Vísir - 18.12.1914, Qupperneq 4

Vísir - 18.12.1914, Qupperneq 4
VÍSIR Þeir, sem ekki mættu Cdag tií aö Játa skrásetja sig í varaslökkviliðinu aðvarast um að mæta til skrásetningar í slökkvistöðinni laugard, 19. þ. m. kl. 2—7 síðdegis. Þeir, sem ekki mæta eftir þessa aðvörun, verða kæröir til sekta, eins og lög standa til. VaraslökkTiliðsstjórinn í Eeykjavík 17. desember 1914. Pétur Ingimundarson. TJÉRMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum, að okk- ar elskulega dóttir Dagmar Sig- ríður, andaðist að heiinili okkar Orettisgötu 24, þ. 16. des. Jarð- arförin veröur ákveðin síðar. Rvík þ. 17. des. Guðfinna Gíslad. Matth. Matthíass. TTÉRMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum, að í gær kl. 53/4 e.h. þóknaðist drottni að kalla til sín minn elskaða eig- inmann Guðna Þorlákson trésm. á heimili sínu hér í Hafnarfirði. Jarðarförin verður ákveðin siðar. Hafnarfirði 17. des. Margrét Porláksdóttir. <Jv\Vu^\\xmaut\a Eg sé mér ekki fært, meðal ann- ars sökum heilsu minnar, sem er um þessar mundir ekki eins sterk og ég vildi kjósa, að framkvæma skírnir um hátíðirnar á sama hátt og vant hefir verið, að fara lieim á 40—50 heimili austur og vestur um^bæ eftir messuá hátíðisdögunum. —En samt vil eg ómögulega svifta foreldrin þeirri ánægju, að láta skíra börn sín um jólin. — Eg heíi því áformað, í samráði við stjórn safn- aöarins, að hafa sérstaka skírnar-guðsþjónustu í Fríkirkjunni á hádegi á annan dag jóla. — Eru þaö vinsamleg til- mæli mín, að þeir foreldrar, sem vilja láta skíra börn sín um þessar hátíðir, komi þangað með þau, ef heilsa leyfir. Stutt ræöa verður haldin við skírnina og sálmar sungnir af 60 barna söngflokk undir stjórn organista Jóns Pálssonar. Auðvitað eru allir velkomnir, sem Við vilja vera. Vona eg, aö þessi athöfn geti orðiö bæði hátíöleg og ánægjuleg fyrir alla. Þeir, sem vilja láta skira, geri mér aðvart á undan. Eg er venju- lega heima kl. 11—1 um miöjan dag og kl. 7—8 e. h. Venjuleg hátíðaguðsþjónusta fer fram, ef guð lofar, kl. 5 e. m. á annan í jólum. Hátíðamessurnar verða auglýstar síðar. Reykjavík 17. des. ’14. ólafur Ólafsson. Frfkirkjuprestur. Hátlæði í dag. Árdegis háflæði kl. 6,8 Síðdegis háflæði kl. 6.32. Afrnæli á morgun : Hallgrímur Tómasson, kaupm. Kristján S. Sigurðsson, trésmiður. Jón Jónscn, sá er bjó með Júlíönu þeirri, sem réð bróður sínum bana í fyrra, var fluttur á Klepp 15. þ. m. Snotur a’rnanök hafa verslanirnar Björn Kristjáns- son og Vöruhúsiö sent Vísi. Jón Péíursson dó á Kleppi í fyrrinótt. Hann var oröinn fjörgamall, á áttræðis- aldur, og hafði verið geðveikur í nokkur undanfarin ár. Jón var ættaður frá Helluvaði í Rangárvöll- um og bjó lengi í Vetleifsholti í Holtum. Jón sál. var greindur maður og drengur góður. Hann var kvæntur Guðríði Filippusdóttur frá Varmadal. Þau hjón áttu fjölda af mannvænlegum börnum, meðal þeirra eru 2 synir í Ameríku. Póstkort af Heklu með litum. í vetur kom hingað kort frá Þýskalandi af Heklu, tekiö eftir málverki og með litum málverks- ins. Málverkið er eftir M. Kiichler, Kortið er sérstaklega snoturt og vel gert, eitt af þeim allra bestu lands- lagsmyndum, sem hér er völ á. Menn ættu nú heldur að kaupa þetta kort en útlent kortarugl. Kortið fæst f flestöllum kortabúð- um, en aöalútsölu hefur bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Eggert Ólafssón kom til Fleetwood f gær. H Alklæðið MARGEFTIRSPURÐA KOMIÐ AFTUR. ENNFREMUR MARGAR TEGUNDIR AF Dömuklæði SfutU ^ónsson Síðasti fyrirlestur Páls Sveinssonar um frakkneska tungu er í dag kl. 7 i háskólanum (I. deild). Nirði var slept aftur í gærdag, að því er símskeyti til útgerðarstjóra Elísar Stefánssonar sagði. Kom það seint í gærkveldi. Guðni Þorláksson trésmiður í Hafnarfirði dó í gær. Hann var vellátinn dugnaðarœaður. G ó ð u r ofn lítið brúkaður tií sölu á Laugaveg 15. D u I r ú n i r er besta jólagjöf, S t ó r t píanó í góðu standi er til sölu nú þegar. Uppl. gefur ísólfur Pálsson, Frakkastíg 25, (heima kl. 3—4). V I N N A Sendisveinar fást ávalt f Söluturninum. Opinn frá 8—11. Sími 444, Pétur A. Ólafsson konsúll frá Patreksfirði, sem dval- ið hefir hér um tíma, fór heim til sín í gær með botnvörpung. Skallagrímur kom til Fleetwood i gær. **< HÚSNÆÐI *+*■ G o 11 herbergi til leigu nú þegar með ágætum húsgögnum, ef óskað er eftir. Uppl. á Grettisg. 46. L i ð 1 e g stúlka óskast til hrein- gerninga eða snúninga nú þegar allan daginn. Afgr. v. á. Myndir fást innrammaðar á Lindargötu 8B. Á G r e 11 i s g ö t u 55 er sóln- ing 25 au. ódýrari en annarsstaðar í bænum. A f sérstökum ástæðum óskast vinnukuna nú þegar. Afgr. v. á. TAPAÐ — FU NDIð j KAUPSKAPUR N ý 11 skrifborð til sölu. Fall- eg jólagjöf. Afgr. v. á. N ý 1 e g spariföt til sölu með hálfvirði á afgr. Vísis. T i 1 sölu nýtt dömuúr fyrir afarlágt verð. Á afgr. Vísis. F a 11 e g i r morgunkjólar hent- ugir til jólagjafa í Doktorshúsinu (vestanverðu). Grammophonplötur eru til sölu eða skifta. Afgr. v. á. T i I sölu lítið brúkuð barns- vagga, með tækifærisverði. Frakkastfg 6A, niðri. F u n d i n lesbók með fullu nafni. Vitjist á Suðurg. 13. L í t i 11 telpuhattur brúnn með snúru, tapaður í gær frá Lauga- veg 53B niður á Hverfisgötu 60 Finnandi er beðinn að skila hon honum á Laugaveg 53 B. Fund- arlaun borguð. Lyklakippa fundin. Vitjist á Njálsgötu 34. flMW- Blár köttur (læða) með hvíta bringu og örðu á löpp, með ól um hálsinn, merkta: Laufásveg 4, hefir tapast. Finnandi beðinn að skila honum þangaö gegn fundarlaunum, Preata®iöj« ivmm O^ámamr

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.