Börn og menning - 01.04.2013, Page 22

Börn og menning - 01.04.2013, Page 22
Sagnaþulur á heimsflakki Viðtal Helgu Ferdinandsdóttur við Anne Pellowski Bandaríska sagnakonan Anne Pellowski var stödd hér á landi á dögunum í boði IBBY á íslandi og hélt á Degi bókarinnar velheppnað námskeið í Gunnarshúsi þar sem hún kenndi fyrir fullum sal áhugasömum þátttakendum munnlega frásagnarlist sem gagnlegt tól til að fræða og skemmta, ungum sem öldnum. Anne Pellowski er barnabókasafnsfræðingur að mennt og hefur á löngum starfsferli hlúð að barnabókaútgáfu um víða veröld og safnað sögum og frásagnaraðferðum frá öllum heimsálfunum á ferðum sínum. Hún var um árabil forstöðumaður deildar þeirrar innan Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF - sem sinnir barnafræðslu en undanfarin þrjátíu ár hefur hún starfað á eigin vegum við skriftir, fyrirlestrahald og kennslu. Anne Pellowski hefur verið mjög virk innan alþjóðasamtaka IBBY og er einnig höfundur nokkurra tuga bóka um frásagnarlist auk vinsælla barnabóka sem eru mikið notaðar við kennslu í heimafylki hennar Wisconsin. Anne sagði frá því hvernig það kom til að hún fór að vinna að barnabókum: „Eiginlega byrjaði þetta allt þegar ég var sjálf barn. Það vita það ekki margir utan Bandaríkjanna að í Wisconsin-ríki er rekið kerfi sem er einstakt i landinu - og hefur verið til frá árinu 1915 að ég held. Það er kallað Barnabókasjóður Wisconsin (Wisconsin Children's Book Fund) en til hans var stofnað með fjármunum sem afar auðug kona ánafnaði sjóðnum í erfðaskrá sinni. Á þessum tíma voru mjög fá bókasöfn i Wisconsin enda ríkið þá mjög strjálbýlt. I sýslunni þar sem ég átti heima var alls ekkert bókasafn og það sem var næst okkur var f borginni hinum megin við Mississippi-fljót. Fyrstu árin var notuð sú aðferð að setja nokkrar bækur i kassa og senda þá, meðan skólaárið stóð yfln

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.