Morgunblaðið - 02.10.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1914, Blaðsíða 2
i V3° MORGUNBLAÐIÐ legri en keppinautur hans í Kiel. England hljóti því að sjá sinn kost vænstan í því að lækka seglin fyrir keisaranum og vera honum þakklátt meðan prússnesku liðssveitirnar leit- uðu ekki á það. Þannig eru skoð- anir þeirra. í skóla vorum voru óteljandi myndir af Bismarch og frá fransk- þýzka stríðinu. í ganginum á efsta lofti skólans voru ýmsar veggja- myndir, sem táknuðu setningar á »Aufruf«, ^kvæði Körners. Þessi setning: »Þú átt að reka stálið í hjarta fjandmanns þíns« var táknað með mynd af alblóðugum frönskum hermanni, lögðum í gegn með prússnesku sverði. Þjóðernishrokinn. Skólapiltur nokkur, sem var kom- inn til vits og ára ritaði eitt sinn leikrit nokkurt og var aðalhetjan franskur fyrirliði, sem varð uppvís að svikum og drepinn af prússnesk- neskum hermanni. Þessi sami stú- dent kom litlu síðar fram á sjónar- sviðið sem þessi fianski hermaður í þessum leik, en honum var tekið með fádæma fyrirlitningu og óhróðri meðal félaga sinna sinna. Þegar aldarminningin var hátiðleg haldin að Dúppel, talaði danskur maður um það hvernig Danir myndu snú- ast við því þegar missætti yrði með- al Þjóðverja og Frakka. A afmæli keisarans ritaði annar maður um þann ófrið er í vændum væri, sér- staklega milli Þýzkalands og Frakk- lands. Eigin reynsla min er eingöngu hróður á Þjóðverja hönd, því nem- endur mínir voru bæði fróðleiksfús- ir og námgjarnir. En svo fremi að eg mintist á það, vildu þeir fá að vita alt um styrkleika enska hersins og flotans. Þeir reyndu á allan hátt að stríða mér með orustunni við Helgoland. Þjóðernishrokinn bland- aðist inn í öll málefni þeirra, jafn- hliða mentuninni. Kennarar þeirra sögðu mér frá því hve mjög það gleddi Þjóðverja að standa við landa- mærin og mæla hve langt sjón þeirra næði inn í Frakkland. Meðan eg var við skólann, gaf hann út fyrstu rit sín á ensku. Og fyrstu rit hans voru laus við þjóðernis- hroka, en í þriðja ritinu stóð þetta: »Vér förum um Heidelberg, borgina frægu og fögru og vér dáumst að köstulum hennar, og þá mintumst vér með skelfingu hvernig borgirnar við Strasburg Minster höfðu gengið undgn okkur og mintumst hins heil- aga stríðs, sem háð var fyrir tæplega árhundraði síðan, þegar ræningjun- um og morðingjunum var hefnt fyrir verk sín. Kynni mín af þýzkum skólabók- um hafa verið mér fyrirboði þess, sem orðið er. Og það sem hér fer á eftir getur gefið hugmynd um galla þeirra — þjóðernishrokann. Þeim, sem hafa mest hæst að smíði »dreadnoughtanna« set eg hér til yfirlits klausu úr grein, sem nefnist: »Hvenær þörfnumst vér tíotansf* eftir P. Koch. — Sagan hermir oss enn fremur að herkostnaðurinn hefir aldrei orðið nokkurri þjóð of ægilegur. Nei, við- skifti og verzlun hefir blómgast og þjóðarhagur hefir vaxið við hvert stríð . . . Þannig er það, að áhrif flotans á sjálfstæði og öruggi þjóð- arinnar, hefir ákaflega mikla þýðingu. í Harms’s »Vaterlandische Erd- kunde«, sem er einhver bezta landa- fræði á þýðverska tungu, stendur þetta skráð um orustuna við Helgo- land: Það er athlægisvert að England skuli hafa fengið keppinautum sín- um vopnið i hendur. Það skorti eigi að gys væri gert að því árið 1890 þegar Vilhjálmur keisari skifti á Zanzibar og Helgolandi. Þá voru ensku blöðin full af sigurhrósi. En nú er komin önnur öld. Enn fremur má minnast á það, að vigahugs gætir hjá Þjóðverjum í kenslubókum þeirra um Frakkland. Til dæmis má nefna Dubislav og Boek’s kenslubók í frönsku (Franz- ösisches Uebungsbuch) þar sem þessi setning er þýdd úr franskri tungu: »Nú vita Frakkar það vel, að þeir eru minni máttar. Það er þess vegna ómögulegt að þeir ráðist á oss nema því að eins að þeir hafi öfluga bandamenn. Að visu er það satt, að Frakkar eru okkur vitrari sem stendur, en bráðum erum við jafnokar þeirra i þeim efnum«. Áuðvitað gætti og þessa þjóðern- ishroka Þjóðverja í ljóðum þeim, sem stóðu i kenslubókum þeim er notaðar voru við skóla okkar. Eg minnist þess glögt, hverja áherzlu sumir skólapiltarnir lögðu á þessar setningar i »Das Deutsche-Vaterland« eftir Ernst Moritz Amdt: Þetta er föðurland Þjóðverja, þar sem hver Frakki er fjandmaður. En seinasta kvæðið er um Vil- hjálm keisara og er eftir Felix Dalm. Úr því kvæði vil eg nefna þessar línur: »Þú sækist eigi eftir herfrægð heldur friðarfrægð. Friðurinn er frægð þín og laun. En rétt og heiður landsins ver þú með vopnið í hönd. Eldur brennur þér úr aug- um, og hina stærilátu hrokagikki skal eldörn þinn sundur tæta«. Grein þessi er rituð af enskum manni, sem hefir verið kennari við prússneska alþýðuháskóla (Ober- realschule) síðastliðið ár. Símfregnir. Ágætt veður í dag. Tíð fremur hagstæð til sveita. Slátrun byrjuð þessa dagana. Heillaskeytí. Forsetar alþingis sendu konungi vorum svohljóðandi símskeyti á fæð- ingardegi hans 26. sept.: Við flytjum hér með yðar Hátign þegnsamlegastar heillaóskir fyrir al- þingis hönd á fæðingardaginn, ásamt von og ósk um mörg farsæl og heillarík stjórnarár. Rvík 26. sept. Jul. Havsteen, Ben. Sveinsson pt. forsetar. SVar konungs: Havsteen og Sveinsson þingfor- setar, Rvík. Sorgenfri 26. sept. Bið yður að flytja alþingi hjartan- legt þakklæti mitt og kveðju. Christian R. Panamaskurðurinn opnaður. Um miðjan síðastliðinn mánuð var Panamaskurðurinn opnaður til al- mennings afnota. Er það tæpu */2 ári fyr en gert var ráð fyrir þegar Bandaríkjamenn byrjuðu að grafa skurðinn. Til merkis um það, hve útlend blöð flytja nú litið um aðra viðburði en þá, sem snerta ófriðinn að ein- hverju leyti, má geta þess, að blöð þau sem vér höfum séð, segja frá þessum merkisviðburði i 5—10 lin- um. «=3 DAGBÓfJIN. C=S Afmæli í dag: Dórothea Þórarinsdóttir, húsfrú. Guðlaug Jónsdóttir, húsfrú. Jófríður Zoéga, jungfrú. Gunnar Gunnarsson, bifreiðarstjóri. Bjarni Magnússon. Hannes Thosteinsson, cand. jur. Gísli Guðmundsson, gerlafræðingur. Jón Torfason. Sig. P. Sivertsen, dócent. Afmæliskort fást bjá Helga í Safnahúsinu. 24. vika sumars hefst. Lesið Morgunblaðið. V e S r i ð í gær. Vm. logn, hiti 2.8. Rv. logn, hiti 3.3. ísf. n.v. kul, frost 0.2. Ak. logn, hiti 1.5. Gr. logn, frost 1.3. Sf. logn, hiti 2.1. Þh., F. n.n.v. andvari, hiti 4.5., P ó s t a r á morgun : Ingólfur til Garðs og þaðan aftur samdægurs. Flóra á aS fara til Austfjarða og útlanda. F 1 e s t i r skólar bæjarins voru settir í gær. Þorsteinn skáld Erlingsson var kistulagður í gær' kl. 12 á hádegi; kistuna smíðaði Eyvindur Árnason. Verkamenn voru að hreinsa Hafnarstræti austanvert í gær. Var þess sannarlega ekki vanþörf, þvf óhreiuindi voru þar afarmikil. Af þingtíðindunum eru nú þegar prentaðar 25 arkir af um- ræðum neðri deildar og 12—15 arkir af umræðum efri deildar. . , G a m 1 a B i 0 byrjar í kvöld að sýna mynd, sem vakið heflr mikla eftirtekt erlendis. Er það glæpamynd frakknesk, sem kallast »Fantomas« og er alls 3800 metrar að lengd. Mun það vera lengsta myndin, sem hér hefir verið sýnd. Ógjörningur væri að sýna alla myndina á einu kvöldi og verður hetini því skift í þrent. Byrjar fyrsti hlutinn f kvöld. S æ b o r g i n, skipstjóri Jón Magn- ússön, kom inn í fyrra dag eftir 7 vikna útivist. Hafði aflað 24 þúsund af vænum fiski. Þinglýsingar: Afsal frá Þorv. Þorvarðarsyni dagsett 22. apríl þ. á. til Sturlu Jónssonar fyrir húseign nr. 19. C við Grettisgötu. » A 11 a n t i s «, hin stórmerkilega og annálaða mynd, sem stærsta kvik- myndafólag Norðurlanda, Norðisk Films Co., lét gera fyrir 1 eða 2 ár- um, kvað nú vera komin hingað til lands og verða sýnd hór bráðlega. Fáar eða engar myndir hafa farið aðra eins frægðarför um allan heim, enda telur fólagið hana meistara verk sitt. Tilkostnaðurinn var gífurlegur og ekkert til sparað, t. d. keypti fólagið gamalt stórskip ög sökti því, til þess að sýna með sem eðlilegustum hætti ógurlegt sjóslys. Nýja Bíó fær myndir frá fólagi þessu og setti það ekki fyrir sig, þó að mynd þessi só óvenjulega dýr og munu menn kunna því þakkir fyrir, er þeir hafa sóð hana. Myndin er með allra stærstu myndum, stend- ur yfir fulla 3 klukkutíma; er þetta ekki f fyrsta skiftið, sem Nýja Bíó ræðst í að fá hingað stórmyndir, menn muna, t. d. víst eftir hinni ágætu mynd »Yesalingarnir«. Naut hún hór mikilla vinsælda og varla mun þessi þykja síðri. Akureyri í gær. Karl Schiött kaupm. og Jónína Valdimarsdóttir frá Winnipeg voru gift í gær. Vesta var á Seyðisfirði í gær- morgun. Douro kom hingað í dag og hefir meðferðis um 200 smálestir af mat- vörum. Verð á kolum er hér nú 22 kr. smálestin (2000 pund). Sólarupprás kl. 6.39. S ó 1 a r 1 a g — 5.55. H á f 1 ó ð kl. 4.8 f. m. og 4.23 e. h. Hannes Hafstein fyrv. ráð- herra flutti í gær úr ráðherrahÚBÍnu í Klrkjustræti nr. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.