Vísir - 01.10.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1914, Blaðsíða 2
Bréf frá þýskum fanga i Englandi. Maöur sá, sem skrifar bréf þetla, fór héöan meö »Botníu« íhaustog var tekinn til fanga í Englandi. Hann haföi unnið í misseristíma tijá Jóni Halldórssyni & Co. og er bréfið til Kristjáns Guönasonar, sem er starfsmaður þar. Nú er þaö komiö fram, sem eg haföi búist viö. Á mánudagskvöldið komum viö alt í einu auga á 6 ensk herskip, og ekki leiö á löngu þangaö tii beitiskip eitt vatt sér að okkur og tók alla Þjóðverjana úr »Botníu< aö Breier einum undan- skildum. Við vorum fyrst fluttir til Orkneyja, þaöan meö flutnings- skipi til Inverness og loks þaðan á járnbraut til Edinborgar. Lítið hefi eg sofið þessa dagana, því að þaö er heldur en ekki ónæðissamt að vera herfangi. Viö höfumst við í tjöldum skamt fyrir utan Edin- borg. 600 þýskir fangar eru hér saman komnir. Englendingar fara sérstaklega vel með okkur og auð- sýna okkur alla vinsemd. í hverju tjaldi eru 12 menn. Aö kalla allir fangarnir eru sjómenn. Hefirskip- um þeirra verið sökt. Margir þeirra eru ekki sem hreinlegastir, og er sambúðin að því leyti ekki þægi- leg. — Annars líður inér eftir at- vikum ág ætlega, og vona hins besta um að ófriðinum verði nú bráö- lega lokiö. — Með kærri kveöju til allra gömlu samverkamannanna hjá Jóni Halldórssyni & Co. H. Meissner. Hafið sannleikann í heiðrií Yf irlýsingf rá amsríkönsk- um fregnritum við herinn. Eftirfylgjandi yfirlýsing frá fregn- ritum fyrir merk blöð í Ameríku hefir borist oss til birtingar (blaö- inu Lúbeckische Anzeigen); Til þess að hafa sannleikann í heiðri, lýsum vér allir yfir því, að fregnir um hryðjuverk Þjóöverja, eftir því sem vér gátum séð, eru ósannar. Vér höfum verið tvær vikur með þýska hernum og fylgt honum meir en 100 mílur vegar og á þessum tíma og frá þessum tíma getum vér ekki nefnt eitt ein- asta dœmi óverðskuldaðrar hegning- ar eða hefndarverka. Vér getum heldur ekki staðfest orðróminn um misþyrmingar borgara eða fanga. Vér urðum þýska hernum sam- ferða yfir Landes, Brússel, Niveeles og aðra staði og sáum ekki minsta vott agaleysis í eitt einasta skifti. Margar fregnir reyndust ósannar, er vér höfðum grenslast eftir því. Vér sáum allsstaðar, að þýskir her- menn borguðu það, sem þeir keyptu, og báru virðingu fyrir eign- arréttinum og borgaralegum rétti manna. Eftir orustuna við Dussiere fundum vér belgiskar konur og börn VISIR Svanurinn. Svanurinn syngur! Ó, hlustaðu hljótt. Himinn er fagur og alkyr er nótt, skýin í norðrinu líkjast logum, litfögur speglast í vogum Svanurinn syngur: um dýrðlegan draum, drynjandi fossa og lifandi straum, árroðann kæra og frelsið á fjöllum, fegurð á gróandi völlum, Svanurinn syngur: um hugljúfan hljóm, himneskan unað og eilífðar blóm, friðsæla lundi í högum hlýjum, hrífandi kvöldroða á skýjum. Svanurinn þagnar. — Hann Iagstur er lágL Loft er að dimma óg helskyggir brátt. Svanurinn flýtur í blóðgum bárum blundaður — dáinn af sárum. Magnús Gíslason. fyllilega óhrædd. . . . Flóttamenn, er sögðu frá ýmsu ofbeldi og hryðjuverkum, gátu ekkert sannað. Agi þýskra hermanna er ágœtur; enginn drykkjuskapur. Borgmeist- arinn í Sorbes sur Sambre mót- mœlti ótilkvaddur orðróminum um ofbeldisverk á því svœði. Vér gef- um drengskaparorð stéttar vorrar upp á að þetta er satt. (Hér koma nöfn meðlima í »associated press* o. fl.). _______ Hervopn Þjóðverja og Frakka. ---- NI. 4. Fallbyssurnar miklu. Það var sagt í 3. kafla þessarar greinar, að vafamál væri hvort þess- ar 42 sentim. byssur væru til. Skeyti frá Belgíu fullyrtu að þær hefðu ekki verið notaðar í umsát- inni um virkin þar. Var því alment álitið að þýsk blöð notuðu fregn- ina um þessar heljarbyssur aðeins til þess að skelfa andstæðingana en í raun og veru væru þær ekki til. Nú hefir að vísu ekkert verið látið uppi um þær af hálfu hins opin- bera, en menn eru þó farnir að leggja trúnað á að þær séu til af ýmsum sögnum sem hvað eftir annað koma um notkun þeirra og verkanir, sem sagöar eru degi ljós- ari, og fara þýsk blöð ekkert leyni- lega með það sem þau þykjast vita um þessar byssur. Skal hér tekið það helsta, án þess þó að hægt sé að ábyrgjast hvort allar umsagnir séu nákvæmar. Kúlan er 42 sm. aö þvermáli og um met'er að Iengd. Þyngd hennar mun vera um 1 tonn (1000 kíió) og sprengiefnið í henni er fleiri vættir. — Sagt er að hið sterka virki Manonviller hafi verið ger- eyðilagt á l1/, degi með þessum Skrifstofa Elmskipafjelags íslands,, i Landsbankanum, uppi Opín kl. 5—7. Talsími 409. byssum. Var það skotið niður úr 15 km. fjarlægð og sáu skotmenn- irnir alls ekki markið því að fjöll eða hæðir voru á miili. Fjarlægð- in var reiknuð út á landabréfi og menn sem voru í loftbelg hátt í lofti sem tengdur var við jörð með kaðli, sögðu til hvar skotin lentu, 10. hverja mínútu var skotið úr hvorri byssu, því að þær voru tvær, og kom því skot á 5 mínútna fresti. Á meðan ekki var búið að ná ná- kvæmri stefnu á fallbyssurnar hittu skotin auövitað ekki, en ekki leið á löngu áður en miðið var orðið svo nákvæmt aö hver kúla hitti. Þeir sem stóðu nærri fallbyssunum fanst eins og þeir ætla að kastast kyliiflatir þegar skotin riðu af og fullar 20 sekúndur heyrðist dimrn- ur hvinur af kúlunni í loftinu. Byss- unum er miðað skáhalt upp í loít- ið svo að kúlurnar fara í háan boga. Og hægt er að skjóta yfir fjöll 'Sem eru að minsta kosti þrefalt hærri en Esjan, en þó því aðeins að þau séu þá ekki mikið á breidd- ina. Segja þeir er voru vottar að því er virkiö Lucin var skotið niður að fyrsta kúlan hafi ekki hitt en sú næsta hafi hitt og hafi þá það virki ekki þurft meira. Kúlan hafði gert 30 feta djúpa gryfju í jörðina og virkiö var molað í smátt. Hvert skot kostar yfir 30 þús- und kr. og er þó sagt að það sé tiltölulega ódýrt að nota þessa að- ferð, því að það þurfi svo fá skot. Attur kvað sjálfar byssurnar slitna fljótt. Hve lengi stendur styrjöldin yfir? Þannig spyrja menn hverjir ann- an, en enginn getur svarað. 1 ár giska sumir á, 2 aðrir o. s. frv. Nú um stund hafa fregnir frá stríðinu verið á þá leið, að alt bendir á það, að bandaþjóðirnar forðist af fremsta megni að Ieggja til orustu við Þjóðverja. Þær hafa að eins flækst fyrir þeim, hopað undan, þegar þær hafa haldið að mannskæðar orustur mundu verða og gefið upp orustulaust hverja borgina eftir aðra. Bandaþjóöirn- ar sjá, að ef þær Iegðu til úrslita- orustu, þá mundu Þjóðverjar verða þeim skeinuhættir, því þeir hafa bæði betri vopn og æfðara herlið á landi, því taka þeir þann kostað svelta Þjóðverja inni. Englending- ar hafa yfirráðin á sjónum og hindra aðflutninga. Styrjöldin kostar Þjóð- verja of fjár, en þeir hafa ekki miklu fé yfir að ráða og eru þeg- ar komnir í fjárkröggur eftir því sem erlend blöð segja, en fá hvergi lán. Það eru því sterkar líkur fyrir því, að bráðlega muni koma að því, að Þjóðverjar láti til skarar skríða á landi, leggi alla áherslu á það, að brjótast gegnum herlínuna og haldi suður á Suður-Frakkland. Geta þeir það? Þeirri spurningu er ósvarað, en hitt er öllum kunn- ugt, aö langa bið þola Þjóöverjar ekki, nema að þeir fái vistir og fé annarsstaðar frá. Jón Zoega selur nú ^tew^ttY langódýrast í bænum og tekur ekkert fyrir uppsetningu á þeim í nokkra daga. Sögur Vísis. 1 Þegar þær sögur, eru búnar sem nú eru, veröa sögur þær sem Vís- ir flytur að jafnaöi styttri, en aöeins eflir fræga höfunda. Af smásögum mun blaðið flytja eitthvað eftir fræga franska höfundinn G. Maupassant sem nefndur hefur verið konungur smásagna höfunda. Ennfremur veröa fluttar sögbr eftir norska skáldiö Jóhann Bojer, þar á meðal hans frægasta rit »Máttur trúarinnar* sem hefur verið þýdd á flest mentamál heimsins, og allir helstu ritdómar- ar, þar á meöal Georg Brandes og og L. Leví, hafa lokið lofsorði á. Sigurður Sigurðsson Slembir þýðir 1 söguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.