Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 3
T í M I N N 55 Oflátungar þjóðfélagsins eftir Guðmund Friðjónsson. II. Þó að eg sé núfarinn að reskjast að aidri, gleðst eg jafnan og kemsl allur á loft, þegar nýjar stjörnur koma upp fyrir sjóndeildarhring- inn, til þess að ljóma og lýsa á himni bókmenta vorra. Þessi gleði mín fellur á báða bóga, bæði til þeirra, sem frumsemja eitthvað vel og einnig í áttina til þeirra, sem rita um það, sem samið er — þ. e. a. s. ef vel er ritað. Eg man þá tíðina, að naumast Tar ritað um bækur, eða á þær minst opinberlega, nema það sem Einar Hjörleifsson rauf þögnina í Lögbergi vestan hafs og Gestur Páls^on í Reykjavík. Peir rnenn Toru jafnan glöggsæir í dómum sínum, og báru langt af bekkju- nautum sínum, hinum blaðamönn- unum. Nú á síðari árum hafa ris- ið upp góðir ritdómarar í ýmsum áttum og nefni eg þar til ritstjóra tímarita vorra fyrst og frenist og dr. Alexander Jóhannesson, Síra Jónas Jónasson, Sigurður Guð- mundsson og fl. mætti nefna. En það kalla eg góða ritdómara, sem rejma til þess að vera sanngjarnir og vilja rita um bækur og höfunda á þann hátt, að lesendum sé ti) skilningsauka og leiðarvisis, það sem þeir segja, en höfundunum til bóta og þroska. En illgresi er jafnan í hverjum akri. Og svo er um akurlendi eða hagtún bókmentanna. Hér í landi rísa upp öðru hverju ritdómarar, sem þykjast viðlíka sem Sölvi lieitinn Helgason af speki sinni og þekkingu, en eru ekki nema oflátungar, sem gera spott að fögrum hugsunum og öfugugg- ar, sem snúa út úr og rangfæra það, sem er ofan við skilning þeirra eða manngildi. Vér sem afskeklir erum og fjarri sitjum blaðaútgáfu og símastöðv- um, hlökkum jafnan til póstanna, koinu þeirra, og blaðanna sein þeir bera út um sveitirnar. Par er jafnan frétlavon og nýjunga. Og þó að reynslan hafi gengið í þá áttina, að eigi væri æfinlega feiían gölt að ílá, þar sem sum blöðin eru, þá er þó jafnan vonast eftir viti úr þeirri ált —- svo hvektir sein lesendurnir ættu að vera, og margbrendir á vitlej^su og lýgi sumra blaða. í fyrravetur eða hausl, reis upp nýtt blað í Siglufirði. Svo má að orði kveða, að það byrjaði göngu sína með ritdómi um Skírni — það hefti hans, sem þá var nýjast af nálinni. Dómarinn var Guðm. Davíðsson bóndi á Hraunum í Fljótum. f þessu hefti Skírnis var kvæði eftir undirritaðan, Tungls- skinsnótt. Um það kvæði sagði forseti Bókmentafélagsins, hinn há- lærði og skarpvitri doktor Björn M. Ólsen, »að það prýddi heftið« — eftir því sem merkur maður í Rvík skrifaði mér. Eins og allir vita sem lesandi eru á íslenzka tungu, er dr. B. M. Ó. hálærður maður í forn-norrænum bókment- um, sögu og rúnum og málfræði og skáldskap; var og sjálfur skáld gott á yngri árum. Peim 'mönnum sem lagt hafa lag sitt við forn- bókmentir vorar, hefir víst aldrei verið hætt við oflofi um nútíðar skáld eða sagnamenn. Peir liafa flestir fussað við ölfu nýmeti. Ekki gat þetta verið af hlutdrægni sprott- ið, því að eg heíi ekki séð dr. Björn Ólsen né um hann talað nokkurt lofsyrði upphált, þó að eg hafi að vísu dáðst að honum í einrúmi og harmað þá meðferð sem hann sætti í rektorsstöðunni. — En sleppuin því og drepum á dyr hjá Guðmundi á Hraunum. Hvernig litur hann á kvæðið sem dr. Björn Iofaði? Guðmundur skildi þannig við það, að af 20 erind- um, var hálft annað boðlegt. Eg glataði blaðinu, af skiljanlegum orsökum! — Og eg setti ekki á mig nema þrjár aðfinslur. Sú fyrsta var út af upphaíi kvæðisins: »Nú fjarar daginn út í vestur- vídd«. Eg man ekki orðrétta að- finsluna, en hún var á þessa leið: Eflir þessu er dagurinn efnislíkur sjónum, þ. e. lagarkendur, fyrst flóð og fjara er í þeirri átt o. s. frv. Hann gerði mikið spott að þessu og brosti svo ánægjulega yfir vitsmunum sjálfs síns, að ský- in brugðu lit á norð-vesturloftinu og hákarla hjarlarnir á Siglu,nesi loguðu allir í maureldum. — Mér datt í hug að skrifa dómaranum og benda honum á frumþýðinguna í orðinu, sögninni að fjara. Hún er auðvitað sú, að fjarlœgjast; það og ekki annað. En eg nenti ekki að hefja bréfaskifti við hann á þess- um grundvelli. Um það má að vísu þrátta, hvort það sé fagur- fræðilega eða skáldlega mælt, að segja um daginn að hann fjari út. Deila má um öll hugtök. En heyrt hefi eg svo að orði kveðið, að lífið og lífsþrótiinn fjari út. Og í Sálarfræði dr. Ágústs, sem er ágæt- lega samin, er komist að orði á þessa leið: »Pað er eins og tilfinn- ingin flói«. »Og það er eins og tilfinningin flæði yfir«. Þetta er auðvitað líkingamál. En ef þessi líking á heima í sálarfræðinni, þá á þvílík líking heima í skáldskap. Og ef tilfinningar geta flætt og fjarað og flóað, þá getur birlan gert það. Nú er dr. Ágúst einn hinn orðfærasti maður og ekki bendlaður við smekkleysur. Eg ætlast þess vegna til þess, að þau hin sömu orðatiltæki sómi sér í mínum munni og máli, sem fara vel í ritum dr. Ágústs. Pá sagði Guðmundur Daviðsson, að tvær dönskuslettur væru í kvæð- inu — orðin bólstur og snjós. (Hið litla harn að köfdum bólstri knýtt, í kjól er hefir lit hins nýja snjós). Mér komu í hug orð Þórhalla Ásgrímssonar: »Nú hefir spekingin- um Eyjólfi yfirsést«. Snjór hneigist eins og sjór. En í Grettissögu er nefnd »vika sjós« þar sem getið er um flutning Grettis til Drang- eyjar af Reykjaströnd. En í annað sinn er nefnd vika sjávar, þar sem hann sjmti. — Hannes Hafstein nolar til sjós í kvæði, og gerir Guðm. Dav. vel, ef hann nær tám sínum þangað, sem Hannes hefir hælana. Bólstur (þ. e. koddi, hæg- indi), kemur fyrir í Guðrúnar kviðu Gjúkadóttur: Hné pá Guðrún höll við bólstri. Og þetta kallar dómarinn á Hraunum dönskuslettur! Eg hefi ekki á móti þvi, að gerðar séu harðar kröfur til mín um skáldskap. Peir sem yrkja eiga að vanda sig. En þegar gerðar eru harðari kröfur til mín um orða- val, heldur en þeirra manna, sem bezt hafa kunnað að fara með lunguna, að fornu og nýju, þá tek eg það ekki til greina. Höfundur Grettissögu er ódauðlegur snilling- ur í orðfæri sínu. Og Hannes Haf- stein er ómótmælanlega einn hinn allra málslyngasti maður meðal ljóðskálda vorra. Pað orðalag, sem þeir nota, ætti að vera mér skamm- laust. En þeir menn, sem gera sig bera að svona mikilli fáfræði, drýgindum og heimsku, ættu ekki að hætta sér út á þann hála ís, sem þeir verða gliðsa á, ef komið er við þá með pennastöng. Eg ætl- aði mér ekki að skifta mér af Guðmundi á Hraunum, því að það mætti æra annríkismann, að elta Endurminningar um f\ Erlingsson. Mér var orðfall og hálf iðraði að hafa fært þetta í tal, fanst eg hafa komið við opið sár. Eg hafði litlu áður komið til Þorst. að morgni. Var hann þá eigi klæddur, en gerði mér orð að koma upp í herbergið sitt meðan hann klæddi sig, og þá fékk eg ljósa hugmynd um heilsufar hans. Hann fékk hverja hóstakviðuna eflir aðra og með hverri hóstakviðu komu upp úr honum stórar blóðlifrar. En alt- uf var hann kátur og hlæjandi milli hóstakviðanna. í annað skifti áttum við tal um kvæðið hans: »Örbyrgð og auður«. Eg lét það i ljósi við hann, að mér fyndist hann nú hafa verið helzt til æstur í orðum í því kvæði. »Já, þetta er nú ef til vill rétt bjá þér«, sagði Porsteinn. »En eg ætla nú að segja þér frá atriðum þeim er gerðust þegar kvæði þetta skapaðist í huga mínum. Eg held þú skiljir þá hvað kvæðið er bit- urt. Það var einu sinni í Kaup- mannahöfn á jólanóttina, að eg var á gangi i auðmannagötunni, þar sem skrauthallir auðkýfinganna standa hver við aðra. Ljósadýrðina og ilminn af réttunum lagði út á götuna. Eg var bæði kaldur og svangur og gat úr hvorugu bætt. — Eg veit þú skilur hvaða hugsun þetta vakti hjá mér, og þá skapað- ist þetta kvæði, þótt það ef til vill hafi ekki alt fallið í stuðla þá. Skoðun mín um þetta efni var reyndar rótföst áður. En líklega hefði eg ekki sett hana í Ijóð með svona mikilli beyskju, hefði þetta atriði ekki lcomið fyrir«. Samtalið um þetta efni féll niður, en mynd- in sem Porst. dró upp með þessum látlausu orðum sínum, er enn skýr í huga mínum. Eg hefi oft heyrt að ýmsir hafa álitið að Porst. hafi aldrei talað um »eilífðar málin«, nema með hrottaskap og samúðarleysi. Eitt sinn átli hann tal við mig um passíusálmana og höfund þeirra Hallgrím Pétursson. Eg tók eftir því að í svefnherbergi hans lágu passíusálmarnir á litlu borði við höfðalagið hans, voru þeir tvennir, aðrir á íslenzku en hinir í latínskri þýðingu. Eg sagði við hann í gletni: »Nei hefurðu þá passíusálmana við höfðalagið þitt?« »Já,« sagði Þor- steinn, »eg hef þá þar altaf. Eg dáist að Hallgrími, og ber lotning fyrir honum. Hann hefir þessa leik- andi Ijóðlist og þessa innilegu sterku trú«, og svo tók hann bók- ina og las versið í 48. sálminum. wGegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ’ eg að reyna og sjá. Hrygðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá«. »Hefurðu heyrt nokkuð innilegra en þetta?« sagði hann og hann las versið með klökkum rómi. Aldrei varð eg þess var að Þorsteinn reyndi að telja einstaklinga af trú sinni, né hafa gálauslega guðlast- andi orð um hönd. En sina trú eða trúleysi, sem hann kallaði, sagði hann hispurslaust og að kirkju fyrirkomulaginu og klerka- hræsni, sem hann kallaði, skaut hann oft sárbeittum örfum. En oft- ar var það samt í góðlegri fyndni. Um Krist talaði hann ætíð með innilegri lotning. Eg sá Porst. að- eins einu sinni nokkuð drukkinn, var hann þá talsvert örari og beysk- ari í orði enn venjulega. Bárust þá trúmál í tal og var þar lagt mis- jafnt til, því það var í fjölmennum hóp. Man eg þá að Porst. sagði þessi orð, er honum þótti einn gest- anna tala af lítilli lotningu um Krist: »Aldrei skal eg lá Hrólfi það, þótt honum gengi illa að beygja sig til að kyssa á fótinn á Karli heimska. Fyrir klerkum og kon- ungum ætti eg erfitt með að falla á kné. En það er einn konungur, sem eg gæti falíið í duftið fyrir.* Pað er Kristur konungur sannleik- ans«. — En þótt Þorsteinn væri andvígur kirkju og kristindómi kirkjunnar og væri stundum sár- beittur við klerka, kom það aldrei fram þannig að hann legði presta í einelti, eða reyndi að finna þeim alt til foráttu. Hann virti þá marga mjög mikils og var vinur margra þeirra, er þvi gátu tekið, og lók oft svari þeirra er þeir voru elcki við. Pað lá í eðli hans djúp fyrir- litning á aðferð þeirra, sem reyna við öll tækifæri að linekkja áliti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.