Vísir - 01.10.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1914, Blaðsíða 4
VÍSIR Annars er rafmagnsbylgja frá skeytastöð ekkert annað en snögg spenningsbreyting í lofti og hlutum og vita menn það nú að það þarf oft engan annan spenningsmismun en sjálfa rafbylgjuna, til þess að inynda neista þegar skylyrðin eru góð. Til dæmis hafa menn tekið eftir því að neistar hafa hrokkið á milli hlekkja á akkerisfestum á skipum þegar loftskeytataekin voru í gangi þar. Síðan menn tóku aftir þessu hafa menn gert ýmsar tilraunir með mjög skýrum árangri. Þannig Iétu Englendingar nokkrir heilt gamalt skip springa í loft upp úti á rúm- sjó með því að senda því þráölausa rafbylgju. En menn álíta líka, að ýms slys, sem orðið hafa á dularfullan háit, kunni að stafa af þráðlausum raf- bylgjum, svo sem eldsvoðinn í skipinu Voltúrnó, sem brann á miðju Atlantshafi, sprenging bryndrekans í Toulon og námusprengingarnar í Cardiff. Má nærri geta, að ekki þarf mikið til að kveikja á námu- gasi. Þyrfti ekki annað en að t. d. að einhversstaðar lægi járnfesti og neisti hrykki miili hlekkjatina, þá væri alt búið. Einkum kvað þessar spennings- og neistaverkanir verða sterkar á miðri leið milli tveggja aflstöðva, er senda rafbylgjur út í einu, sem auðvitað kemur fyrir oft daglega á loftskeytastöúvum. — Það sem gerir það grunsamt með Vol- túrnó-brunann er það, að skipið var einmitt mitt á milli hinna sterku skeytastöðva Eiffelturnsins í París og stöðvarinnar í Glace Bay við »VínIand hið góða«. Toulon er líka mitt á milli Eiffelturnsins og skeytastöðvarinnar í Bízerta í Túnis. Og Cardiff er mitt á milli Eiffel- turnsins og stöðvarinnar Clifden á írlandi — alt í beinni línu. En hvort sem slysin á þessum þremur stöðum hafa orðið af völd- um rafbylgna frá skeytastöðvum eða ekki, þá er svo mikið víst, að mögulegt er það, enda eru menn nú farnir að gera ýmsar ráðstafanir bæði í námum og annarsstaðar þar sem bráðeldfimt er, að ekki séu skilyrði fyrir myndun rafneista neins- staðar fyrir hendi. Thora Friðriksson kenn- ir eins og að uudanförnu. Til við- tals 10—11 f. m. Vonarstr. 12. Heimakensla fæst fyrir börn innan 10 ára. Smiðjustíg 7 niðri. Frakknesku kennir Adólf Guðmundsson Vesturgötu 17. Heima frá 4—6. Iflga Lára Lárusdóttir Miðstræti 5 kennir allskonar hannyrðir. Iflga Lára Lárusdóttir Miðstræti 5 kennir ensku og dönsku. BÆJARFRETTIR Hannes Hafstein er á góðum batavegi. Jón Hj. Sigurðsson læknir liggur í Iungnabólgu. Ferðasaga austur um sveitir eftir ritstj. þessa blaðs, verður birt eins fljótt og hægt er rúms vegna. -J Meðal annars er lýst réttalífi í kunn- ustu rétt Suðurlandsundirlendis, — Landrétt. Gestlr í bænum. Með bíl komu í gær sr. Jakob Lárusson í Holti með frú, Guðbrandur Magnússon og frú Margrét Lárusdóttir á Stór- ólfshvoli. — Ennfremur eru þessir hér gestkomandi: sr. Ólafur Sæ- mundsson í Hraungeröi og Skúli Thorarensen í Kirkjubæ. Landsbókasafnið. Sökum van- skila, sem orðið hafa á skóhlífum, regnkápum, regnhlífum o. fl. í for- dyri Landsbókasafnsins, veröur þ. 1. okt. sá siður upptekinn, að kven- maður verður fenginn til að hafa gætur á því, sem gestir hafa með- ferðis. Ennfremur verður gestum gert að skyldu að láta umsjónar- konuna geyma1, þær bækur, sem þeir kynnu að hafa meðferðis, með- an þeir dvelja á salnum, því að framvegis verður einungis leyft að nota bækur safnsins á lestrarsaln- um. Umsjónarkonu skulu goldnir 5 aurar af manni fyrir geymslu daglega. Yfirforingi »Fálkans«, Saa- bye, kom inn á afgr. Vísis í gær og gat þess, í tilefni af greinum ? þeim, sem birtar voru viðvíkjandi »Fálkanum« í gær, að »Fálkinn« . flaggaði ekki samkvæmt venju, nema þegar einhver létist á skipinu og þegar dauðsföll væru innan kon- ungsættarinnar eða æðstu embættis- manna landsins. Einnig sagöi hann, að liðsforinginn hefði beðið um skeyti á símstofunni af því, að »Fálkinn« heföi fengið loforð fyrir skeytum hjá stjórnarráöinu, og hefði liðsforinginn því tekið Central News- skeytin fyrir opinber skeyti. Bráðabyrgðarlög til þess að setja vöruverðinu hér takmörk, er í ráði að setja. Hefir verið leitaö á- lits sýslumanna landsins um málið og þeir verið þess yfirleitt hvetj- andi. Heimildar til þess mun bráð- lega leitað hjá konungi. Ferð Hermóðs. Skeyti kom í gær til Stjórnarráðsins frá þeim Sveini Björnssyni og ÓI. Johnson. Segja þeir að Hermóður muni leggja af stað frá New York hing- að áleiöis á föstudaginn. Fréttlr utan af landi verða að bíða næsta blaðs. Komast ekki í blaðið í dag sökum rúmleysis. Emailernð óúsáhöld Auglýsendur eru vinsamlega beðnir um að koma auglýsingum sínum tímanlega á afgr. Vísis. ódýrust í Liverpool. Jarðarber (niðursoðin) best og ódýrust í Liverpool. KAUPSKAPUR | A f s I át t a r hestur til sölu. Uppl. á Laugaveg 70. Á b u r ó kaupir Laugarnesspítali. K ú 1 u r i f f i 11 til sölu Afg. v. á.. N ý r fermingarkjóll til sölu á Kárastíg 8. NÝJA VERSLUNIN — Hverfisjjötu 34, áður 4D — Flestalt (utast og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fleira. GÓÐAR VÖRUR. ÓDÝRAR VÖRUR. Kjólasaumastofa. H æ n s n i, til slátrunar, til sölu. Grafarholti í Mosfellssveit. Morgunkjólar alt af ódýr- astir í Grjótagötu 14. Kommóða, maskínuborð, rúm- stæði, rúmtepp i og m. fl. til sölu Uppl. á Skólavörðust. 6 B (uppi). 'Grammofónplötur eru til sölu fyrir hálfvirði. T. Bjarnason, Suðurgötu 5. Tveggja manna rúm til sölu (næstum nýtt) fyrir hálfvirði. Uppl. Vesturgötu 50 (búðinni). H a f s í 1 d til sölu og margs- konar gagnlegir munir með og undir hálfvirði. Uppl. gefur Th. Cjarval, Hótel ísland. N ý og gömul karlmannaföt og íslensk ullar nærföt, sokkar o. fl. fæst með mjög góðu verði á Njálsgötu 33 A. Járnrúmstæði meö fjaöra- botni til sölu í Bergstaðastr. 43. Sér1ega fa 11egur hengi lampi fæst meö tækifæris verði. Af- greiðslan vísar á. O f n , sem hægt er að alda á, óskast fyrir annan stærri. Vitastíg 8. TAPAÐ.-FU NDIÐ H æ n a hefir tapast. Skilist á Laugaveg 40. Brjóstnál töpuð. Skilist á afgr. Vísis. B u d d a hefir tapast. Skilist á Skólavörðustfg 17B. Nýsilfurbúin svipa fundin. Vitjist til Jóh. A. Jónss. úrsmiös Laugaveg 12. T a p a s t hefir veski með pen- ingum í frá Bifreiðarstöðinni að húsi 54 við Vesturgötu. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því á Vesturg. 54. HUSNÆÐI **«■ 2 herbergi og eldhús osk- ast frá 1. okt. helst nálægt mið- bænum. Uppl. í síma 389. S t ú 1 ka óskast í herbergi með annari. Uppl. Bergstaðastr. 11B uppi. Sólrík slofa til leigumeðhús- gögnum nú þegar, Afgr. v, á. H e r b e r g i til leigu með öll- um þægindum. Uppl. á Laugaveg 42 (búðinni). H ú 3 n æ ö i og fæði geta 3— 4 stúlkur fengið f Bergstaðastæti 27. S t o f a til Ieigu. Uppl. hjá Haf- liða Hjartarssyni. H e r b e r g i óskast fyrir ein- hleypann. Uppl. Þingholtstr. 1. T i 1 1 e i g u herbergi með hús- búnaði, miðstöðvarhita, Ijósi og ræstingu. Amtmannsstíg 4 niðri. >♦< FÆÐI >♦< G o 11 f æ ð i geta nokkrir menn fengið frá 1. okt. í austurbænum. Á sama stað stofa til leigu fyrir einhleypa. Afg. v. á. F æ ð i og húsnæði fæst á Lauga- veg 23. Kristín Johnsen. F æ ð i verður selt á Skólavörðu- stíg 4 hjá Guðrúnu Jónsdóttur. F æ ð i fæst í Lækjargötu 12B. Anna Benediktsson. C« o 11 F æ ð i fæst í Bergstaða- Stræti 27. Mjög ódýrt fæði geta 2—3 menn fengið. Afgr. v. á. »♦« VINNA S t ú 1 k a óskar eftir vist á fá- mennu heimili. Uppl. Laugaveg 72 uppi. Bókband. Eg undirritaður tek að mér að binda inn gamlar og nýjar bækur. Vandað verk, fljótt afgreitt, 'ódýrt. Reynið mig! Guðrnundur Höskuldsson, Frakkast. 24, (vinnustofa á Njálsgötu 33 B.) Sigurð Halldórsson Skólastræti 5 var.tar unglingsstúlku 15—16 ára á gott sveitaheimili nú þegar. Dugleg og umgengnis- góð stúlka óskast í ágæta vist, helst yfir árið, utan Reykjavíkur. Hátt kaup. Afgr. v. á. S t ú I k a getur fengið vist strax í Bergstaðastræti 27. S t ú 1 k a óskar eftir atvinnu við afgréiðslu. Uppl. Lindargötu 10B. Þ j ó n u st a og strauning fæst í Bergstaðastræti 17 hjá Margréti Jónsdóttur. S t ú 1 k a óskar eftir morgunverk- um í góðu húsi. Uppl. á Hverfis- götu 74. Dugleg stúlka óskast í vist fyrrihluta dags. Miðstræti 5. S t ú 1 k a óskast í vlst. Upplýs- Ingar á Bergstaðastíg 6C niðri. E g u n d i r r i t u r tek að mér að hreinsa mótora. Tryggvi Ásgrímsson, Njálsg. 29. S t ú 1 k a óskast í vist nú þegar. Uppl. á afgr. S t ú 1 k a óskast f vist nú þegar. Uppl. í Miðstræti 6 uppi. K<m»mmmmmmmrn>mmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmm^mmmmmm^mmmmmmmt^^ Prentsmiðja Sveins Oddssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.