. Þróttleysi og værð ráða rikjum: 42

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.