Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 11

Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 11
187 j$í álennoroíjloðið cið sólosf ? Það liggui' allbeint við að koma með aðj a spumingu á móti: Er nokkuð hætt við að svo faji, þar sem það heflr þó nokkui n fjárstyj k frá Kennarafélagínu, og þar sem búast mætti við, að það hefði alla barnakennara landsiris og jafnvel alla kennara þjóðarinnar sér að bakhjarli? Útgefandi blaðsins segir hættuna mikla, því að þrátt fyrir fjárstyrkinn só ekkert útlit fyi ir að boigað faist beint útlagt fé fyiir það, hvað þá einn eyrir fyrir alla fyrirhöfnina. Hvernig stendur á slíku? Það stendur blátt áfram svo á því, að kaupendur eru sára fáir, og ýmsir þeir, sem blaðið er sent, gera enga grein fyrir, hvort þeir vilja liafa það eða ekki, og senda þá náttúrlega ekki heldur neina borgun fyi ir það. En það oru sjálfsagt ekki kennarar, sem svo fara að ráði sínu ? Að vísu ekki allir, en ýmsir kennarar eru og með þessu markinu brendir; þeir þegja, þótt þeir sóu ávarp- aðir og láta ekki neitt um það vita, hvort þeir viJji hafa Kenn- arablaðið í húsum sínum, né heldur um það, hvort þeir vilji leggja frarn andvirði þess, til þess að fá það til frambúðar. En er þá ekki hreinn óþarfi að vera að spyija að því, hvort Kenn- arablaðið eigi að sálast? Er ekki sjálfsagt að lofa því að iogn- ast út af, fyrst svo er, að fjölmargir þeirra, sem það er einkum ætlað, vilja hvorki lireifa hönd né fót til að halda í því líftór- unni, né ieggja neitt af mörkum við það eða fyrir það? Er það ekki sjálfsagt að lofa því að hverfa úr sögunni, fyrst þeir em svo sárfáir, eins og útgefandinn segir þá vera, er virðast hafa nokkuð að segja í kennarabiaði eða þykjast þurfa um nokkuð að fræðast af kennarablaði? Frá þeirra sjónarmiði, sem voru frumkvöðlar þess að blaðið væri stofnað, og sérstak- lega frá sjónarmiði útgefandans, sem hefir lagt það á sig að leggja fram tíma og jafnvel fó, til þess að halda blaðinu úti, getur það varla verið. Peim mun finnast þörfin alveg eins mikil eins og fyrir ári síðan, enda ekki ólíklegt að þeim flnn- ist hún í sjálfu sér enn meiri en þá, þar sem þeir af undir- tektunum undir blaðið munu þykjast sjá enn meiri deyfð, enn meira áhugaleysi á málum þeim, er lúta að uppeldi barna, en þeir gerðu sér í hugarlund, og það einmitt hjá kennurunum sjálfum. Uppeldismál hverrar þjóðar — ekki sízt þjóðar, sem fremur er skamt á veg komin í menningu — eru þó sjálfsagt svo mikilvæg, að þau eiga það fyllilega skilið, að þau séu rædd að Úio á móts við önnur nytsemdarmál þjóðarinnar, hvort sem það nú eru stjórnarskrármál, bankamál eða annað. í’örfin ætti

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.