Vísir - 18.12.1914, Síða 1

Vísir - 18.12.1914, Síða 1
Annað blað af Vísí kemur síðar í dag með nýjustu fréttír. 1268 V í S 1 R W . V 1 S 1 R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tun^u. Um 500 tölublöð urr. árið. Verð innanlands: Linstök blöð 3 au. Mánuöur 60 au Ársfl.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2Va doll. Föstudaginn 18. desembsr 1914; kemur út kl. 12áhádegl hvern virkan dag. - Skrit- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjor i: GunnarSigurösson(fráSela- læk). Til viðt.venjul. kl.2-3siðd. FRÁ SORG TIL HAMINGJU Mikill frakkneskur sjónleikur í 3 þáttum. Fögur og átakanleg mynd, ágætlega vel leikin. Stærsta orusta veraldarsögunnar. Eftirfarandi smágrein er Iauslega þýdd eftir Lloyds Weekly News og er kafli úr grein ritaöri af William le Queux: Þaö var auösætt, aö það var alt of freistandi fyrir herkæna Þjóöverja aö koma því til leiöar, að hræöslan vekti Englendinga af jafnargeðs- mókinu, til þess að þeir kæmu henni ekki í framkvæmd. Þeir drógu því saman ógrynni liðs frá Lothringen og frá víglínunni viö Aisne; öllu því einvalaliði, sem unt var aö ná saman frá víglínunni, var skipað til framsóknar. Og saman við þetta lið var blandað landverðinum, liðinu, sem tekið hafði Antwerpen, öllum sjálfboða- liðum, setn komið höfðu, ungum drengjum og gamalmennum — alt þetta iið var hnoðað saman í hersveit- ir, og hafði|þeirra líki aldrei sjest áður, en foringjarnir voru týndir Siman úr öllum áttum. Þessar ósamkynja liðsmannahrann ir, sem að nokkru leyti voru vopn- aðar meðúreltum vopnum, rudd- ust gegn liði Englendinga og Belga, sem gæta átti Dunkirk, Cal- ais og Boulogne. Þessi árás var ótrúlega æðisgengin, og í allri hern- aðarsögunni er eigi unt að benda á neitt, sem komist geti í hálfkvisti við hana; jafnvel ekki árásir hirð- ingjaliðsveita Genghis Khan’s, sem fóru yfir eins og æðandi vatnsstraum- ur, er unt að bera saman við hana að því, er snertir æði og algert hirðuleysi. Og það hefir verið einkenni þýskrar herstjórnar í ófriði þessum, að meta roannslífið að engu. Það er kenning Þjóðverja, að ekkert verði gert í hernaði, nema með blóösúthellingum, að menn séu ódýrir, að engi sigur geti ver- ið dýrkeyptur. Þeirra meginregla er, að Iáta sem mest verða af högg- inu, hvað sem það kostar, sem auð- sælega befir komið í ljós í orust- unni við Marne og á leiðinni það- an til Aisne. Þar gengu þeir fram þéttum fylkingum, maður við I O O. F 96 18129 III S I M S K E Y T I London 17. des. kl. 9,SI f. h. í skothríðinni á Scarborough, Hartlepool og Whitby fórust um þrjátíu manna, og voru það aðallega borgarar. Bresk herskip eltu þýsku herskipin, en þau sluppu undan. París: Bresk flotadeild hefir skotið á Westende. Bandamenn hafa haldið áfram að vinna ofurlítið á á norður- herstöðvunum. Central News. Njöröur síöðvaður Elíasi Stefánssyni útgerðarstjóra barst svo hljóðandi skeyti í gær frá umboðsmanni skipins í Fleetwood: Njörður var tekinn í Stornoway af hinu breska hervaidi. Vér munum gera okkar besta til að losa skipið aftur. Marr. Enginn veit upp né niður um þenna einkennilega atburð og bíða menn óþreyjufullir eftir frekari fréttum. Hefir skipið sýnt bresku stjórn- inni óhlýðni ? Eru skip undir dönsku flaggi ekki lengur óhult? Eða er þessi ráðstöfun gjörð aðeins til þess að rannsaka botnvörpinginn ? Sú skýring virðist sennilegust, þar sern nýlega hefir komist upp um út- lenda botnvörpunga, að þeir voru að íeggja tundurdufl fyrir Þjóðverja. Sjálfsíæðisf él agi ð heldur fund í Goodtemplarahúsinu þ. 19. þ. m. (laugardag) kl. 81/, e. h. Prófessoi Einar Arnorsson talar. Einungis sjálfstæöismenn, konur jafnt sem karlar, fá inngöngu. BRÆÐURNIR EGGERT og RÓRARINN GUÐMUNDSSYNIR taka að sér að kenna á fiðlu, píanó og orgel. Sími 454. Skrifstofa Elmskipafjelags íslands, í Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. m m TIL SÖLU HLUTABRÉF í Eimskipafélagi íslands. Afgr. v. á afar mikið úrval kom nú með »Botnia« og verða seldar óvanalega ódýrt til jóla. Sturla Jönsson. Nýja Bíó Tvíburarnir. Amerísk gamanmynd. Leyndardómurinn Amerískur sjónleikur. Aðalhlutverkið leikur Maurice Castello. Bréf,merkt*Trygð 909* Hjúskaparauglýsing og afleiðing- ar hennar. mann, gegn vítiseldi skotvopnanna. En þetta var einungis forsmekk- ur þess mannfalls, sem síðar varð milli skurðanna og ánna og flóð- stýflanna, sem liggja eins og net um alt héraðið, sem er forvörður Dunkirk. Ait það mannfall, sem á undan var gengið, var smáræði, samanborið við þá slátrun, sem þar varð. Ég get því aðeins gefið Ijósa hugmynd um erfiðleika þá, sem Þjóðverjar áttu við að stríða, með því að lýsa í fáum orðum landinu,. sem leið þeirra lá um. Um það þvert og endilangt liggja síki, ár og skurðir, sem hafa verið eins og nokkurskonar víggirðingar af nátt- úrunnar hendi, og hinu megin við þær hafa bandamenn legið með skotbúnar hríðskotabyssur og fall- byssuröðina þar fyrir aftan á sem heppilegustum stöðum. Fjarlægðin milli skurðanna er ef til vill ensk míla, og yfir þá liggja eiginlega engar brýr, og skurðirnir og árnar, sem breytt hefir verið í skurði, eru svo diúpir, að þeir eru ekki væðir. Og ef í nauðirnar rekur, má grípa til síðasta úrræðisins, að veita vatni á mest alt landið, sem heflr ver- iö gert áður, eins og skýrt hefir verið frá, og sem neyddi Þjóðverja. til að hopa. Það væri nærri sanni að segja, að það sé óvinnandi verk, sem Þjóðvenar hafa færst í fang. Þó sendu. Pjóðverjar lið sitt í hrönn- um — framliðið — varahðið — æft lið og óæft, unga menn og gráskeggjaða öldunga, gegn víggirð- ingum, sem voru nálega óvinnandi, út í svo ógurlegt blóðbað, að slíkt hefir aldrei fyr sést. Því sem hér fór á eftir, verður varla með orðom Iýst. Þjóðverjar fjellu hrönnum saman. Vatnið í skurðunum varð bókstaflega blóð- rautt; milli Nieuport og Dixmude fyltu dauðra manna búkar upp skurð- ina og gengu Þjóðverjar þar yfrum, svo sem væru það brýr. Englendingar munu síst láta á sér standa að meta hreystina, og enginn mun reyna til að neyta eða

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.