Vísir - 01.11.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 01.11.1914, Blaðsíða 3
V IS IR Gamla Bíó sýnir nú úrval af skemtilegum smámyndum. Eins og fyr hefur verið drepið á hér í blaðinu eru smá náttúrumyndir og gamanmynd- ir miklu skemtilegri heldur en mörg af þessum löngu leikritum. Er eg sannfærður um að menn munu styrkjast í þessari skoðun er þeir hafa séð myndirnar sem nú eru sýndar í Gamla Bíó. R. Kýmni Það skildist. Dag nokkurn, þegar Róbert litli var að koma heim úr skólanum, misti hann aðra skóhlífina af sér í forinni á götunni. Þegar hann var búinn að ná henni, settist hann á blauta götubrúnina og fór að láta hana á sig. Á meðan hann var að því geng- ur kona nokkur framhjá, og segir við hann: »Nei — Robert litli! Hvað ertu nú að gera ?« Án þess að líta upp, eða hætta viö að láta á sig skóhlífina, svar- aði hann : »Eg er að leitast við að gera tvent: Láta á mig skóhlífina, og skifta mér ekki af því, sem mér kemur ekkert við,« A: Ætlar þú ekki að láta ætt- ingja þína brenna þig þegar þú deyr ?< B: Nei, það læt eg fjandann gera. Margarine 4 teg. hver annari betri hjá Jóni frá Vaðnesi. *\lt\Utvae$ev £e^e-^temet^avex\ Státsfú\>astt\\&\a byggir sérstaklega botnvörpunga og breytir vanalegum gufuvélum skipa í yfirhitunarvélar. Umboðsmaður okkar hr. Sigfús Blöndahl Reykjavíic Hamburg 11 gefir allar frekari upplýsingar. Bifreiðarfélag Reykjavíkur fer í dag á hverjum klukkutíma milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og 3 ferðir til Vífilstaða kl. 10,12 og 2. 4 tt S U t l kaupir hæsta verði gegn peninga- borgun. ’y.íSfw 3^.^^\om$et\ SYKPR kaupa menn helst í Liverpool. Allskonar prjón fljótt og vel af hendi leyst í Fischerssundi 3. MARGRÉT JÖNSDÓTTIR. IO-KAFÉ EK BEST SIMI 349 IfartYÍg ^ielsen. tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm trnammmmmKmmmmmmmmm Haframjöl, Hveiti, Gfrjón langbest og ódýrast í LIVERPOOL. Feikna mikið úrval af hinum alþektu slUJöWm komið aftur í AUSTURSTRÆTl 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Námfús piltur 15 til 17árasem vill með öðrum á sama aldri Iæra: ensku, dönsku, íslensku og reikning, getur fengið ódýra kenslu hjá góðum kennara ef hann gefur sig fram í dag eða á morgun fyrir hádegi á afgreiðslu þessa blaðs. Prima netagarn nýkomið til Slippfélagsins. Höliin í Karpatafjöllunum, Eftir Jutes Verne. Frh. Þaö voru hvorki andar eða draug- ar, sem höfðu tekið á sig mann- gerfi, hann mátti öllu heldur vera glaöur yfir þessari heimsókn sem aö líkindum mundi aftur víðfrægja veitingahúsiö, og hæna alla gömlu gestina þangað aftur, »Hvaö er lan^t til Kolosour?* spurði greifinn. Hér um bil fimtán mílur, þegar fariö er stystu leið, Jgegnum Pet- foseny og Kerlsburg,« svaraði Jónas. »Er vegurinn mjög ógreiðfær?* »Já, fyrir gangandi menn, en ef greifanum þykir það ekki við mig, — þá held eg að best væri fyrir yöur, að hvíla yður nokkra daga, áður en . . . »Getum við fengið kvöldmat?* spurði nú greifinn, dálítið óþolin- Uióóur. »Ef að herrann vill bíða hálfan tíma, skal eg framreiða kvöldmat, sem varla á sinn líka. »Nokkur brauöstykki, vín, tvö eða þrjú egg og dálítið kjöt, alveg nóg fyrir okkur í kvöld*. »Það er mér sönn ánægja að ... »En þér verðið að flýta yður« »Það skal koma á augabragði.« »Um leið og Jónas sagði þetta ætlaði hann á stað niður í eldhús, en staönæmdist, er hann heyrði greifann spyrja: »Þaö viröist vera lítið um gesti hjá yður núna? »Því er nú ver og miður; hér er engin nema herrann sjálfur og þjónn hans.« »Eru menn ekki vanir að sitja að drykkju og spjalla saman um þetta leyti ?« hélt greifinn áfram. »Ónei, herra greifi! Það er nú ekki lengur siður. Hér í Werst sofna menn um leið og hænsnin nú á dögum«. Jónas mundi ekki, hvað sem í boði var, hafa sagt hvernig á því stæði að enginn gestur væri í veit- ingahúsinu. »En það eru þó fjögur — eða fimm hundruð íbúar hér í Werst- þorpinu?« »Jú, eitthvað þar um bil, hr. greifi.* »Og viö mættum þó ekki nokk- urri sál á götuní, þegar við kom- um hingaö.* »Það getur vel verið . . . það er líka Iaugardagur í dag, og eins og greifinn veit er það dagurinn á undan sunnudeginum, og . . . Til allrar hamingju fyrir Jónas, sem ekki vissi hvernig hann átti að komast úr þessum vandræöum, spurði greifinn ekki frekar. Hvern- ig gat hann komið ókunnugum manni í skilning um ástandið eins og það var? Um það mundi hann fá að vita nógu snemrna; og hver vissi, nema hann mundi í skyndi fara burtu af þessum stað, þar sem svo margt undarlegt og óskýran- legt bæri við. »Eg vildi að hamingjan gæfi, að andinn færi nú ekki að tala undir eins og þeir eru sestir,« hugsaði Jonas, er hann Iagði snjóhvítan dúk á borðið, og bar á það alls- konar öróðríæti. »Eftir dálítinn tíma var máltíðin reiðubúin, og greifinn v. Telek, settist við borðið, beint á móti þjóni sínum Rotzko — þannig sátu þeir ávalt á ferðalagi — og Dáðir gæddu þeir sér á matnum, en að því ioknu héldu þeir til herbergja sinna. Þar sem ungi greifinn og Rotzko ekki höfðu skifat á einu einasta orði undir borðum, gat Jónas ekki, sér til mikillar sorgar, tekið þátt í samræðunum. Greifinn v. Telek, virtist ekki vera neitt opinskár, og um Rotzko, er það að segja, að Jónas var þess fullviss, að ekki mundi hægðarleikur að fá hann til að leysa frá skjóöunni um hús- bónda sinn. Jónas varð þannig að láta sér nægja að bjóða gestum sínum góða nótt. Áður en hann sneri við, leit hann umhverfis sig í gestastofunni, andaði djúpt og tautaði: »Eg vildi óska að djöfulsraustin léti þá í friði í nótt.« Nóttin leið án þess að nokkuð bæri viö, og í bítið næsta morgun berst sú fregn óðfluga út um þorpið, að tveir ferðamenn hefðu sest að í veitinga- húsi Jónasar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.