Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 12

Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 12
188 því að vera ærið mikil á því að vekja kennarana til að ræða þessi mál. En vandi er að íinna ráð til þess. Að vísu mætti segja, að þeim sem er það áhugamál að Kennarablaðið haldi áfram, ætti ekki að vera ofvaxið að kaupa æði mörg eintök af því og senda þau svo ókeypis heim á heimili kennaranna að minsta kosti. En það er svo hætt við, að það færi líkt með þetta blað og ýmsa aðra ókeypis ritlinga og blöð, að því yrði kastað ólesnu í ruslaskrínuna. Ef vei ætti að vera, mundi ekki veita af að senda mann með hverju blaði til að lesa það upp fyrir móttakanda til að spara honum ómakið að lesa það sjálfur. En það yrði sjált'sagt of dýrt spaug og fóvant til þess. Það liggur þvi líklega ekki annað fyrir heldur en enn á ný að leita til ykkar kennaranna, og spyrja ykkur, hvort þið séuð svo and- lega og líkamlega volaðir og niðurbeygðir, að þið hafið ekki rænu á að segja neitt Eða eruð þið svo örvæntingarfullir um allar framfarir og hagsbætur, að þið teljið það árangurslaust að setja á prent óskir um nokkurn hlut snertandi starfykkar? Haflð þið ekkert að segja, sem ykkur langar til að setja í Kennarablaðið, og Jangar ykkur um ekkert að fræðast, sem þið getið búist við að sjá í kermarablaði, en fara á mis við að öðr- um kosti? Yíst er það, að skókreppa íslenzkra barnakennara er megn, en sé hún svo megn, að svona sé kornið, þá er lítil von um að þið getið bjargað ykkur sjálfir eða gert starf ykkar að blessunarstarfi — og máske getur enginn það — og þá er líklega hvorki hægt að bjarga blaðinu ykkar né vert að reyna það. Látið nú eitthvað til ykkar heyra um það, hvað þið vijið og hvað þið getið, þið gerið sjálfsagt útgefanda Kennarablaðs- ins, og öðrurn, er því unna, þægt. verk með því. Eveldúlfur. Kennarafundiirinn i Kristianía byrjaði 7. ágúst með guðsþjónustu í tveimur stærstu kirkjum borgarinnar, Frelsaranskirkju og Þrenningarkirkju; fluttu þeir Vexelsen (Statsraad) og Klaveness ræðurnar. Eitthvað á 6. þúsund manns voru þegar í byrjun komnir á fundinn, og margir hafa eflaust komið síðar. Hann átti að standa yíir í 4 daga. Á fund þennan fóru: Björn M. Ólsen rektor, Morten Hansen skólastjóri, Sigurður Sigurðsson kennari í Mýrarhúsum og Haildóra Bjarnadóttir kenslukona í Reykjavík. Útgefandi: Siguebub Jónsson, barnakennari, Reykjavík. Aldar-prentemiðj a.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.