Vísir - 01.04.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1915, Blaðsíða 1
1375 ÍB 5 V 1 S 1 R BT ■ V 1 S 1 R Stærsta, besta og ódýra sta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð3au. Mánuður 60 au. Arsfj. kr. 1,75. Arg. kr. 7,00. Erl. kr. 9.00 eða 21/, doll. SS 1 VISIR Fimtudaginn 1. apríl 1915; kemur út kl. 12 á hádegi hvern dag. Skrifslofa og afgreiðsla cr i Austurstræti 14. Opin kl. 7 árd. tíl kl. 8 síðd. Sími 400. Ritstjóri. Gunnar Signrðsson (fráSelalæk). Tilviðt.2—3. ! \ ^ 1 í —— ^SSetvSa sUyow o$ feampa\)\x\. S'W' \M* Kveðjuorð. Sökum þess, að þetta verður síðasta tölublað Vísis, sem eg gef út, flyt eg hér með öllum hinum mörgu og góðu styrktarmönnum blaðsins, meðan eg var ritstjóri þess, mitt innilegasia þakklæti. Orsökin til þess, að eg læt af ritstjórn, er sú, að eg ætla að halda áfram lestri undir lagapróf. þegar eg keypti blaðið og tókst á hendur ritstjórn þess, bjóst eg við, að geta atundað nám jöfnum höndum, að minsta kosti að ein- hverju leyti, en eg hefi nú kóm- ist að raun um, að nám og rit- stjórn dagblaðs er gersamlega ósamrýmanlegt. það var því um tvent að velja, að láta af ritstjórn eða hætta námi, en það hafði eg aldrei ætlað mér. Sökum þess, að mér þótti of viðurhlutamikið, sérstaklega á þessum óvissu viðsjártímum, að bera áhættuna af að eiga blaðið einn og sleppa hendinni af því, hefi eg selt mestan hluta þess. Aftur á móti hefi eg keypt prentsmiðju þá, sem Vísir er prentaður í, þar sem eg tel mér kleift, að annast rekstur hennar með náminu. það var einkum tilgangur minn með kaupum prentsmiðjunnar, að tryggja mér greiðari aðgang að því, að geta§gefið út blað eða tímarit að afloknu námi, því eg hefi sterkan hug til þess, þótt eg búist ekki við, að það verði Vísir eða annað dagblað, að minsta kosti ekki meðan dagblöð vor neyðast til að vera fréttablöð, skoðanalaus að mestu. Eg gengst fúslega við því, að þess konar blaðamenska er mér afar óljúf. Á þeim stutta tíma, sem eg hefi haft ritstjórn Vísis á hendi, hefi eg — eins og kunnugter — átt í ýmsum deilum, og blaðið hefir tvívegis verið beitt órétti allmiklum, er hefir bakað því fjár- útgjöld nokkur, en það skiftir minstu máli. Hitt er meira um vert, að ávalt hefir það komið í ljós, að blaðið hefir haft réttinn sín megin. Hylli blaðsins sýnir, að almenn- ingur hefir séð þetta og kunnað að meta, það sýnir kaupenda- fjöldi þess, það sýna hinar afar- miklu innlendu auglýsingar þess. það gleður mig og stórlega, Afgreiðsia Visis er fiutt á 9 Hótel Isiand (neðstu hæð) (Rakarastofu Joh. Mortens.) Inngangur frá Vallarstræti. Prentsm. Sveins Oddssonar % verður frá því í dag rekin undir mínu nafni. Menn þeir, sem kynnu að viJja láta prenta eitthvað í prentsm. eru beðnir að snúa sér til mín, eða verkstjórans Svein- björns Oddssonar. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. Hangikjötið góða ■ ■ - er komið til —...... —— Jóns frá Vaðnesi. TSKSSS I Ksss I . ®SSSS Ssss® ^\®sssS |C Ssssffl l\ ssssffi B ssssffl I 'J ®ssss^A.Sssss|^<|ssss@JLjb.®s^S^A. verður í verslun (juðm. Egilssonar, Laugaveg 42, gefinn mikill afsláttur Á KARLMANNAFATNADI, REGNKÁPUM KARLA OG KVENNA OG ÝMSRI VEFNAÐARV0RU. WYJA BIO Engin sýning fyrr en á annan í,páskum. að eg hefi getað hamlað blaðinu frá því, að verða klafabundið leiguþý erlendra stórþjóða. því er það mín innilegasta ósk, er eg læt af ritstjórn, að blaðið haldi sér eins og hingað til, algerlega hlutlaust í hildarleik þeim, sem nú er háður af stórþjóðum Norð- urálfunnar, enda veit eg að svo verður. Um leið og eg endurtek þakk- læti mitt til styrktarmanna Vísis, vil eg biðja þá þess, að þeir sýni blaðinu sömu vinsældir og áður. þótt maður, sá sem tekur við ritstjórn blaðsins, Hjörtur Hjart- arson cand. jur., sé að vísu lítið kunnur að því er ritmensku snert- ir, eins og flestir ungir menn, vænti eg þess þó fyllilega, að hann muni rækja starfa sinn vel og samviskusamlega. þess skal og getið, að starfs- menn blaðsins verða flestir hinir sömu, þar á meðal hinn kunni íslenskumaður og„stílisti“,Andrés Björnsson. Eg mun við og við skrifa eitt- hvað í Vísi meö fangamarki mínu (G. S.), eins og eg hefi tíðast gert upp á síðkastið. Gmnar Sigurðsson (frá Selalæk). Leikfélag Eeykjavíkur t Imyndunarveikin. eftir J. B. P, Moliere, verður leikin í síðasta sinn á annan páskadag (5. apríl). Aðgöngumiða má panta í bókav. ísaf. á laugardaginn. | Paníaðra aðg.miða sé vitjað |l fyrir kl. 3 leikdaginn. Rétilætishugtakið mælt á ísienskan rnæli- kvarða. (Eftir G. S.). þið munið eftir sögunni um Evu og skilningstréð góðs og ils. Áður en höggormurinn ginti Evu til að eta af því, vissu þau Adam engan mun á illu og góðu, en lifðu áhyggjulausu sakleysislífi. Langt er síðan að augu frum- byggja heimsins „lukust upp og þeir urðu eins og Guð í því, að þekkja gott og ilt“. það virðist líka svo sem tími væri kominn til þess, að himna- faðirinn gæfi mönnum aftur kost á að eta af nýju skilningstré, sumstaðar að minsta kosti, og það er trúa mín, að hvergi væri fremur þörf á slíku, en einmitt á Fróni, þótt fáum muni hér ganga sakleysi til, að þeir ekki kunna skil á illu og góðu. það er nú að vísu svo, að réttlætishugtakinu er ekki gert sérlega hátt undir höfði um þess- ar mundir, þar sem hnefaréttur- inn gildir nú fullkomlega í þeim hluta heimsins, sem best siðaður hefir verið talinn, en þó efa eg, að réttlætistilfinningin sé í raun Framhald á 4. síðu. *}Caup\S öl \xí Gt$eÆ\x\x\\ ^§\tl §lialla^Y\mssow. 33 ö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.