Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 14.–17. október 201616 Fréttir Erlent S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Sunnudaginn 16. október verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. Sala • Kaup • Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS Safnaramarkaður www.mynt.is sunnudagur 16. okt. Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Konungurinn sem ríkt hafði lengst allra kveður n Vellauðugur, virtur, dáður og dýrkaður í Taílandi n Bhumibol Adulyadej látinn, 88 ára að aldri B humibol Adulyadej, konung- ur Taílands, lést á fimmtudag 88 ára að aldri. Bhumibol var þaulsætnasti konung- borni þjóðhöfðingi í heim- inum eftir 70 ár í konungsstól. Hann var elskaður og dáður alla tíð af þjóð sinni og var hann orðinn goðumlík- ur maður í hugum allra Taílendinga. Hann hafði glímt við veikindi síðast- liðin ár. Það er Elísabet Bretlands- drottning sem nú hefur setið lengst allra konungborinna, en hún tók við völdum árið 1952 eða fyrir 64 árum. Þegar Bhumibol var upp á sitt besta gat þessi grannvaxni, lágróma maður kveðið valdarán og uppreisnir í kútinn með nokkrum vel völdum orðum eða bendingum. Svo valdamikill var hann. DV tók saman nokkrar vel valdar staðreyndir um þennan dáðasta son Taílands sem þjóðin syrgir nú svo sárt. Úttektin byggir á upplýsingum frá Reuters- fréttastofunni. n Fæddur í Bandaríkjunum Bhumibol fæddist 5. desember 1928 í Cambridge, Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var annar sonur Mahidol prins sem var í læknanámi við hinn virta Harvard-háskóla á þessum tíma. Fjölskyldan Bhumibol kvæntist Sirikit Kitiyakara þann 28. apríl árið 1950. Saman áttu hjónin þrjár dætur og son, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn sem fæddist árið 1952. Hann var fyrsti karlkyns erfinginn til að fæðast ríkjandi konungi í 59 ár. 18 ára til valda Bhumibol komst til valda þegar hann var 18 ára gamall eftir að eldri bróðir hans lést eftir byssuskot. Dauði hans var aldrei upplýstur. Bhumibol frestaði krýningu sinni til 1950 til að geta lokið námi í Sviss. Á þeim tíma var herstjórn við völd í Taílandi og framtíð konung- dæmisins fjarri því tryggð. Faðir þjóðar Í hugum margra var Bhumibol hálfguð og álitinn landsfaðir, dýrkaður og dáður. Það hjálpaði reyndar til að það er ekki aðeins litið hornauga að gagnrýna kon- unginn og konungsfjölskylduna heldur er það hreinlega bannað með lögum. Því keppast verslanir, veitingahús, heimili og raunar allir sem vettlingi geta valdið við að prýða híbýli sín með myndum af konungnum. Virtur og valdamikill Í Taílandi er þingbundin konungsstjórn en hversu dáð konungsfjölskyldan er gerir það að verkum að í þau fáu skipti sem hún skiptir sér af stjórnmálum, þá eru áhrifin þeim mun meiri. Bhumibol var því mikill áhrifavaldur í stefnumótun ríkisstjórna. Á valdatíma Bhumibol voru gerðar á annan tug valdarána og valdaránstil- rauna. En það er til marks um völd Bhumibol að allar fylkingar lýstu ávallt yfir hollustu við hann. Sameiningartákn Í október 1973 skarst Bhumibol í leikinn þegar blóðug mótmæli ungmenna og nemenda gegn herstjórn landsins stóð sem hæst. Sannfærði hann hershöfðingjana um að stíga til hliðar og yfirgefa landið. Í maí 1992 greip hann aftur inn í blóðug átök hermanna og mótmælenda úr röðum lýðræðissinna sem á þremur dögum höfðu kostað fjölmarga lífið og hundruð höfðu særst. Djassari Bhumibol leyndi á sér því undir skraut- legum og ríkmannlegum klæðaburði konungs leyndist mikill djassáhuga- maður, saxófónleikari og tónskáld sem meðal annars varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að spila með mörgum þekktustu djassleikurum heims, þar á meðal Benny Goodman. Þá var hann mikill áhugamaður um ljósmyndun. Vellauðugur Bhumibol var ekki aðeins lengi við völd heldur var hann einn ríkasti maður veraldar. Forbes áætlaði árið 2011 að konungurinn væri metinn á ríflega 30 milljarða Bandaríkjadala. Naumhyggja Konungurinn var ekki þekktur fyrir bruðl né yfirgengilegan lífsstíl þrátt fyrir auð sinn en hann leyfði sér nú hinar ýmsu lystisemdir nútímakonunga á borð við snekkjur og gullslegna konunglega einkennisbúninga. Valdamikill, virtur og dáður Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, lést á fimmtudag 88 ára að aldri. Hann hafði ríkt í 70 ár. Mynd EPA Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Hjón í 66 ár Bhumibol konungur og Sirikit drottn- ing gengu í hjónaband árið 1950. Hún hefur lítið sést opinberlega síðustu ár. Mynd EPA Erfinginn Krónprinsinn Maha Vajiralongkorn (t.h.) mun að óbreyttu taka við af föður sínum sem útnefndi hann sem arftaka sinn árið 1970. Mynd EPA Þjóðarsorg Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir eins árs þjóðarsorg við andlát Bhumibol konungs. Flaggað verður í hálfa stöng í landinu í 30 daga og engir viðburðir á vegum ríkisstjórnarinnar verða haldnir á meðan Taílendingar syrgja. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.