Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 8
8 sÝiiiiMjsirssilir Listasafn ASÍ. Hafsteinn Austmann opnar vatnslita- myndasýningu á laugardag. Listmunahúsið: Alfreð Flóki, hinn eini og sanni, opnar sýningu á teikningum á laugardag. Sýningin stendur til 23. mai og er hún opin daglega kl. 10-18 og 14-18 um helgar. Lxikað á mánudögum. Kjarvalsstaðir: Guðmundur Karl Ásbjörnsson opnar málverkasýningu I vestursal á laugar- dag. Sama dag opnar Sveinn Björns- son málverkasýningu í austursal og loks opnar Páll Reynisson Ijósmynda- sýningu í forsal. Gallerí Gangurinn, Mávahlíð 24: Austurrískur myndlistarmaður,sýnir verk sin til 10. mai. Norræna húsið: Sænski listamaðurinn Sven Hagman sýnir sænskar þjóðlífsmyndir i kjall- ara, málverk og teikningar, til 15. mai. i anddyri er sýning á veggspjöldum frá norrænu menningarmálaskrif- stofunni. Gallerí Langbrók: Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir litla glerskúlptúra. Sýningunni lýkur i dag, föstudag 6. maí. Mokka: Pétur Stefánsson sýnir myndverk, oliumyndir á pappa. Listasafn íslands: Höggmyndir eftir Ásmund, Einar og Sigurjón, svo og Ijósmyndir af högg- myndum eftir ameríska Ijósmyndar- ann David Finn. Auk þess myndir úr safninu. Opið mánudaga og fimmtu- daga kl. 13.30-16 og laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-18. Lýkur 15. maí. Nýlistasafnið: Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlp- túra úr gleri, járni og steypu. Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld. Gallerí Lækjartorg: SATT-sýníngin hefur verið framlengd til sunnudagsins 8. mai. 15 þekktir listamenn sýna verk sín og styðja við bakið á alþýðutónlistarmönnum. Gallerí íslensk list: Fjöldasýning fólagsmanna úr List- munafélaginu að Vesturgötu 17 í splunkunýju galleni. leiklnís Þjóðleikhúsið: Föstudagur:Cavaleria Rusticana. - Ópera eftir Masoagni. Og Fröken Júlía. Ballett meö íslenska dans- flokkinum og gestum. Laugardagur: Lína langsokkur eftir Lindgren, kl. 15. Grasmaðkur eftir Birgi Sigurðsson, kl. 20. Sunnudagur: Lina langsokkur, kl. 15. Cavaleria Rusticana og Fröken Júlía, kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Salka Valka eftir Halldór Laxness, Laugardágur: Úr lífi ónamaökanna - eftir Enquist. Sunnudagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Austurbæjarbíó: Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Enn ein aukasýning laugardag kl. 23.30. íslenska óperan: Míkadó eftir Gilbert og Sullivan. Sýn- ing á laugardag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Revíuleikhúsið: íslenska revían. Nýíslensk revía eftir Geirharð Markgreífa. Sýning í Gamla bíói á sunnudag kl. 20.30 Nemendaleikhúsið: Miöjaröarför eöa innan og utan við þröskuldinn eftir Sigurð Pálsson. Frumsýning I Lindarbæ föstudag kl. 20.30. Næstu sýningar á sunnudag og mónudag kl. 20.30. Föstudagur 6. maí 1983 ^p&sturinn Miles Davis & Garry Burton í Reykjavík naiiic/3 Það hefur varla farið framhjá neinum djassgeggjaranum að kvartett Garry Burtons. verður með tónleika í Gamla bíói á þriðjudagskvöldið kemur og er forsala aðgöngumiða í Fálkanum á Laugavegi. Miles Davis er að vísu ekki væntanlegur í tónleika- sali borgarinnar, en Steinar hefur dreift nýju plötunni hans í hljóm- plötuverslanir og ég held að þetta sé besta skífa er Davis hefur sent frá sér í áratug. Star Pepole nefn- ist hún og númerið er CBS 25395. Verkin eru sex og öll eftir Davis og á sumum hefur Gil Evans skrifað línur fyrir trompet og saxafón. Stórkostlegt að þessir vinir og meistarar skulu teknir til við að i sóló á sóló ofan, rofinn af stutt- um köflum Evans og Sterns. Þeir félagar fá heldur minna rúm á þessari skífu en þeim fyrri er þeir hafa gert með Davis og svo er nýr einleikari kominn í hópinn og það enginn smákalli: John Scofield, einn af efnilegustu djassleikurum okkar daga. Margir munu kann- ast við hann af skífu Niels-Henn- ings: Dancing On The Table. Á síðustu skífum Davis hefur hann ekki verið sú alheimsmiðja sem hann var oftast áður, en á þessari skífu er annað uppi á ten- ingnum. Hann blæs einsog ungur í annað sinni. Harmondemparinn er mikið notaður og Ijóðið í há- vegum haft. Tónsmíðarnar eru Glæný plata Miles Davis og sú besta í áratug. Forsíðu umslagsins teiknaði Davis sjálfur. vinna saman að nýju. Hljómsveit- in er sú sama og á We Want Miles (Davis, trompet, Bil Evans, tenór og sópran saxófón, Mike Stern, gítar, Marcus Miller, rafbassa, A1 Foster, trommur og Mino Cinelu ásláttarhljóðfæri) utan hvað nýr gítaristi hefur bæst í hópinn, John Scofield og í einu verki, leik- ur Speak Tom Barney á rafbassa, en hann hefur nú tekið sæti Millers í hljómsveit Davis. Auðvitað er fönkdjassinn áber- andi á skífunni en þó er hinn klassíski blús sterkari og þarna má finna verk er tekur nær 20 mínútur að leika þarsem Njúor- línsblúsinn ríkir: Star Pepole nefnist það eins og platan og þar blæs Davis hvern kórinn dýrðlegri hnitmiðaðri og skipta ekki minnstu skrifaðir kaflar Gil Evans. Ég held að þessi skífa staðfesti enn einusinni að engum sé Miles líkur og enn er hann sá er ber frjó- anda djassins í brjósti. Enginn veit hvenær Miles Davis blæs í Reykjavík en á þriðjudag- inn kemur fáum við að hlusta á einn helsta framámann djassins í Gamla bíói. Garry Burton var á undan Davis að nota rokkið í djassi, en hann hefur horfið af þeirri braut og sú tónlist sem hann leikur nú er lagræn og tær með sterkri sveiflu. Tónlist sem stend- ur traustum fótum í djasshefðinni um leið og hún kannar nýja stigu. Burton semur lítið sjálfur, en þeir eru því duglegri við það félagar hans rafbassaleikarinn Stevie Swallow og altistinn Jim Odgren. Svo er hópur ágætra tónskálda sem skrifar fyrir Burton: auk þess sem verk eldri meistara s.s. Elling- tons og Mingusar eru jafnan á efnisskránni. Það þarf því enginn að kvíða því að tónlistin verði ein- hæf. Burton sjálfur er einn fremsti víbrafónleikari djassins og jafnan Ein mynda Páls Reynissonar, nefndur í sömu andrá og Lionel Hampton og Milt Jackson, Jim Odgren er einn hinna ungu efni- legu sem blæs sterkt í saxinn, Steve Swallow er ásamt Jaco Pastorius höfuðsnillingur í raf- bassaleik okkar tíma og Mike Hyman er þrautþjálfaður ung- trommari úr böndum manna eins- og Gerry Mullingan og Stan Getz. Slíkir menn hljóta að lyfta okkur í hæðir“! „Dálítiö tré“ mikiö um Fall leika í kvöld: „Finna til vanmáttar á Islandi Breska hljómsveitin The Fall leikur í Austurbæjarbíói í kvöld á- samt íslensku hljómsveitunum Þeyr, iss! og Móral. Það er í annað skipti sem The Fall er hérlendis því fyrir tveimur árum dvöldu þeir hér um skeið, léku á tónieikum, tóku upp plötu og fleira. Eftir þá dvöl buðu þeir Purrki Pilnikk með sér til Bretlands og teljast síðan til Is- landsvina. „Þeim finnst þægilegt að vera hérna. Hér finna þeir til einhvers vanmáttar, „I got humbled in Ice- Iand“, sögðu þeir í lagi sem þeir tóku upp hér ’81, og þeim finnst það þægilegt", sagði Einar Örn Benediktsson einn þeirra sem standa fyrir hingaðkomu hljóm- sveitarinnar. Hljómsveitina The Fall skipa fimm menn, þar af tveir trommar- ar, en höfuðpaurinn er sem fyrr Mark Smith. Hann er talinn einn af í í islandsvinirnir i Fall æðstuprestum nýbylgjutónlistar- innar, og sérvitur þar að auki. „Það er álitið mjög erfitt að umgangast hann. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig tónlist eigi að vera og leyfir engar málamiðlanir", sagði Einar Örn. — á sýningu Páls Reynissonar á Kjar- valsstööum „Ætli megi ekki segja að þetta sé svona þokkaleg áhugamannasýn- ing“, sagði Páll Reynisson, sem á morgun opnar ljósmyndasýningu á Kjarvalsstöðum. Páll segist ekki geta talið sig annað en áhugamann í faginu þó hann sé útlærður ljós- myndari frá Gautaborg. Eftir nám og reyndar fyrir nám líka, hefur hann unnið við kvik- myndatöku hjá sjónvarpinu, og Ijósmyndirnar hafa því verið unnar i vaktafríum og öðrum tómstund- um. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 1975 til 1983. Á- berandi eru grafískar litmyndir, en auk þeirra eru á sýningunni „venju- legar“ litmyndir og svart-hvítar myndir. „Það er dálítið mikið um tré“, sagði Páll þegar hann var spurður um myndefnið. „Svolitið af augum líka“. Myndirnar eru teknar bæði hér heirpa og erlendis. Sýningin á Kjarvalsstöðum er fyrsta sýning Páls ef undan eru skyldar prívatsýning sem hann hélt í matsal sjónvarpsins og nokkrar samsýningar þegar hann var við nám í Svíþjóð. Þessi mynd, Ofbeldi á heimil- um, erfyrsta myndin sem Magn- ús Þór (Megas) sýnir opinber- lega. Hana er aö finna á samsýn- ingu í Gallerí Lækjartorgi, þar sem 15 listamenn sýna verk sín. Helmingur af andvirði þeirra mynda sem seljast renna til styrktar húsbyggingu SATT, og er boöiö upp á greiðsluskilmála. Meðal þeirra sem eiga einnig myndir á sýningunni eru Bat Josef, Dieter Roth, Einar Hákon- arson, Hringur Jóhannesson, Gísli Sigurðsson, Richard Val- tingojer og fleiri. Henni lýkur 8. maí.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.