Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 34
34 Börn og menníng I I Upplýsingaveitur og leiðindi Þegar barnabörnin segja mérfrá merkilegum fyrirbærum eins og bláum „rauðufuglum" eða að maður lýsi þegar maður verður logandi hræddur (samanber Hattífattana) rifjast stundum upp fyrir mér sólgylltar stundir um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og krakkar sem þá skiptust á upplýsingum um hvernig börnin yrðu til (kálgarðar komu við sögu) eða garnaflækjuhættuna af tyggjói (sem þá var sjaldséð hnoss, oft tínt af götunni og endurnýtt) og margt fleira nytsamlegt. Upplýsingasamfélag barna lifir enn góðu lífi þótt fullorðnara fólk búi nú við hraðbraut Internetsins og gúgli lausnina á lífsgátunni. Svörin sem eldra fólkið finnur eru samt ekki endilega áreiðanlegri en þau sem þriggja og fjögurra ára kríli miðla hvert öðru í sandkassanum á leikskólanum og mikið af svörum yngra fólksins fékkst reyndar með eins konar gúgli: spurningum um hitt og þetta og allt mögulegt á meðan mamma, pabbi og eldri systkinin voru að hugsa um eitthvað annað eða túlkun á orðum sem var ekki endilega beint til yngstu fjölskyldumeðlimanna. Upplýsingar fengnar með hlerun eru síður en svo nýtt fyrirbæri; helsti fróðleikur minn (og ranghugmyndir) Magnea J. Matthíasdóttir um kvensjúkdóma og meðgöngu í æsku fékkst með því að sitja undir eldhúsborðinu og hlusta á mömmu ræða við vinkonur sínar yfir kaffibolla. Því vissulega erum við fullorðna fólkið upplýsingaveita ólæsra barna og miðlum þeim af þekkingu okkar og heimssýn. Núna erum við til dæmis að kenna heilli kynslóð drengja að þeim leiðist í skólanum (af því að hann sé einkum ætlaður stelpum), að strákum gangi illa í námi (af því að þeir geti ekki lært hjá kvenkyns kennurum) og að strákar lesi ekki bækur (af því að ... ja, af hverju í ósköpunum?) - og úr öllu þessu ber að bæta ekki síðar en strax með rafrænum lausnum. Vegna þess að strákar hafa gaman af græjum. Og þá er spurningin bara hvort græjugleði þeirra vegi svo mikið upp á móti lestrarleiðanum að þeir taki að kynna sér námsefni og heimsbókmenntir af kappi en eyði ekki öllum sínum tíma í Minecraft og FIFA eða hvað þeir nú heita, allir þessir ágætu leikir. Stelpur hafa reyndar líka gaman af græjum. Það þarf ekki annað en að sjá systkinaslagsmál um hver má hafa Æpaddinn núna til að vita það. Og ég er svo sannarlega ekki að segja að tölvur eigi ekki erindi í kennslustofuna, fjarri því. Ég tel þvert á móti mikilvægt að börn læri snemma og vel á alla tækni og tól samtíma síns. Mér finnst eðlilegt að þau kunni ekki bara að nota tölvur og Internet heldur viti líka hvernig fyrirbærin virka, kunni eitthvað fyrir sér í forritun til að geta nýtt sér þau sem best og ekki síður að þau geri sér grein fyrir að þótt margan fróðleik sé að finna á netinu sé þar líka heilmikið af upplýsingum sem eru ámóta áreiðanlegar og þær sem fást með því að sitja undir eldhúsborði og hlusta á kaffibollaspjall. Einu efasemdir mínar um græjuvæðingu skólastofunnar tengjast lestri. Ég er ekki viss um að lestur verði endilega meira spennandi í spjaldtölvunni eða Kyndlinum eða námið svo skemmtilegt að börnin vakni fyrir allar aldir á morgnana til að mæta örugglega ekki of seint í tíma. Þegar nýjabrumið er farið af spjaldtölvunum verða þær líka leiðinlegar. Ég skal segja ykkur leyndarmál: Krökkum - bæði strákum og stelpum - leiðist í skóla. Alveg eins og ykkur leiðist í vinnunni. Börnum leiðist meira að segja í leikskólanum. Ég hef enga trú á að kynjaskipting bæti

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.