Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 20
Körfubolti „Ég er gríðarlega stolt- ur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, eftir að hann var útnefndur besti leikmaður Domino’s-deildar karla á uppgjöri Körfuknattleikssam- bandsins í gær en það eru leikmenn, þjálfarar og forráðamenn liðanna sem kjósa ásamt sérstakri dómnefnd skipaðri fagmönnum. Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára gamall leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, var útnefnd besti leik- maður Domino’s-deildar kvenna en hún átti frábæra leiktíð með Suður- nesjaliðinu sem fór alla leið bæði í deild og bikar. Keflavíkurstúlkur sóp- uðu að sér verðlaunum en Birna Val- gerður Benónýsdóttir var besti ungi leikmaðurinn og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir besti varnarmaðurinn. KR-ingar áttu besta leikmann- inn og besta unga líkt og Keflavík í kvennakörfunni en Þórir Guðmund- ur Þorbjarnarson var útnefndur besti ungi leikmaður tímabilsins hjá körl- unum. Starfið hjá KR það flottasta „Ég hélt nú að menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór kíminn með verðlaunin í höndunum en hann fór ekki af stað fyrr en eftir áramót vegna meiðsla. Jón kom heim síðasta sumar og samdi við uppeldisfélagið en hann stóð uppi sem Íslands- og bikar- meistari í lok vetrar. „Að vinna fjóra titla í röð er rosa- legur áfangi. Þetta verður erfitt að toppa. Starfið sem KR er að vinna í körfunni er það flottasta á landinu í dag og við munum halda áfram að byggja ofan á þetta. Það er mikil- vægt að stjórnin og liðið slaki ekki á heldur haldi áfram að bæta ofan á þetta,“ sagði Jón Arnór, en hver er stefnan næsta vetur? „Mér finnst fimm titlar vera meiri yfirlýsing en fjórir titlar. Ég segi bara að framtíðin er björt í KR og svo er Benni Gumm kominn aftur heim. Það sýnir metnaðinn í Vesturbæn- um. Ég er persónulega mjög ánægð- ur að fá hann aftur heim. Hann ól mig upp í körfuboltanum og það er mikill fengur að fá hann. Framtíðin er björt og tímabilið æðislegt í alla staði. Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í vetur.“ Vill gera betur en mamma Jón Arnór er 34 ára og fer að líða undir lok hans ferils. Ferill Thelmu Dísar Ágústsdóttur er aftur á móti rétt að byrja. Þessi gríðarlega hæfi- leikaríka stúlka var besti ungi leik- maðurinn í fyrra en nú best allra í deildinni. „Við stóðum okkur ótrúlega vel í vetur, allar sem lið og þetta er það sem við erum að uppskera,“ segir Thelma en Keflavíkurliðið sópaði að sér verðlaunum í gær og vann allt sem í boði var. „Árangurinn sem við höfum náð er vonum framar. Við vissum alveg hversu góðar við erum en við bjugg- umst ekki alveg við þessum árangri í vetur. Allavega ekki ég. Þetta er alveg æðislegt,“ segir Thelma. Litlar líkur eru á að sú besta spili í Domino’s-deildinni á næstu leiktíð þar sem bandarískir háskólar eru byrjaðir að hafa samband og það er eitthvað sem heillar Suðurnesjast- úlkuna. „Ég er að skoða skóla úti núna og það kemur í ljós fljótlega. Mig langar að prófa þetta. Ég er búin að vera í sambandi við nokkra skóla úti. Ég er samt ekki alveg viss sjálf hvernig þetta fer,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís er dóttir Bjargar Haf- steinsdóttur, bestu skyttu í sögu kvennakörfuboltans, en hún vann fjölda titla með gullaldarliði Kefla- víkur á árum áður. Björg var einnig kjörin besti leikmaður tímabilsins árið 1990 og nú 27 árum seinna fetar dóttirin í fótspor hennar. Fyrst Thelma er byrjuð að vinna titla með ungu liði Keflavíkur og hefur verið kosin best einu sinni, er ekki stefnan að vinna fleiri verðlaun en mamma? „Jú, af hverju ekki?“ segir Thelma. tomas@365.is Fimm í röð eru flottari en fjórir Jón Arnór Stefánsson, KR, og Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík, voru útnefnd bestu leikmenn Domino’s- deildarinnar í gær. Jón Arnór spilar aftur með KR næsta vetur og ætlar að tryggja liðinu fimmta titilinn í röð. Jón Arnór Stefánsson og Thelma Dís Ágústsdóttir með verðlaun sín fyrir að vera bestu leikmenn tímabilsins. FRéTTAblAðið/EyþóR Domino’s-deild karla 2016-17 Úrvalsliðið: Matthías Orri Sigurðarson, ÍR, Logi Gunnarsson, Njarðvík, Jón Arnór Stefánsson, KR, Ólafur Ólafsson, Grindavík, Hlynur Bæringsson, Stjarnan. leikmaður ársins: Jón Arnór Stefánsson, KR þjálfari ársins: Jóhann Þór Ólafs- son, Grindavík besti ungi: Þórir Guðmundur Þor- bjarnarson, KR Varnarmaður ársins: Hlynur Bæringsson, Stjarnan besti erlendi leikmaðurinn: Amin Stevens, Keflavík Prúðasti leikmaðurinn: Tryggvi Hlinason, Þór Ak. Domino’s-deild kvenna 2016-17 Úrvalslið: Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell, Emelía Ósk Gunnars- dóttir, Keflavík, Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur, Ragna Margrét Brynjarsdóttir Stjarnan. leikmaður ársins: Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík þjálfari ársins: Sverrir Þór Sverris- son, Keflavík besti ungi: Birna Benónýsdóttir, Keflavík Varnarmaður ársins: Salbjörg Sævarsdóttir, Keflavík besti erlendi leikmaðurinn: Ariana Moorer, Keflavík Prúðasti leikmaðurinn: Salbjörg Sævarsdóttir, Keflavík Við vissum alveg hversu góðar við erum en við bjuggumst ekki alveg við þessum árangri í vetur. Allavega ekki ég. Thelma Dís Ágústsdóttir laugardagur: 11.20 Man. City - C. Palace Sport 13.25 Mönchen. - Augsburg Sport 13.25 Dortmund - Hoffen. Sport 2 16.15 burnley - WbA Sport 3 16.20 Swansea - Everton Sport 16.25 barcelona - Villarreal Sport 2 17.00 Wells Fargo Golfstöðin 18.00 leicester - Watford Sport 18.40 Granada - Real Madrid Sport 20.20 bournem. - Stoke Sport 2 22.00 Hull - Sunderland Sport 2 inkasso-deildin: 14.00 leiknir F. - Grótta 14.00 Fylkir - Grótta 14.00 þróttur - Haukar Sunnudagur: 12.20 liverpool - Southam. Sport 14.30 Upphitun Arsenal-Utd Sport 15.00 Arsenal - Man. Utd Sport 17.00 Wells Fargo Golfstöðin 19.00 Víkingur ó. - KR Sport 19.30 Toronto - Cleveland Sport 2 Pepsi-deild kvenna: 16.00 Fylkir - þór/KA Pepsi-deild karla: 17.00 Stjarnan - ÍbV 19.15 Víkingur ó. - KR Helgin BAnni MeSSi AFLÉTT Leikbannið sem Lionel Messi fékk fyrir að hella sér yfir aðstoðar- dómara í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM 2018 hefur verið fellt úr gildi. Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann af FiFA og tók fyrsta leikinn í því út gegn Bólivíu. Arg- entína tapaði leiknum 0-2. Argentínska knattspyrnusam- bandið áfrýjaði leikbanninu og það bar árangur. Messi getur því spilað með Argentínu í næsta leik í undankeppninni sem er gegn Úrúgvæ 31. ágúst næstkomandi. UppSeLT Á KRóATÍULeiKinn Allir fjögur þúsund miðarnir sem í boði voru til kaupa á landsleik Íslands og Króatíu þann 13. júní í undankeppni HM 2018 í Rússlandi seldust upp í gær. Ljóst er að færri komast að en vilja. Laugardalsvöllur tekur tæplega tíu þúsund manns í sæti. Áður en keppni hófst í undankeppninni setti KSÍ á sölu miða sem giltu á alla heimaleiki Íslands. Um tvö þúsund miðar seldust. Þá eiga Króatar rétt á tíu prósent miðanna, tveimur hólfum í norðurenda austurstúkunnar, tæplega eitt þúsund miðum. eftir standa tæplega þrjú þúsund miðar sem fara til samstarfsaðila KSÍ. Þetta verður í fjórða skiptið á fjórum árum sem þjóðirnar mæt- ast á knattspyrnuvellinum. Marka- laust jafntefli varð í Laugardalnum í nóvember 2013 en Króatar unnu báða leikina í Zagreb 2-0. Króatar eru í efsta sæti i-riðils með 13 stig en Ísland í öðru sæti með 10 stig. Með sigri komast því Íslendingar upp að hlið Króata í toppsæti riðilsins. leiknir R. - Keflavík 1-1 0-1 Jeppe Hansen, víti (15.), 1-1 Kolbeinn Kárason (69.). HK - Fram 1-2 0-1 Ivan Bubalo (44.), 0-2 Helgi Guðjónsson (49.), 1-2 Árni Arnarson (90.). Selfoss - ÍR 1-0 1-0 Ivan Martinez Gutierrez (11.). Nýjast inkasso-deildin 6 . m a í 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r20 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -4 B 5 0 1 C C F -4 A 1 4 1 C C F -4 8 D 8 1 C C F -4 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.