Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 7
Agúst undirbýr nýja
sögualdarmynd
Ágúst Guðmundsson kvik-
myndastjóri var í Noregi fyrir
skömmu, þar sem hann ræddi
hugsanlega samvinnu um kvik-
myndagerð við aðila hjá Norsk
Film. Árangur þeirra viðræðna
varð sá, að hann var beðinn að
skrifa handrit að mynd, sem gerist í
kringum 900.
„Handritið byggir á sögubroti,
sem finna má í Hauksbók, sem
Haukur Erlendsson lögmaður lét
skrá á fyrri hluta 14. aldar. Þar segir
frá þrem hirðskáldum Haralds hár-
fagra og ferð, sem þeir fóru til Sví-
þjóðar“, sagði Ágúst í samtali við
Helgarpóstinn.
Ekki sagðist Ágúst fara að öllu
leyti eftir Skáldasögu, en svo heitir
sögubrotið, heldur skáldaði hann
inn í hana.
— Hvernig miðar svo verkinu?
„Ég er rétt búinn með sinopsinn.
Það vill svo til, að ég orðaði þetta
fyrst við þá fyrir tveim árum, en
þær umræður komust ekkert af
stað.vegna þess hve ég hafði mikið
að gera hér. Núna þótti báðum að-
ilum hins vegar ástæða til að taka
upp hjalið að nýju“, sagði Ágúst.
Ef af þessu fyrirtæki verður, er
vonast til að undirbúningur hefjist
strax næsta vetur og að tökur byrji
næsta vor. Myndin verður ekkert
tekin hér á landi, heldur í Noregi og
væntanlega Svíþjóð.
„Hljómsveit
þar sem allir
hafa atkvæö-
isrétt”
„Nýja strengjasveitin er hljóm-
sveit, þar sem allir hafa atkvæðis-
rétt og ekkert er ákveðið nema allir
séu sammála“, sagði Helga
Þórarinsdóttir víóluleikari þegar
Helgarpósturinn forvitnaðist um
sveitina.
Nýja strengjasveitin er þó ekki
alveg höfuðlaus her, því þeð er
fiðluleikarinn Michael Shelton,
sem leiðir spilið og stjórnar æfing-
um.
Hljómsveitina skipa þrettán
hljóðfæraleikarar og er uppistaðan
gamlir skólafélagar úr Tónlistar-
skólanum, nemendur Björns Ólafs-
sonar og Ingvars Jónassonar. Sveit-
in spilaði fyrst saman undir stjórn
tékkneska tónlistarmannsins Josefs
Vaclac fyrir tveim árum og hefur
síðan reynt að halda spilinu áfram.
Nýja strengjasveitin ætlar að
halda tvenna tónleika í byrjun
næstu viku og á efnisskránni verða
ný og gömul verk. Leikinn verður
Innansveitarrevía í Hlé-
garöi:
Allir á bomsum
(nema einn!)
í gær, fimmtudaginn 17. mars
frumsýndi Leikfélag Mosfellssveit-
ar revíuna „Allir á bomsum (nema
einn!) í Hlégarði kl. 21.00. Leik-
stjóri er Guðný Halldórsdóttir,
leikmynd gerði Kristín Andersen og
lýsingu annast Árni Magnússon.
Revían er frumsamin fyrir L.M.
og fjallar um raunir hjónakorna
sem sækja um byggingarlóð, en inn
í þetta fléttast ýmis atriði úr mann-
lífi og menningarlífi sveitarinnar.
Höfundar texta eru: Birgir Sigurðs-
son, Guðny Halldórsdóttir, Pétur
Bjarnason, Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir, Sigríður Halldórsdóttir og
Örn Bjarnason. Höfundar söng-
Nýja strengjasveitin æfir fyrir
tónleikana eftir helgina.
fiðlukonsert eftir Haydn, þar sem
Gerður Gunnarsdóttir leikur ein-
leik, þá verður leikin sinfónía nr. 9
eftir Mendelssohn, Divertimento
eftir Mozart og loks lög eftir pólska
tuttugustu aldar tónskáldið Ludos-
lawski. Fyrri tónleikarnir verða í
Bessastaðakirkju næstkomandi
mánudagskvöld kl. 20.30 og var
það forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, sem stakk upp á, að þeir
yrðu haldnir þar. Síðari tónleikarn-
ir verða svo haldnir kvöldið eftir i
Bústaðakirkju og hefjast þeir einn-
ig kl.20.30.
Áð sögn Helgu ætlar strengjasveit-
in að efla tónleikahaldið næsta vet-
ur og reyna að hafa 3-4 tónleika.
„Við ætlum að sækja í okkur
veðrið“, sagði Helga.
texta eru: Halldór Laxness, Lárus
Jónsson, Pétur Bjarnason, Páll
Sturluson og Pétur Þorsteinsson.
Yfir tuttugu manns taka þátt í
sýningunni, sem er annað verkefni
L.M. á þessu leikári, en áttunda
verkefnið frá stofnun þess 1976.
Sýningartíma má sjá í Leiðarvísi
helgarinnar. Myndin er frá 17. júní
skemmtun revíunnar og má sjá að
fjallkonan hefur tekið skautbún-
inginn ansi bókstaflega.
Kirkjulistarsýning á
Kjarvalsstööum:
,,Til aö efla
samstarf
kirkjunnar
og lista-
manna“
— segir séra Gunnar
Kristjánsson
„Tilgangur sýningarinnar er fyrst
og fremst sá að efla samstarf kirkj-
unnar og listamanna. Við erum að
vekja athygli listamanna á, að
kirkjan er mikill starfsvettvangur“.
Þetta sagði séra Gunnar
Kristjánsson, þegar Helgarpóstur-
inn spurði hann um mikla kirkju-
listarsýningu, sem opnuð verður á
Kjarvalsstöðum á morgun, laugar-
dag.
Sýningin er haldin á vegum
kirkjulistarnefndar þjóðkirkjunn-
ar og er þetta í fyrsta sinn, sem slík
sýning er haldin hér á landi. Sýning-
in er tvískipt. í fyrsta lagi eru um
150 verk eftir starfandi listamenn
og voru þau valin úr miklum fjölda
innsendra mynda. í öðru lagi er svo
sýning á 30-40 gömlum verkum og
þeirra á meðal eru mestu dýrgripir
íslenskrar kirkjulistar, eins og hluti
af biskupsstaf, sem fannst á Þing-
völlum og talinn er vera frá ll.öld.
Á sýningunni er einnig deild frá
arkítektum, þar sem sýndar eru
teikningar af nýjum kirkjum. Einn-
ig verður skyggnusýning, þar sem
eru myndir af íslenskum kirkjum,
bæði utan og innan frá. Gullsmiðir
og vefarar sýna Iíka kirkjulega
muni.
Fyrr á öldum var náið samstarf á
milli kirkju og Iistamanna og sagði
séra Gunnar, að sú firring, sem
hefði komið upp á milli kirkjunnar
og listamanna á þessari öld, væri
víðast hvar á undanhaldi í Evrópu.
Hann sagði, að mestu afrek margra
fremstu byggingarlistamanna nú-
Ólafur Lárusson og Kristján Guömundsson
sýna hjá ASÍ:
Tíminn og
„Mér finnst sýningin koma
skemmtilega út. Við erum ekkert
líkir á yfirborðinu, en við skiljum
hvor annan f ullkomlega, það er eins
konar telepathy á milli okkar. Við
þurfum aldrei að diskútera um hvað
hvor er að gera“.
Það er Olafur Lárusson mynd-
listarmaður, sem mælir þessi orð,
en um þessar mundir sýnir hann
ásamt Kristjáni Guðmundssyni í
Listasafni ASÍ.
Ólafur sýnir 40 myndir og er
ævintýriö
stærstur hluti þeirra unninn á
ljósmyndapappír. Hitt eru teikn-
ingar. Ólafur sagði, að það væri
ævintýriö sem lægi að baki mynd-
unum. „Það er engin föst rök-
hyggja á bak við þær“, sagði hann.
„Eg hef ekki áður sýnt myndir i
þessum dúr, en mér finnst þær vera
rökrétt framhald af því, sem ég hef
verið að gera, ekki kannski á yfir-
borðinu, heldur tilfinningalega",
sagði Ólafur.
Myndir Kristjáns eru annars
vegar tengdar hugmyndum um tím-
ann og hins vegar verk með bók-
menntalegri skírskotun. Meöal
þeirra verka er lengsta nóttin, þar
sem hver klukkustund er táknuð
með sextíu strikum á spjald.
Spjöldin eru síðan rúmlega tuttugu,
eða jafn mörg og klukkustundir
lengstu næturinnar. Af bók-
menntalegu verkunum má nefna
stórt „E“ sem gert er úr járnrörum.
Verkið heitir^Eyjólfur hét maöur“
og heiti þess tekið úr upphafi 138.
kafla Njálssögu.
Sýning Ólafs og Kristjáns er opin
til 4. apríl og er það ætlun þeirra
félaga að hafa opið alla helgi-
dagana yfir páskana.
Ágúst: Komast hirðskáldin
á hvíta tjaldið?
Aðspurður hvort þetta yrði mynd
í anda Útlagans, sagði Ágúst, að
öllu léttara..yrði yfir henni. Honum
fyndist frásögnin nálgast meir
ævintýrasögur á borð við forn-
aldarsögur Norðurlanda en ís-
lendingasögur.
Það er vilji Ágústs og Norð-
mannanna, að íslendingar fjár-
magni myndina að einhverjum
hluta, en á þessari stundu er ekkert
fastmælum bundið. Þá kvað Ágúst
það ekki útilokað, að íslenskir leik-
arar færu með hlutverk í myndinni.
G.B.
,,Um allt
milli
himins
og jaröar“
Helgi Þorgils sýnir í
Nýlistasafninu
Helgi Þorgils Friðjónsson mynd-
listarmaður opnar sýningu í Ný-
listasafninu við Vatnsstíg í kvöld,
föstudag. Á sýningu Helga verða
um eitt hundrað myndir, olíumál-
verk, teikningar, útsaumur, skúlp-
túr og grafík. Myndirnar eru flestar
gerðar í fyrra og á þessu ári, en
einnig eru nokkrar myndir frá árinu
Sýnishorn af gripunum á kirkju-
listarsýningunni á Kjarvalsstöð-
um.
tímans væru einmitt kirkjubygging-
ar og að einhver frægasti nýlistar-
maður heimsins, Josef Beuys, væri
sífellt að fást við trúarleg og kirkju-
leg efni.
í tilefni sýningarinnar er gefin út
vegleg sýningarskrá, þar sem Hörð-
ur Ágústsson ritar um sögu ís-
lenskrar kirkjubyggingarlistar,
Björn Th. Björnsson ritar um sögu
kirkjulistar á íslandi og séra Gunn-
ar Kristjánsson ritar um sambúð
kirkju og lista í fortíð og nútíð.
Sýningin tekur yfir alla bygging-
una á Kjarvalsstöðum og stendur
hún til 10. apríl.
1981.
„Viðfangsefni myndanna er allt
milli himins og jarðar. Þetta eru
einhvers konar uppstillingar, sem
minna oft á grískar goðsagnir og
fleira í þeim dúr“,sagði Helgi
Þorgils í samtali við Helgarpóstinn.
Helgi Þorgils er mjög afkasta-
mikill myndlistarmaður og hefur
haldið fjölda einkasýninga heima
og heiman. Fyrir skömmu fékk
hann menningarverðlaun DV fyrir
myndlist, og var hann spurður
hvort þessi sýning gæfi góða mynd
af honum sem listamanni, þeim er
þekktu ekki til hans.
„Það held ég hljóti að vera. Þetta
er það, sem ég hef verið að vinna
að“, sagði Helgi Þorgils.
í tilefni sýningarinnar ætlar
Helgi að gefa út bókina Dag-
drauma í eitt hundrað tölusettum
og árituðum eintökum. Bók þessi er
með teikningum á alla vega litum
pappír.
Helgi Þorgils Friðjónsson
um, sem hann samdi með skáld-
inu William Gilbert (1836-1911)
Ég vissi svo lítið um þessa ágætu
og bráðfyndnu Lundúnabúa, að
ég hélt helst þeir væru amerískir
og sosum helmingi yngri. Svona
er maður ameríkaniseraður eftir
allt saman.
Míkadó hjá íslensku óperunni
— stílblanda tónlistar meö
breskum 19. aldar húmor.
Míkadó
Hvað er nú það?
Það er oftast best að segja
hverja sögu eins og hún gengur,
nema hún verði langdregin.
Ég heyrði fyrst getið um
Míkadóinn á stórveldisárunum i
Lærða skólanum og handfjatlaði
hann m.a.s. i vasabroti hjá
kunningjanum Vassa. En meira
varð það nú ekki. Ég þykist hafa
haft tónlistaráhuga í rúmu meðal-
lagi í meira en þrjá áratugi og oft
heyrt minnst á Gilbert & Sullivan
í útvarpi með öðru eyranu. En
aldrei á ævinni hef ég verið þess
meðvitaður, að ég væri að hlusta
á lag eftir Árthur Sullivan (1842-
1900), hvorki úr Míkadónum né
öðrum þeim 14 gamansöngleikj-
eftir Árna Björnsson
Fáfræði, fordómar og innræt-
ing sýnast víða. Meðaljón í músik
álítur, að mekileg tónlist (þ.á m.
óperettur) sé frá Miðevrópu.ítaliu
og Frakklandi, en léttmetið frá
Ameríku, - og Stóra Bretland
fylgir henni í
kjölsoginu vegna
J>