Morgunblaðið - 02.10.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1914, Blaðsíða 1
Föstudag 2. okt. 1914 MOBGONBLADI 1. arganer 328 tölublad Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmið j a AfgreiðSlusimi nr. 140 : l '”H "H "Jl H J M GAMLA BIO < sýnir í kvöld upphafið að hinni feiknastóru mynd Fantomas Glæpasaga í 12 þáttum eftir hinni alkunnu frönsku þjóðsögu „Fantomas*. Ákaflega áhrifarík og skemtileg mynd um afreksverk hins ósvífna glæpamanns Fantomas og skart- •' 1 1 kvendisins Lady Beltham. „ — [ Bio-Kafé er bezt. f Sími 349. Hartvig Nielsen. t ir ,-n |K JL..-JL. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áður 4B) — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góöar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasaumastofa byrjaði 1. sept. Fantomas-kvikmyndin er hin stærsta kvikmynd, sem sýnd hefir verið hér á landi. Lengd allrar myndarinnar er 3800 stikur og eru fyrstu4 þættir hennar, 1100 stikur, sýnd- ir í kvöld. Framhaldið kemur á eftir. Sýningin stendur rúma klukkustund og ef til viU lengur. Samt sem áður er aðgönguverðið hið sama. Fylgist með frá byrjun og þér munuð verða að viðurkenna að þetta er sú bezta mynd, sern hér hefir sýnd verið. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12^/a—2 og 4—jVa- Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. Laukur fæst í verzlun Geirs Zoega. Skrifsfofa Eimskipaféíags Ísíands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 3—7. Tals. 409. Hið margeftirspurða Zephyr hálstau er nú komið aftur i v Vöruhúsið. Biðjið um: Mazaiattee og Lipton’s heimsfræga the í pökkum og dósum. Lipton’s sýróp, kjöt- extract, pickles og annað súr- meti, fisk- og kjötsósur alts- konar, niðursoðið kjöt og tung- ur, fæst hjá kaupmönnum um alt land. Umboðsm. fyrir ísland G. Eiríkss, Reykjavik. Neðanmals-sögur Morgunblaðsins eru langbeztar! Eríendar símfregnir London 30. sept. kl. 6 síðd. Meðan á árangurslausri skothríð á ytri viggirðingar Antwerpen stóð, féllu 20 sprengikúlur við Duffel-stöðina og gjöreyddu hóp fióttanianna. Allir ibúar í Alost, 33 þús. alls, hafa flúið þaðan eftir boði stjórnarinnar, áður en Þjóðverjar tóku borgina aftur. Þúsundir belgiskra flóttamanna leituðu hælis í hollenzkum þorpum við landa- mærin. — 38 þýzk herskip, þar af 9 bryndrekar og 7 flutningaskip sáust fyrir framan Windau þ. 24. septeraber. Þau burfu brátt aftur suður á bóginn. 18 tundurbátar og eitt beitiskip nálguðust Windau þ. 28.p sept., skutu út bátum og könnuðu dýpi, en hurfu á brottjer skotið var á þau úr landi. í skeyti frá Budapest er játað að|“Rússar hafi komist inn í Ungverjaland en að þeir hafi verið sigraðir. í skeyti frá Petrograd segjast Rússar samt hafa unnið^sigur og hafi Austurríkismenn mist allar fallbyssur sínar~og mörg hund- ruð fanga. Það er álitið að framfylking Rússa sé komin miðja vegu til Budapest. Orustan við Aisnefljótið heldur enn áfram mjög áköf. Ætlað er að úrslitin komi mjög bráðlega. Reuter. Leyndarmálið í hraðlestinni eða Máttur dáleiðslunnar. Stórkostlegur sjónleikur í 4 þátt., leikinn af ágætis leikurum. í aðalhlutverkunum m. a. V. Psilander, Sv. dqqerholm o. fl. Síðasta sinn í kveld! Hildarleikurmn. Undirbúningur I»jóðverja. ans á jörð - ulsins, sem unglinganna. til kennara Það er nú kunnara en frá þurfi að segja, að Þjóðverjar hafa í mörg ár búið sig undir ófrið. Vér höf- um reynt að vernda friðinn, en Þjóðverjar hafa aukið hergögn sín, lagt viðskiftagildrur og talið hern- aðarhug í þjóðina, til þess að geta þeim mun betur drotnað yfir heim- inum. Eg hefi daglega orðið var við það, hvernig piltarnir eru afvegaleiddir með illum áhrifum og kenslu. Þeg- ar eg les um hinar djöfullegu aðfar- ir 'Þjóðverja í Belgíu, þá stendur- mér fyrir hugskotssjónum hópur sak- lausra unglinga og mér virðist eg heyra hvernig kennarinn talar til þeirra. Þar stendur hann brennandi af áhuga og með tindrandi augum og flytur lærisveinum sínum kenn- inguna um hið vaxandi ríki keisar- - fagnaðarboðskap djöf- hrífur með sér hjörtu En þetta nær þó ekki þeirra, sem voru við skóla þann er eg kendi við. í dag- legri umgengni voru þeir alúðin sjálf, en ef þjóðernishroki þeirra vaknaði, keyrði ósvifni þeirra fram úr öllu hófi. I»egar til kastanna kemur. Eg minnist þess glögt, að eg var eitt sinn á gangi með einum þeirra. Hann var frá Dússeldorf og lipur- menni hið mesta og ágætis félagi venjulega. Talið barst einhvernveg- inn að Frakklandi og Frökkum og um leið var eins og fjandinn «hlypi í hann. Hann fór hinum ósvífn- ustu orðum um Frakka og sagði að fyr eða siðar rynni upp yfir þá þjóð hið hræðilega skapadægur, sem Þíóð- verjar nefna »Wenn’s losgeht« (Þeg- ar til kastanna kemur). Skoðanir manns þessa um England voru mjög svipaðar skoðunum annara Þjóðverja. Þeim stendur svo hjartanlega á sama um England. Það hefir engan her til þess að tefla fram á móti mil- jónum Þýzkalands og floti þess verð- ur innan skamms minni og auðvirði*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.