Helgarpósturinn - 03.09.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 03.09.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 3. september 1982 _J~lelgBi-- -Posturinn. Eru „sannir íslendingar Ingólfur Arnarson landnámsmaður: Stuðla ber að þvi, að landsmenn verði alltaf eins og afkomendur hans og annarra garpa er hér námu land. „Teljum það varasamt ef öllu er sleppt lausu” haft einhvern áhuga á mannfræði og sögu lands og þjóðar. Ég held að það sé dálitið útbreitt, að menn séu farnir að verða dálitið uggandi um framtið þjóðarinnar. Eins og þarna kemur fram, teljum við það varasamt, þegar litið er á smæð þjóöarinnar, ef þvi er öllu sleppt lausu, sem hingað kynni að vilja leita. Það er oft talað um, að það sé mjög æskilegt að Græn- lendingar og Lappar haldi við sinum sérkennum, og við erum ekkert stærri gagnvart hinum stóra heimi heldur en þessar litlu þjóðir”. — Hafiði einhverja ástæðu til að óttast það, að Islend- ingar séu að hverfa, eða muni i framtiðinni hverfa af sjónarsviðinu? „Þúhefur nú kannski komið til Danmerkur og það er að verða töluvert ólikur litur og svipur á mannfjöldanum þar viða, heldur en var þegar þú varst barn. Ef allt fer á sama veg og sömu stefnu er haldið, eða sama stefnuleysi, getur ekki hjá þvi farið, aðþaðknýi viðar aðdyrum”. Hingað og ekki lengra — Þið talið um að takmarka innflutning fólks af óskyld- um kynstofnum til landsins, hvernig viljið þið gera það? „Þetta er fyrst og fremst sett fram sem markmið. Það er byrjunin, að þetta markmið kemur fram og það getur vakið umræður, og það getur auðvitað vakið nýjar hugs- anir. Framkvæmdin erekkiaðýkjamikluleyti byrjuð. Ég er sannfærður, að ef rétt væri á málum haldið, mundu finnast ráð, þó ég geti nú ekki gert grein fyrir þeim i stuttu máli”. — Ertu þá að meina að það ætti kannski að banna fólki sem ekki hefur hvitan litarhátt, að búa hér á landi? „Við erum ákaflega fjarri öllum einstrengingshætti i þessu. Við viljum marka heildarstefnu, sem gæti haft áhrif á þróun málanna, en við erum frábitnir nauðung gagnvart einstaklingum”. — En hvaða augum litið þið þá aðra útlendinga? „Ég get sagt það i stuttu máli. Þó að flytjist inn eitthvað af fólki af mjög likum eða skyldum þjóðum, breytir það ekki mynd eða gerð þjóðarinnar að neinu ráði. En ef það flyst jafn mikið eða miklu meira af annars konar fólki, þá breytir það þjóðinni og hún verður óþekkjanleg”. — En erum viö það sérstakir, að það þurfi að stuðla að varðveislu islenska þjóðstofnsins? „Hvað finnst þér um það, er þér alveg sama þótt hann hverfi? Við viljum, að menn fari að mynda sér skoðanir á þessum hlutum, að þaö verði málfrelsi um þá og að menn geti farið að ræða þessi mál. Það er ekki lýðræði ef menn mega ekki ræða mál”. Lýðræðislegur hugsunarháttur — Maður heyrir það i fréttum, að á siðustu árum hafikomiðuppmikiðkynþáttahatur iEvrópu. Er það eitt- hvað slikt, sem þið eruð að predika? „Ég tel það vera allt að þvi sams konar hugarfar gagn- vart okkur að bera okkur slikt á brýn. Við leggjum áherslu á það, að við byggjum þetta á lýðræðislegum hugsunar- hætti, eins og þú sérð, ef þú kynnir þér stefnuskrána, og við teljum það frumlegt af okkar hálfu að hafa getað sett þetta fram á grunni lýðræðislegs hugsunarháttar”. „Gamlar islenskar grillur og botnlaust þekkingarleysi" segir Gisli Pálsson mannfræöingur um stefnu Norræns mannkyns Eitt er vist, að ekki eru allir sammáia þeim sjónarmiðum, sem koma fram i viðtalinu við Þor- stein Guðjónsson, forsvars- mann Norræns mannkyns. Helgarpósturinn sneri sér þvi til Gisla Fálssonar mannfræðings og bað hann að segja álit sitt á stefnu- skrá félagsins. „Félagið Norrænt mann- kyn hvetur til þess að tekið verði mið af mannfræöi- legri þekkingu og viöur- kennd nauðsyn þess að halda erfðafræðilegri gerð þjóðarinnar óbreyttri. Við þetta er margt að athuga. Erfðir Islendinga er ár- angur af blóðblöndun, sem gerst hefur á löngum tima. Ef þessi blöndun.hefur orðið til góðs eins og félagar i Norrænu mannkyni ætla, er erfitt að sjá hvernig frekari blöndun hlýtur að vera af hinu illa. í öðru lagi er það ekki rétt, að þekking segi fyrir um aðgerðir. Menn geta notað margvis- lega þekkingu til að ná ákveðnum markmiðum, en þekkingin sjálf þröngvar ekki upp á okkur markmið- unum. Til að mynda segir fiskifræðin ekkert um það hvernig við eigum að nýta fiskistofna við strendur landsins, þótt hún geti leið- beint okkur að ná mark- miðum, sem við höfum sett okkur. Þetta gildir lika um erfðafræðilega og mann- fræöilega þekkingu, að sjálfsögðu. En það er þó al- varlegasti misskilningur Norræns mannkyns að erfðafræðileg gerð mann- hópa beini samskiptum þeirra I ákveöinn farveg. Þarna er ruglað saman erfðum og menningu. Það er gefið i skyn, að blöndun fólks af ólikum kynstofnum hljóti að Ieiða til vandræða. Vist eru vandræöin til, og etnisk átök, eða átök ólikra þjóðernishópa og kynþátta, eru stórt vandamál bæði i þriöja heiminum og i þró- uðum löndum. En tog- streita af þessu tagi, stafar ekki af erfðafræðilegri gerð Gisli Pálsson fólksins, sem á i hlut. Rót vandans liggur miklu fremur hjá félögum á borð við Norrænt mannkyn. Mannfræðileg vitneskja leiðir i ljós, að erfðafræði- leg skil eru sums staðar falin og sums staðar ýkt. Það er með öðrum orðum háð félagslegum og menn- ingarlegum skilyrðum hvort samskipti „ólikra” þjóðernishópa eru friösam- leg eða ekki. Þvi má svo bæta við, að hér á landi er búsett fólk af öðrum kyn- þætti en þeim norræna og málflutningur Norræns mannkyns er ekki til að auðvelda sambúð þessara hópa. Ekki er ósennilegt að fleiri erlendum hópum verði veitt landvist i fram- tiðinni, og ef haft er i huga, aö vandi flóttamanna er gjarnan af alþjóðlegum toga, er vafasamt að við getum skorast undan þeirri ábyrgð, sem fylgir þegn- skap i samfélagi þjóðanna. Börn þeirra aðkomu- manna, sem hingað koma, kunna að verða fyrir að- kasti i skólum i vaxandi mæli. Ef svo fer, veröa þau einhvers konar annars flokks þegnar i augum sjálfs sin og annarra. Og ef atvinnuleysis á eftir að gæta hér i jafn rikum mæli og t.d. I Vestur-Evrópu, kann það að torvelda sam- búö meirihlutans og minni- hlutans. En vel að merkja, það hefur ekkert með erfðafræðina að gera, heldur helgast það af félagslegum skilyrðum”. — En er þetta heilbrigð þjóðernisstefna eða kannski fasismi? „Ég veit ekki hvað heil- brigð þjóðernisstefna er, en ég þykist vita, að þetta er ekki heilbrigö þjóðernis- stefna. En ég mundi ekki nota svo sterk orð eins og fasisma. Ég held aö þarna séu gamlar islenskar grillur á ferðinni, botnlaust þekkingarleysi. Vandinn er ekki stór, eða alla vega ekki ljós, eins og stendur. Það getur vel verið, að Vietnamarnir, sem komu hingað á sinum tima eigi við vandamál að striða, en það hefur ekkert veriö kannað hvernig aölögun þeirra hefur gengið, eða hvers konar viðbrögðum þeir hafa mætt. Mig grunar að við eigum eftir að fá fleiri hópa inn i landið og kannski fengjum við vandamál á borð við þau, sem eru i nágrannalönd- unum, en eins og ég undir- strikaði áðan, hefur það ekkert meö erfðafræðina að gera”. að j* íV ^ & Þorsteinn Guðjónsson: „Ef flyst inn jafn mikiðeða miklu meira af annars konar fólki, þá breytir það þjóðinni og hún verður óþekkj- aníeg." hverfa? „Norrænt mannkyn” heitir félag, sem stofnað var fyrir nokkru austur i sveitum. 1 lögum félagsins segir að i nafn- inu felist, að hinn norræni þáttur megi ekki hverfa úr lit- rófi mannkynsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að varðveislu hins islenska þjóðstofns, sem kominn er af landnámsmönnum, meðal annars með þvi að stemma stigu við innflutningi fóiks af óskyidum kynstofnum. Að- ferðir félagsins skulu vera i samræmi við menningararf- leifð islendinga og þar af leiðandi lý.ðræðislegar og mann- úðlegar. Félagið hyggst starfa á islandi og meðal tslendinga er- lendis og hvetur til sambands við þá sein vinna að likum markmiðum meö öðrum þjóöum. Lög félagsins minna mann óneitanlega á hugmynda- fræði, sem réði rikjum i Mið-Evrópu fyrr á þessari öid, Itugmyndafræði sem leiddi miklar hörmungar yfir mann- kynið, og gerir enn i dag. Félagsmenn „Norræns mannkyns” eru unt tiu talsins og hitti Helgarpósturinn einn þeirra, Þorstein Guðjónsson, til þcss að fá nánari upplýsingar um nauðsyn félags sem þessa á islandi árið 1982. — Hvað kom til, að þið fóruð út i að stofna félag sem þetta? „Ég held að allir, sem þarna koma nærri, hafi um tima

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.