Vísir - 01.04.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1915, Blaðsíða 3
V l $ I K ur, að því er þeim virtist, eitthvað frá sér, snýr því næst rakleiðis til lands og heldur beina leið til baka upp á veginn, þvert yfir holtið. Hvergi stansaði hún og gekk greitt. Konunni og förunautum hennar þóttf sem von var ferð konu þess- arar hiður með ánni einkennileg og biðu því, en hún virtist ekki gefa þeim gaum, hefir að Iíkindum haldið, að þau mundu ekki veita sér eftir- tekt, en halda áfram ferðinni. Þegar hún óð út í sjóinn, bjjgg- ust þau við, að hún hefði í hyggju að fyrirfara sér, en þau höfðu þvi' miður ekki hugsun á að athuga, hvort svo var sem þeim sýndist, að hún varpaði einhverju frá sér, eða hvað það var. Hvernig sem á för þessa er litið, er hún mjög svo einkennileg. Það er ótrúlegt, að kona þessi hefði snúið jafn rakleiðis til baka, ef það hefði verið ætlun hennar að fyrir- fara sér. Það er líka ólíklegt, að konan væri að koma neinu fyrir þarna og á þessum tíma, nema í glæpsamlegum tilgangi. En hvernig sem á ferðalagínu stendur, finst Vísi r'étt áð birta þetta, ef vera mætli að það yrði til þess, að greiða fyrir því, að málið yrði athugað ger, ef hér skyldi vera um glæp að ræða.' Kona sú, er sjónarvottur var að þessu, sagði ritstjóra Vísis sjálf frá þessu, og er hún í alla staði áreið- anleg og sannsögul, enda ber henni saman við hina sjcnarvottana að atviki þessu. langmestar byrgðir, alt vönduð vinna. Skólavörðustíg 22. — Sími 497. Matthíás Matthíasson. Boscombe- leyndardómurinn. Eftir A. Conan Doyle. I Frh. »Nei, þér hafið rétt fyrir yðuí«, mælti Holmes, stutturí spuna. »Þér álítið örðugt aö færa sannanir gegn staðreyndum.* »Eg hefi að minsta kosti aflað mér einnar staðreyndar, sem yður virðist veitast ærið örðugt að ná í«, mælti Lestrade, dálítið ertnislega. »Og hún er?« »Að Mc. Carthy yngri myrti Mc. Carthy eldri og allar gagnstæðar kenningar, eru aðeins svefngöngu- draumar.« »En skárra er þó að ganga í svefni, en komast ekki úr stað«, mælti Holmes hlæjandi. »En ef eg get rétt til, þá hlýtur það að vera Hatherly, sem er þarna á vinstri hönd.« »Já, það er rétt.« »Það er stór jörð og húsakynni mikil, tvílyft stofuhús með hellu- Þrátt fyrir verðhækkun á efni, j selur EYV. ÁRNASON lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar L í k k i s t u r Lítið á birgðir mínar og sjáið /nismuninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. Líkkistur W77 |ggg i ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómsögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima kl.l 1 —12 og 4—5 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður.* Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi) Venjul heima kl. 12-1 og 4-5 síðd. Talsíml 250. M # H Matardeildin í Hafnarstræti sími 211 er viðurkend fyrir að selja altaf besta matinn fást með öllum vanalegum litum af ýmsri gerð, einnig úr eik, sléttar eða skornar ef óskað er. Heigi Helgason, Hverfisgölu 40 (áður 6). Sími 93. Pönnukökur og lagkðkur eru Ijúffengastar með »Lemon Curd« úr Det kgL octr Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæð heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppi. Tennur dregnar út af læknidag- lega kl. 11 —12með eða án deyf- ngar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. Bjarni P». Johnson yfirdómslögmaður, Sími 263. Lækjargötu 4 Heima 12—1 og 4—5. GUÐM. ÓLAFSSON yfirdómslögmaður. Miðstræti 8 Sími 488. Heima kl. 6—8. Plægme^ar tek eg að mér í vor, í og umhverfis Hafnarfjörð og eins í Reykjavík ef óskað er, sömuleiðis að laga gaml- ar sléttur og rista ofan af. Utnsóknir séu komnar fyrir apríl- mánaðarlok. Hafnarfirði, Reykjavíkurveg J. Kristinn H. Kristjánsson. smíðar undirritaður, og gerir við Saumaveta*. Grettisg. 22 D. Sími 362. Erlingur Filippusson. Lítið hús Uppl. í Landsfjörnunni. Til páskanna má nefna: • Rjúpur38au.st, Nýtt og frosið kjöt flestar teg. Hangikjöt, Saxað kjöt, Kjötfars, Wienarpylsur Medisterpylsur o. fl. Isl. smjör, margar tegundir Rullupylsur, Kæfa Niðursoðið: KarbonaSe, Kjöt, Kæfa, Steik. Allir þeir, sem vilja fá góðan mat, koma því nú sem ella í Matardeild Sláturfélags Suðurlands f Hafnarstræti Sími 211. fefe €■■ ii Prentsmiðja Sveins Oddssonar. þaki og gulum skellum á gömlum og gráum múrnum. Okkur virtist þó óhugnanlegt að sjá gluggahler- ana lokaða og engan eim koma upp úr reykháfnum, rétt eins og ein- hver hrylling grúfði yfir húsinu. Við námum staðar fyrir framan dyrnar og þernan kom til dyranna, að tilmælum Holmes, og sýndi okkur stígvélin, sem húsbóndi henn- ar hafði verið í, þegar hann var myrtur. Einnig sýndi hún okkur stígvél sonarins, þó ekki þau hin sömu, sem hann hafði verið í, dag- inn sem morðið var framið. Þegar Holmes hafði mælt þau grandgæfi- lega á sjö til átta vegu, bað hann að vísa sér leið út í stakkgarðinn, og þaðan fylgdum við honum krók óttan veginn niður að Boscombe- vatninu. Sherlock Holmes varð allur ann- ar maður, þegar hann var kominn í þennan leiðangur; þeir sem aðeins höfðu séð hann rólyndan gerhyggju- mann og rökfræðing í Bakarastræti, myndu tæplega hafa þekt hann nú sama manninn. Ýmist brá fyrir glömpum í andlitinu á honum eða yfir það dró skugga, augnabrún- irnar hófust upp eins og svartar línur, og undan þeim leiftruðu stál- grá augun. Höfuðið var gneypt og herðarnar bognar, varirnar lágu fast saman og æðarnar þrútnuðu aftan á Iöngum og sinaberum hálsinum. Nasaholurnar víkkuðu ýmist eða drógust saman, rétt eins og veiði- græðgin hefði gagntekið hann, og hugsanir hans voru svo rígbundn- ar við rannsóknarefnið, að spurn- ingar okkar og athugasemdir fóru annað hvort gersamlega fram hjá honum, eða gerðu hann afundinn og viðskotaillan. Hann gekk hratt og hljóðlátur eftir veginum, er Iá yfir þverar engjarnar, og í gegnum skóginn niður að vatninu. Jarðveg- urinn var votlendur og mosabor- inn á þessum stöðvum, og víða sáust mannaför á veginum og í snöggu grasinu beggja megin. Stundum flýtti Holmes sér, stund- um stóð hann grafkyrr, og einu sirrni lagði hann dálitla lykkju á leið sína út fyrir veginn. Við Les- trade gengum á eftirhonum; hann var kæruleysislegur og háðskur á svip- irm, en eg athugaði vin minn í þeirri sannfæringu, að allar athafnir hana hefðu ákveðið markmið. Boscombe-vatnið er tjörn, umgirt sefi á alla vegu. Það er um 100 álnir að þvermáli og er við landa- merkin milli Hatherley og skemti- garðs Mr. Turner hins ríka. Oagn- vart okkur, hinum megin við vatn- ið, gnæfðu rauðir turnar herragarðs- ins upp yfir skóginn. Hatherley megin við vatnið var skógurinn mjög þéttur, og hér um bil 20 feta breið kjarngresisræma milli hans og sefsins, sem óx umhverfis vatn- ið. Lestrade vísaði okkur á staðinn, þar sem líkið hafði fundist; þar var jarðvegurinn svo gljúpur, að við sáum gerla farið eftir líkið. En það leyndi sér ekki á eftirvænting- unni í svipbrigðum Holmes og tindrandi augnaráði hans, að þar var margt annað að sjá í troðnu grasinu. Hann snuðraði þar um- hverfis eins og sporhundur, og sneri sér síðan að leiðsögumann- inum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.