Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						Föstudagur 28. ágúst 198i he/garpósturinn.
manna iitt skiljanlegt og þess-
vegna freistandi til skrauts og
lærdómslistarlegrar sýningar i
skáldverki, sem á að gera lukku.
En höfundinum hefir annaðhvort
verið farin aö fyrnast merking
þessa orðatiltækis eða hann hefir
misskilið hana frá upphafi, þvi að
hann virðist ætla, að hriflinga-
björg séu klettabjörg eða kletta-
'hjallar, sem steinninn hafi
skondrað framaf niður gilið eða
fjallshliðina.
Þetta orðatiltæki kemur ekki
fyrir i orðabók Blöndals. En þar
næsta augabragði. Þannig er
huga hans haldið i spani, þar til
reyfaranum lýkur, án þess að
þetta stórkostlega hafi nokkurn-
tima komið, og lesandanum
finnst i lokin, að hann hafi gleypt
vind.
Rembistill. Stilhöfundurinn
tekur til þakka, ef þess er getið,
að rembistíll skapast við það átak
að koma einhverju digru gegnum
eitthvað þröngt.
Ræpustillinn ber stundum fag-
urt blómstur, sem nefnist skraut-
ræpustill.
er, og enginn er ööruvfsi en hann
ritar. Skortur á einfaldleika,
vöntun á því að vera náttúrlegur
maður í hugrenningum og dag-
fari, er kvilli, sem margan lýtir.
Hann á sér rætur i ýmiskonar
komplexum og óarunum i sálum
manna. Þá verða allir hlutir að
„vandamálum", og eittaf vanda-
málunum er þetta : Hvernig á ég
að skrifa til þess að ég taki mig
vel út? Þannig skapast stilar.
Ég er einfaldur og komplexa-
laus eins og sauður. Þessvegna
skrifa ég engan sti'l. Minar hug-
Þórbergur Þórðarson: .....tekið skal fram að Þórbergur Þóröarson
hefir engan stil".
Gunnar   Gunnarsson:
„Rembistill"
„Enginn
en hann
Einar   Olgeirsson:
„TómahljóðsstiH"
er öðruvísi
ritar"
Halldór Kiljan Lax-
ness: „Hriflinga-
bjargastíll, freistandi
til skrauts og lærdéms-
listarlegrar sýningar í
skáldverki, sem á að
gera lukku".
Hallgrimur  Jónasson:
„FífilbrekkustlU"
Spretthlauparastill er lika
kunnur undir nafninu galopaði-
stiD.
Svefnrofastill li'kist  þvi, er
i ritgerð Þórbergs Þórðarsonar „Einum kennt — öðrum bent"
tekur höfundur fyrir rithátt og stilbrögð sem eru honum ekki að
skapi. Sem dæmi tekur Þórbergur „Hornstrendingabók" eftir Þor-
leif Bjarnason kennara. i henni þóttist Þórbergur finna flest þau
dæmi um islenska málnotkun, sem hann var litt hrifinn af. Þorberg-
ur gaf þessum dæmum ýmis frumleg nöfn, svo sem lágkúra, skallar
og pissudúkkustill. Eins og Þórbergur bendir sjálfur á er ástæðan
fyrir þvi að hann velur Hornstrendingabók fremur en aðrar bækur
sú, að „Mér fannst Hornstrendingabók að sumu leyti hentugur texti
til að leggja út af og koma á framfæri þvi, sem mér hefur lengi
leikið hugur á að segja um þær þrjár meginmeinsemdir i rithætti
vorum, sem hér hefur hlotið nafnið uppskafning, lágkúra og
ruglandi. Þetta greinarkorn er þvl ekki hugsað sem einstæður rit-
dómur um verk Þorleifs Bjarnasonar. Það á engu að siður að þéna
sem Iitill vasaspegill, er fleiri höfundar, bæði ég og aðrir, ættu að
geta séðisinn eigin sjúkleika." (Einumkennt — öðrum bent. bls. 51.
Ýmislegar ritgerð. 11.)
Þessi ritgerð Þórbergs kom fyrst út árið 1944. i júnimánuði 1953
skrifar Þórbergur dr. Stefáni Einarssyni bókmenntafræðingi bréf,
þar sem hann tekur fyrir það sem hann kallar „N'okkrar persónu-
legar stiltegundir" og ráðleggur Stefáni að notfæra sér þær "i rétt
óútkomnu bókmenntafræðiriti hans. Þórbergur leggur hér út af stll-
heitum runnum frá Viimundi landlækni. Helgarpósturinn hefur
komist yfir þetta sendibréf og birtist það hér með leyfi ekkju Þór-
bergs, Margrétar Jónsdóttur.
Nokkrar persónulegar stil-
tegundir.
Andarteppustfll:   Hallgrimur
Jónsson;
Dingulstill:   Vilhjálmur   Þ.
Gislason
Fifilbrekkustill, Pálmi Hannes-
son, Hallgrimur Jónasson.
Hriflingarbjargastill: Halldór
Kiljan Laxness, Kristmann Guð-
mundsson, Olafur Jóhann Sig-
urðsson.
KapitolustiU: Jónas Jónsson
Pjattstíll: Guðmundur Friðjóns-
son, Þorkell Jóhannesson,
Benedikt Gislason.
Rembistíll: Sigurður Guðmunds-
son, Steingrimur Þ., Gunnar
. Gunnarsson.
Ræpustill:  Guðmundur  Hagalin.
Smjattstlll; Helgi Hjörvar.
Spakvitringsstill'.  Sigurður
Nordal, Einar Olafsson.
Spretthlauparastill: Björn Sigfús-
son.
Svefnrofastill:  Dúngal og fleiri
læknar.
Timeo-Danaostfll; Jón Helgason.
Tekið skal fram að Þörbergur
Þórðarson hefir engan stil.
Kuskstfll: Benjamin Sivaldason.
Tómahljóðsstill: Sigurgeir
biskup, Einar Olgeirsson.
Reykjavfk 29. juní 1953
Kæri vinur,
Ég hefi langar tiðir legið undir
miklum áföllum minnar sam-
vizku fyrir að hafa ekki svarað
bréfi þi'nu frá í vetur. Nú mundi
ósættlengur á minu lifsins hafi, ef
ég iéti undir höfuð leggjast að
anza Hnum þinum, dagsettum 16.
júni.
Þá er þér það fyrst að segja, að
eftir mig hefir ekkert komið út I
bókarformisiðan haustið 1950. Þá
lauk ævisögu séra Árna i sex
bindum. Það haust komu líka á
markaðinn þrjár Utgáfur af bréfi
til Láru, þriðja og fjorða lítgáfa
hjá Máliog menningu, en fimmta
útgáfan hjá Helgafelli. Fyrsta Ut-
gáf a þeirrar bdkar kom Ut i des-
— EG.
ember 1924 og önnur i febrúar
1925. Um þetta munu fleiri orð
óþörf.
Vilmundur landlæknir sendir
þér á hjálögðu blaði stilfræði sína.
HUn er ekki mikil fyrirferðar. En
þess eru dæmi i bokmenntum og
visindum, að fáorðar hugsanir
hafa opinberað mikil sannindi,
jafnvel valdið aldahvörfum. Höf-
undurinn hefir mælst til þess, að
ég léti fylgja l'tilsháttar Utlistanir
áþeim stilheitum, sem ekki skýra
sig sjálf svo greinilega, að af
hljötist uppljómun með lesandan-
um.
Andarteppustlll, setningar ör-
stuttar og snöggar, eins og höf-
undurinn eigi erfitt með andar-
drátt, standi á öndinni. (Oss
minnir, að höfundur stilfræðinnar
flokki Valtý Stefánsson undir
þessa stilsnilli.)
DingulstiII, upphaflega lika
nefndur pendUlstíll, mun þér auð-
skilið. Sálarþrekið dinglar jafnt
til beggja hliða frá þyngdar-
pUnktinum eins ogdingullí sigur-
verki. Ef sögð er jákvæð, eða
hrósandi eða greindarleg setning
um einhvern hlut, er hún milduð
með annarri, sem inniheldur
svipaðan þunga af neikvæði eða
íytandi eða meiningarleysu.
Hriflingabjargastfll þarf nokk-
urrar Utskýringar við. Halldór
Kiljan Laxness segir i einhverri
bók sinni, að steinn hafi farið á
hriflingabjörgum niður gil eða
fjallshlið. í orðasafni minu, sem
Halldór hafði nokkur kynni af i
eina tfð, ætla ég að fyrirfinnist
orðatiltækið að fara á hriflinga-
björgum, hvort sem hann hefir
það þaðan eða úr annarri átt.
Orðatiltækið þýðir að ferðast með
hjálp manna, á þann veg, að ein-
hver skýtur undir ferðalanginn
hesti, nokkurn spöl, annar ferjar
hann máske yfir vik eða vog, sá
þriðji ljær honum ef til vill dróg
lengra áleiðis o.s.frv. Orðatiltæk-
ið hljómar dálitið skringilega, er
þar  að  auki  fágætt,  og  þorra
er kvenkynsorðið hriflingabjörg
og er utlagt „det at leve fra
Haanden og i Munden". Einnig
finnst þar hrifling (flt. hrifling-
ar), kvenkyns, og þýðir (hrifs)
Rapseri, Sammenskrab.
Nú tengir stflhöfundurinn þann-
ig saman: Steinninn, sem fór á
hriflingabjörgum niður gilið eða
fjallshliðina, er táknrænn fyriir
stil Halldórs Kiljan. Hann hrifsar
tii sin orð og orðasambönd héðan
og þaðan og stillir þessu Ut i rit-
verkum sinum. En þessir Utstill-
ingar standa venjulega ekki i
neinu lifrænu samhengi við um-
hverfisittog hreppa stundum þær
meðferðir, að vera notaðir i
skökkum merkingum, hvort-
tveggja vegna þess, að þeir eru
rapseri, sammenskrab, en ekki
lifandi gróður, sem dafnað hefur
innra með höfundinum og sam-
lagast sálarlifi hans eins og mælt
mal. Hann skrifar islenzku eins
og Utlendingur, sem hefur lært
málið á bók.
Þetta mun nU hvitasunnusöfn-
uðinum þykja seigur biti.
Kapitólustill. Herra Jónas
Jónsson ritaði i Skinfaxa forðum
daga skarpa ádeilu á reyfarabók-
menntir og reyfaralestur, og fékk
Kapítóla, drottningarblómi
þeirra tima reyfara, óþvegnar
hUðflettingar i þeim pistli. Höfund-
ur stilfræðimar telur sig meina,
að þessi hirting hafi haft þvilik
áhrif, að alla tið siðan skammist
fdlk sín fyrir að lata það komast
upp um sig, að það lesi reyfara.
Einkennilegast við þessa ádeilu.
var þó það, að hUn var fyrst og
fremst hUðstrýking á sjálfum
greinarhöfundinum, enda verða
menn aldrei jafnskörulegir i refs-
ingum og þegar þeir refsa sjálf-
um sér. Herra Jónas hafði lesið
reyfara eins og fleiri ungir menn
þá og siðar, og hann dáðist að
þessum bókmenntum. Seinna
komst hann að raun um, að þetta
voru ekki kallaðar bókmenntir,
og að þeir voru kallaðir fremur
litlir bókvitsmenn, sem lögðu sig
niður við reyfaralestur. Þá skrif-
ar hann sinn fræga hirtingarpistil
iSkinfaxa til þess að þvo af sér þá
sman aðhafa verið i samneyti við
þessa smekkskussa á fagrar bók-
menntir.
En „1 átthagana andinn leitar,
þoeiséloðiðþar tilbeitar".Göm-
ul aðdáun hirtingarmeistarans á
KaDÍtólubókmenntunum plUs
nokkru Guðs tillagi i ásköpuðu
innræti dró þann dilk á eftir sér,
að hann varð innlyksa i reyfara-
gerðinni og Kapitðla varð honum
fyrirmynd i stflsnilli. Hann varð
frægasti reyfarahöfundur allra
tima á lslandi, bæði að Imyndun-
ariþrótt, handtéringu á efni og
stílshætti.
Einkenni Kapitólustilsins er
spennan. Það er sagður spenn-
andi reyfari, og hann er þannig
stilsettur, að lesandinn býst við
einhverju stórkostlegu á hverju
rtfelgarpósturinn
birtir áður óbirt
sendibréf
frá Þórbergi
Þórðarsyni, þar
sem hann tekur
íslenska rit-
höfunda til bæna
maður talar uppUr svefnrofum.
Þá eru hugmyndir hans um sjálf-
an sig i þvi ástandi, að honum
finnst það, sem hann segir, vera
býsna snjallt og óaðfinnanlega
rökrétt. En nokkuð annað verður
uppá teningnum, þegar ræðan er
skyggnd uppi við ljós vökunnar. 1
svefnrofastil geta til dæmis kom-
ið fyrir orð, sem ekki standa i
neinu rökrænu sambandi við önn-
ur orð i setningunni.
Timeo-Danaostill einkennist af
meydómslegri feimni eður ótta
við samfarir við danskan stils-
máta, ótta við að úr pennanum
hrjóti setning, sem minnt gæti á
danskt orðalag. Ef ekki er hægt
aö koma setningunni svo saman,
að óhugsandi sé að finna ættar-
mót með henni og dönskunni, þd
er hætt við að segja hugsunina.
NU m un ég hafa sagt flest af
þvi efni til, sem höfundurinn ósk-
aði að fylgdi til skýringar hinni
orðknöppu stilfræði sinni. En það
er vitanlega orðað á annan veg og
af minni hæfni en hann mundi
sjálfur gert hafa.
Að endingu langar mig til að
klingja Ut með litilli hugleiðingu
frá eigin brjósti.
Það mun ekki fara framhjá
mannþekkingu þinni, að framan-
rituð stíleinkenni eru runnin frá
lasleikum i salarlifi stilhafanna,
ræfildómi i hugprýði (dingul-
still), tilburðum til að taka sig
glæsilega Ut fyrir augum lesend-
anna (andarteppustill, fifil-
brekkustill, hriflingabjargastfll,
pjattstfll, rembistill, ræpustfll og
spakvitringastill), sjálfsánægju
(smjattstill), svindilnáttúru beitt
i þágu drottnunarsýki (kapítólu-
still), geðbilunarsnerti (sprett-
hláuparastill, Sbr. að geðbilaðir
menn taka stundum allt i einu
spretti á göngu og stánda kyrrir á
milli og stara) og andlegri van-
getu (svefnrofastfll). Um nátturu
timeo-danaóstilsins vil ég ekki t já
mig að svo stöddu.
Þessi stilfræði Vilmundar er
með öðrum orðum fyrst og fremst
karakterstflfræði og að liUum
hluta heilsufarsstilfræði og
gáfnastilfræði. Og það er stað-
reynd.semekkiþarf að rökstyðja
frekar, að Uinræti manna, gáfur
og andlegt heilsufar birtist engu
siður i stil þeirra en annarri
framkomu
Enginn ritar öðruvisi en hann
myndir um stil hafa lika lengi
verið þær, að hann eigi að
streyma fram eins og sjálfkrafa,
átakalaust, sundurgerðarlaust
eins og sóíarljósið, felandi i sér
alla þess liti og fjörgjaf a. A yfir-
borðinu verkar slikur ritháttur
eins og stilleysa, en er þó í sann-
leika sti'U alira tima, sem aldrei
eldist og aldrei deyr, meðan á
jörðinni finnast óbrotnir menn
með einföld hjörtu.
Allir aðrir stilar eru timabund-
in sköpunarverk, fædd af andlegri
óáran.sem aftur mótast af menn-
ingarástandi og aldarhætti sinnar
tiðar. Þeir geta verið skemmtileg
tilbreyting á sýningarsviði ritlist-
ar. En þeir bera i sér þann skapa-
dóni aö deyjaUt með óáraninni og
menningarástandinu og aldar-
hættinum, sem ól þá.
Með þessum hugleiðingum er
egekkiaðfáþig til aö trúa þvi, að
ég riti stilallra alda, þvi að stil-
leysa getur lika stafað af hæfi-
leikaleysi til rithófundaskapar.
Enef stilleysa min skyldi ekki
vera af þeim vangeturtítum runn-
in, þá mundi ég finna mig þar i
byggðum staddan, sem ég væri
ekki einstæðingur. Höfundur
Njálu skrifar engan stll. Hann er
ekki að strefa við að vera neitt.
Hann er. Sigurður Kristófer Pét-
ursson gerði niikið Ur þvi í min
eyru, hve hrynjandin I stíl Jön-
asar Hallgrimssonar væri bág-
borin. Hann skrifaði engan stil.
Hann skeineins og fagurt ljos. En
Sigurður var i leit að stíl. Arni
prófastur Þórarinsson hafði eng-
an stil, og þó var hann frumleg-
astur allra manna. Þessvegna
mun ævisaga hans lengi lita.
Heine ritaði engan stil. Það er
máske þessvegna, að þýskur al-
menningur gleypti viö Buch der
Lieder eins og sveitungar minir
við frönsku duggukexi, yfirlætis-
lausu i ferhyrningi sinum. Bók-
menntaf ræðingur hefir sagt mér,
að Shakespeare og Flaubert hafi
engan stfl skrifað.
Musíkf róður maður hefir frætt
mig um það, að Mozart hafi sneitt
hjá sti'lum i tónsmiðum sinum.
Fyrir þvi hafi enginn aldur færst
yfir verk hans. Hinsvegar hafi
Beethoven beitt stilum, enda sé
fariim að verða Ureltukeimur af
sumu í hans kompositionum.
Þetta væri merkilegt rannsókn-
arefni, sem mig langaði til að
vekjaá athygli þina, en ekki til að
klUðra ljóma yfir stilleysu mina.
Eg er enginn maður til að gera
því frekari skil. En þU hefir skil-
yrði til að gera betur, og þá nyti
ég þar kanske góðs af, ef ég yrði
ekki áður kominn til Bláu eyjar-
innar eða i hinn staðinn.
Eg vona, að þU takir st&heiti
Vilmundarupp i viðeigandi staði i
bókmenntasögu þinni. Þau gera
mikla lukku hér i byggðum, þykja
meðal annars hitta naglann nokk-
uð nett á höfuðið. Hann biður að
heilsa þér. Kveðja frá Margréti.
Svo i Guðs friði.
Mahatma Thordarcharaka
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28