Hafnfirðingur - 15.06.1946, Page 2

Hafnfirðingur - 15.06.1946, Page 2
Engar herstöðvar á íslandi Ríkisstjórnin verður að krefjast þess, að setuliðið hverfi héðan Spurning, lögð fyrir ung hjón Sjálfstæðisbaráttan er ævarandi. Það eru nú nokkurn veginn rétt tvö ár síðan íslendingar slitu sambandinu við Dani í samræmi við ákvæði sambands- laganna og stofnuðu lýðveldi, af miklum meginþorra þjóðar- innar án tilgangslausrar þykkju í garð fyrrverandi sambands- þjóðar okkar. Þar með var náð merkum og sögulegum áfanga. En sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið. Hún er ævarandi, svo fremi sem þjóðin vill vernda og ávaxta það, sem hún hefir hlot- ið, meðal annars sökum þess, að lítil þjóð, sem gefur færi á sér, á það alltaf yfir sér að hinar stóru og voldugu þjóðir gangi á rétt hennar, ef þeim þykir það henta hagsmunum sínum. „Hvorki ríkjum né ríkja- samböndum“. Þessi hætta hefir þegar steðj- að að íslendingum. Eitt stór- veldi hefir þegar óskað eftir herstöðvum hér — grunur er um, að fleiri hafi hug á því sama. En íslendingar mega ekki Ijá neinum fangstaðar á sér. Þeir mega ekki veita neinum rétt til herstöðva eða hersetu í landinu, hvorki rikjum né ríkja- samböndum, því að ella væru þeir beinlínis að kalla yfir sig stórfelldan voða, ef styrjöld bæri að höndum, auk þess að frelsi og tþjóðerni væri hin niesta hætta búin. Mín stefna er því sú, að engum erlendum her verði veittar bœkistöðvar á islenzkri grund eða í íslenskri landhelgi. Þeir bera jafna ábyrgð og hinir. Kommúnistar hafa notað þetta mál og þá stórvítaverðu leynd, sem ríkisstjórnin hélt lengi yfir því, til svæsinna árása á aðra flokka, enda þótt þeir eigi sjálfir sæti í þeirri sömu ríkis- stjórn, er hefir haft þessi mál öll til álits og afgreiðslu. Þeir stóðu þó sjálfir að svo óljósu svari við fyrstu beiðni Banda- ríkjastjórnar, að þvi varð að fylgja sérstök greinargerð um, hvernig það bæri að skilja. Þeir hafa ekki enn borið fram neina ósk, svo kunnugt sé, um það að hið erlenda setulið, sem hér er enn, hverfi brott af landinu, sem því ber þó að gera samkvæmt herverndarsamningnum. Verð- ur þó vart trúað, að Bandaríkja- stjórn myndi þverskallast við að uppfylla hátíðlega samninga, er gerðir hafa verið í hennar um- boði, ef íslenzka ríkisstjórnin færi þess heiðarlega og alvar- lega á leit, að herinn hyrfi héð- an burt hið bráðasta. Ef til vill eru kommúnistar að bíða eftir því, að Rússar kæri málið fyrir öryggisráðinu, svo að þeir geti flaggað með umhyggju Rússa fyrir smáþjóðum við íslendinga, Með þrásetu herliðsins hér, utan við gerða samninga, er þó sköp- uð hættuleg hefð, sem ríkis- stjórn, og þar með kommúnist- ar, virðist loka augunum fyrir. Sérstaða kommúnista. Enn má geta þess, að Sósí- alistaflokkurinn, eins og komm- únistar nefna sig, er eini flokk- urinn, sem hefir lýst yfir því, að hann „gæti sætt við her- stöðvar hér á landi, ef öryggis- ráð hinna sameinuðu þjóða krefðist þess“, eins og lesa má í Þjóðviljanum 27. október 1945. Ég er þeirrar skoðunar, að ís- lendingar geti alls ekki sætt við slíkar herstöðvar hér á landi. Herseta erlendrar þjóðar hlýtur ævinlega að vera eins og þrúg- andi farg, en því verra er það, sem fleiri þjóðir eiga hlut að hersetunni. Herlið, sem öryggis- ráð hinna sameinuðu þjóða réði, yrði af mörgum þjóðum — með öðrum orðum frá öllum stórveldunum. Þessi staðreynd vekur illar grunsemdir um af- stöðu kommúnista, þótt þeir tali annars fagurt. Hvernig stendur á því, að þeir geta „sætt sig við“ að öryggisráðið fái hér her- stöðvar? Er það kannske sök- um þess, að þá yrðu Rússar með í hópnum? Þrjár staðreyndir. Ég skal enn benda á fáeinar staðreyndir þessu til- viðbótar, þar eð - kommúnistar eru sýknt og heilagt með óviðurkvæmileg brigzl í garð annarra, eins og til dæmis það, að ,,Neisti“, kosningablað kommúnista í Hafnarfirði, hefir reynt að núa Framsóknarmönnum yfirleitt um nasir skoðanir manns, sem enga samleið á með Framsókn- arflokknum: 1. Kommúnistar fara með flugmálin. Enn er ekki kunnugt, að þeir hafi neitt gert til þess, að íslendingar tækju við stjórn og rekstri flugvallanna af hin- um útlendu hermönnum. 2 . Undir handarjaðri Brynjólfs Bjarnasonar eru reknar hér tvær útlendar útvarpsstöðvar. Með hvaða leyfi er það gert, og ef Brynjólfur Bjarnason hefir ekki veitt það, — hvað hefir hann gert til þess að koma í veg fyrir, að slíkt eigi sér stað í trássi við hann og íslenzk stjórnarvöld? 3. Rússar kröfðust herstöðva af Finnum árið 1930. Þjóðvilj- inn lýsti hinum finnsku ætt- jarðarvinum, er höfnuðu þess- ari kröfu, sem landráðamönn- um og glæframönnum. Er það óeðlilegt, þótt fólk spyrji sem svo: Væri það þá ekki einnig Leiðinlegar áróðursaðferðir. Ég hefi orðið þess var, að meðal áróðursmanna stjórnar- flokkanna er til fólk, sem reyn- ir að spilla fyrir Framsóknar- mönnum með því- að halda því fram, að þeir hafi verið fjand- samlegir tryggingalöggjöfinni. Ég ætla ekki að fara um þetta mörgum orðum — aðeins gera stutta grein fyrir afstöðu Fram- sóknarmanna og leiða fáein vitni í málinu. Tveir vitnisburðir. Tryggingalöggjöf sú, sem gilt hefir og önnur áður gildandi ör- yggislöggjöf, er nú hefir verið sameinuð í nýja lagabálkinum um tryggingar, var sett með sameinuðu átaki Framsóknar- manna og Alþýðuflokksmanna, og lögðu hinir fyrrnefndu fram mikinn meiri hluta þingat- kvæða, er þurfti til þess að koma málinu fram. Er það lík- legt, að Framsóknarmenn vilji bregða fæti fyrir það mál, sem þeir hafa sjálfir borið fyrir brjósti og leitt og stutt yfir örð- ugasta hjallann? Alþýðuflokksmaðurinn Jón Blöndal skrifaði fyrir rúmri viku grein um málið í Alþýðublaðið. í þessari fróðlegu og réttsýnu grein nefnir hann sérstaklega tvo Framsóknarmenn, er átt hafa mikinn og góðan þátt í tryggingalöggjöfinni, sem sett var á. síðasta þingi. Þessir menn eru Jens Hólmgeirsson og Her- mann Jónasson. Munu ekki fleiri taka gildan þennan vitnis- burð Jóns Blöndals heldur en munnfleipur kosningasmala í skúmaskotum? Betri undirbúning — enda væri framgangur málsins tryggður. Hitt er svo annað, að Fram- sóknarmenn töldu tryggingalög- gjöfina vart nógu vel undir- búna, og þeim fannst, að skyn- samlegra myndi vera að skjóta þessu stóra máli á frest um eitt ár, svo að unnt væri að rannsaka betur, hvernig öllu yrði sem réttlátlegast og hag- anlegast fyrir komið, þannig að lögin nýttust sem bezt og út- gjöldin, er þau hafa í för, kæmu sem léttast niður á fólki og ríki. Því fór fjarri, að þessi til- laga stafaði af óvild til málsins, nema síður væri. Hér er ekki heldur um neina smámuni að ræða. Lögin hafa í för með sér 60 miljón króna út- gjöld árlega, eins og Alþingi gekk frá þeim, og þann kostnað landráð og glæframennska af íslendingum, að áliti Þjóðviljans og kommúnista, að neita Rúss- um um herstöðvar hér á landi, ef þeim dytti einhvern tíma í hug að krefjast slíks? Verður kommúnistum treyst? Ég efast ekki um, að þorri þeirra manna, sem kosið hafa kommúnista, á undanförnum árum, séu heilir og sjálfum sér samkvæmir í þessu máli. En það er því miður margt, sem bendir til þess, að öðru máli sé að gegna um hið kommúnistíska forustulið. Kommúnistar um all- an heim hafa líka jafnan sýnt það, að þeir meta meira skoð- anir rússneskra blaða, „Trud“ og „Pravda“, heldur en frelsi þeirrar þjóðar, sem þeir eru fæddir af. Á því hafa oftlega fengizt sorglegar sannanir. Þess vegna gleðjast þeir, þegar varnarlausar smáþjóðir eru, eins og komizt var að orði í Þjóðviljanum: „þegjandi og hljóðalaust“, sviptir frjálsræði sínu og innlimaðar í rússneska stórveldið. Mér virðist því, að það þurfi einnig að vera á verði gegn þeim, jafnt og hinum sem kunna að vilja veita herliði frá öðrum stórveldum fótfestu til langfarma á íslandi. ber ríkið að nokkru, en sveitar- félögin, atvinnurekendur og fólkið sjálft að nokkru. Trygg- ingarnar eins og þær voru áð- ur, og önnur öryggislöggjöf, er nú hefir verið sameinuð trygg- ingunum, kostaði hins vegar um 38 miljónir króna á ári. Hér er því um að ræða mikil viðbótar útgjöld, og það er hart, ef það á að reiknast Framsóknarmönn- um dauðasynd að vilja beita gætni og athuga allt til hlýtar, áður en lögin yæru endanlega sett. Á hinn bóginn munaði engu um eitt ár til eða frá, þeg- ar um slíka löggjöf var að ræða, en framgangur málsins á næsta þingi fulltryggður, ef hinir flokkarnir hefðu verið jafn heil- ir í því og Framsóknarmenn — sem ekki skal véfengt að sinni. Gallar laganna. Afgreiðsla laganna varð líka með þeim hætti, að þau þarfn- ast endurskoðunar hvort eð er. í þeim eru ýms óeðlileg ákvæði, og réttlætir þessi afgreiðsla raunar að fullu afstöðu Fram- sóknarmanna og sannar, að þeir höfðu rétt fyrir sér. Ég skal nefna þessi atriði: 1. Lífeyrir ekkna á vissu ald- ursskeiði var rýmdur óeðlilega frá því, sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu upphaflega. 2. Smáatvinnurekendur eru sviptir ýmsum hlunnindum, sem gert er ráð fyrir, að aðrir njóti, ef þeir hafa ekki með höndum neinn atvinnurekstur eða reka hann með hlutafélagsformi og takmarkaðri ábyrgð, án tillits til þess, hvort þeir menn, sem fyrir réttarsviptingunni verða, eru ríkir eða fátækir. Til dæmis njóta þeir ekki slysatryggingar. Þetta bitnar meðal annars á þeim, sem eiga bát, lítið verk- stæði, búð eða stunda búskap. 3. Fæðingarstyrkir til kvenna, sem vinna á heimili sínu, eru miklum mun lægri en kvenna, sem vinna utan heimilisins. Við því er ekki amast, að þær kon- ur, sem vinna utan heimilis síns, hljóti maklegan stuðning frá tryggingarstofnuninni, en oft getur sú kona, sem heima vinnur, eða maður hennar, þurft svo miklu að fórna vegna fæð- ingarinnar, að ranglátt sé að gera þar á greinarmun. Við þessu er enginn varnagli sleg- inn. 4. Ellilífeyrir gamalla hjóna er miklu lægri heldur en tveggja einstaklinga. Þetta hafa verið nefndar hjónabandssektir. — Hjón, sem vilja njóta fullra elli- launa, verða að skilja, til þess 800 ný heimili. Hér á landi eru árlega stofnuð nálega 800 ný heimili. Á farsæld þessara nýju heimila veltur mjög vöxtur og viðgangur þjóð- lífsins. Það er því ekki úr vegi að spyrja, hvernig búið er að þeim, sem eru að stofna ný heimili um þessar mundir. Með því að svara þeirri spurningu fæát í einu ekki þýðingarlitlu atriði úr því skor- ið, hvernig stjórnarfarið í land- inu er. Ég svara hér — þið á kjördegi. Mig langar til þess að reifa þes^a spurningu stuttlega og miða þá af eðlilegum ástæðum fyrst og fremst við kaupstaðina. Þeir, sem sjálfir þekkja þetta af eigin raun, geta svo aukið við atriðum, sem mér kann að sjást yfir eða yrði of langt mál að rekja hér. Svarið vænti ég svo, að þeir gefi á kjördag — á þann veg, sem þeim lízt réttlátt. Húsnæðið. Hið fyrsta, sem ung hjón þurfa að hugsa sér fyrir, er við- unandi húsnæði. Nú er húsnæð- isekla mikil, og í skjóli henn- ar hefir húsaleiga hækkað svo gífurlega, að ekki mun sjald- gæft, að fólk verði að greiða 600—700 krónur á mánuði fyrir tvö herbergi og eldhús, aúk þess sem venjulega er krafizt stór- kostlegrar fyrirframgreiðslu. Svo er það að minnsta kosti í Reykjavík. Nú kunna ungu hjónin ef til vill að vera svo kjörkuð, að þau hugsi sér að kaupa lítil hús eða þá að minnsta kosti íbúð í húsi. En þegar farið er að grennslast eftir verðlagi á húsum, verður svipað uppi á teningnum. Verð- lag húsa hefir rokið upp úr öllu valdi, bæði sökum þess, að verðbólgustefna valdhafanna hefir aukið byggingarkostnað- inn gífurlega og eins hins, að vandræðin þröngva fólki til þess að bjóða miklu ’meira fé í húsnæði, hversu lélegt sem það er, heldur en það þó nokkurn tíma kostar. Það er gloppa á byggingar- löggjöfinni. En nú kann einhver að spyrja: Hvernig er það með bygginga- löggjöfina — gerir hún ekki ráð fyrir mikilli opinberri hjálp til handa húsnæðislausu fólki? Á kreppuárunum var slík hjálp veitt, þótt fé væri af skornum að þau geti notið fullra rétt- inda samkvæmt hinum nýju tryggingarlögum. Rýrnandi verðgildi peninganna eyðileggur tryggingarnar. Enn er svo veigamesta atrið- ið, og um það greinir Framsókn- armenn á við alla stjórnar- flokkana í heild, ef marka má fjármálastefnu þeirra. Til þess að tryggingar njóti sin, verður kaupmáttur krónunnar að vera stöðugri en hann hefir verið seinustu árin. Sé verðgildi krón- unnar jafn fallvalt og það er í dag, getur svo farið, að trygg- ingarnar verði haldlitlar. Þá getur svo farið, að peningarnir, sem fólkið og aðrir hafa ára- tugum saman verið að greiða í tryggingarsjóðina, verði ærið lítils virði, þegar það á að taka við þeim aftur, sér til lífsfram- færis í ellinni eða vegna þess að slys eða örorku hafi borið því að höndum. Fólkið og þjóðfélagið. Og enn eitt atriði: Fram- sóknarmenn vilja ekki, að trygg- ingarnar verði til þess, að fólk hætti að hugsa um að búa sjálft í haginn fyrir sig og varpi öll- um áhyggjum sííium upp á ör- yggislöggjöfina. Það er jafnan farsælasta tryggingin, sem fólk hefir sjálft með höndum. En þá má þjóðfélagið ekki drýgja þá synd, að gera fjárhæðir, sem sparsamt og forsjált fólk hefir ef til vill verið í marga áratugi að draga saman af handafla sín- um, að engu á örfáum misserum með gálauslegri stjórn og á- byrgðarlítilli fjármálastefnu. J. H. skammti, miðað við allt það, er borizt hefir hér á land i róti styrjaldarinnar, og enn er að minnsta kosti gert ráð fyrir þessu á pappírnum. Framsókn- armenn á þingi fluttu í vetur tillögur um nauðsynlegar endur- bætur á byggingalögunum, svo að þau svöruðu til ástandsins nú og væru sæmilega virk. Þeir vildu, að ríkið leggði fram fé í lánasjóð handa byggingarfélög- um almennings. En stjórnar- flokkarnir vildu ekki nýta góðar tillögur, sem komnar voru frá Framsóknarmönnum. Þeir gerðu sjálfir sínar breytingar á bygg- ingalöggjöfinni. En þeirra verk reynast ekki haldbetri en svo, að nú þegar forstöðumenn bygg- ingasjóða verkamannabústaða og samvinnubyggingafélaga taka að leita fyrir sér um lán til bygginga handa félagsmönnun- um, þá er þeim hvarvetna neit- að um lánsfé, nema þá ef til vill fáum í sérstökum tilfellum, að voldugir hjálparandar hlaupa undir bagga af pólitískri nauð- syn á kosningavísu. Það var sem sé ekki hirt um að sjá fyrir því, að fé væri handbært í þessu skyni eða skylda neina peninga- stöfnun til þess að sinna þess- um lánbeiðnum almennings í neyð hans. Byggingarfélög fjár- málaráðherrans og annarra, er reka byggingastarfsemi í gróða- skyni, fá samt fé til sinna þarfa. En þær íbúðir, sem þann- ig verða til, getur unga fólkið, sem er að stofna heimili, fengið keyptar með á að gizka 50% á- lagningu. Útlendingagistihús, þrátt fyrir efnisskort. Á byggingarefni, er einnig skortur, og skæðar tungur segja, að timbur sé nú ein helzta tál- beitah hjá sumum stjórnarlið- um, sem hugsa sér að vinna kjördæmi á ríkidæmi sínu. En þrátt fyrir’skort á byggingarefni og vandræði fólks á samt að byggja útlendingagistihús í Reykjavík fyrir fimmtán mil- jónir króna, og Emil Jónsson samgöngumálaráðherra ætlar að borga amerískum húsameist- urum 300,000 krónur í dollurum fyrir að teikna það. Fleiri stór- byggingar, sem fólki, er býr við húsnæðisleysi og okurleigu, hefði fundizt, að ætti að setja á hakanum, eru nú á döfinni. — Þetta eru staðreyndirnar um byggingamálin. „Aðeins ákveðin fyrirtæki“. Takist nú ungu hjónunum samt að kljúfa þá erfiðleika, sem mæta þeim við útvegun húsnæðis, fara þau að hugsa fyrir húsmúnum og heimilis- tækjum. Lítið borð og fjórir Þeir hafa ekki notið réttarverndar. Það hefir margan undrað af- staða ríkisstjórnarinnar til þeirra íslendinga, er setið hafa langa tíma í haldi erlendis, oft án þess, að þeir vissu, hvað þeim var að sök gefið eða mál þeirra væru rannsökuð. Það er ekki vitað, að neitt hufi - verið gert til þess að gæta réttar þessara manna, nema hvað hvíslað er, að gerð hafi verið uhdantekning með einn mann — kannske þann, er sízt skyldi. — Vitaskuldi hafa verið í hópi þeirra einhverjir, sem gerzt hafa sekir við þær þjóðir, sem þeir hafa gist á meðal, og það er ekki nema sjálfsagt, að þeir þoli réttláta hegningu fyrir það, sem þeir hafa rangt gert. En meðal þessara manna hafa einnig verið margir, sem ekkert hafa af sér gert, og það eru þeir, sem fyrst.og fremst áttu sínar kröfur á hendur íslenzku ríkisvaldi. Og allir áttu heimt- ingu á því, að mál þeirra væru fljótt og réttlátlega rannsökuð. Mönnum er til dæmis enn í minni aðgerðarleysi ríkisstjórn- arinnar í fyrrasumar, þegar fimm farþegar á Esju voru handteknir og fluttir í fangelsi, þar sem þeir sátu síðan lengi, flestir eða allir alsaklausir. einfaldir stólar kosta 1400 krón- ur. Tvíbreiður legubekkur 400 krónur. Ránshönd dýrtíðarinnar seilist enn ofan í vasann. Á- þekkt er verðið á heimilistækj- unum. Og ef djarfhuga fólki dytti í hug, hvort það gæti nú ekki sparað sér þann skattinn af þessum innflutningsvörúm, sem ella rynni í vasa heildsalans, með því að kaupa í samlögum ís- skápa og önnur stærri og dýrari tæki, sem húsmæðurnar ungu þrá að eignast, og færi með þessar umsóknir til viðskipta- ráðs, þá myndu Oddur Guð- jónsson og fulltrjlar verkalýðs- flokkanna í því ráði bara setja upp gleraugun sín og horfa hvasst á þennan skrítna gest um leið og þeir hristu höfuðið: Slíkur innflutningur er ekki leyfður nema ákveðnum fyrir- tækjum. Ef þú vinnur heima — Fari svo, að ungu hjónin eign- ist barn, þá fá þau ekki greidd- an nema lítilfjörlegan fæðing- arstyrk, samkvæmt tryggingar- lögunum nýju, nema því aö- eins, að konan vinni utan heim- ilisins. Stundum þurfa þó hjón- in allmiklu að fórna vegna fæð- ingarinnar, þótt konan starfi á heimili sínu. Á þetta hefi ég ekki séð minnst í Alþýðublaðinu. Ætti það þó að vera kunnugt í þeirri stofnun, að Alþýðuflokk- urinn gat ekki boðið fram í einu kjördæmi landsins, vegna þess, að tilvonandi frambjóð- andi átti ekki heimangengt — fjölgunar von, en enga húshjálp að fá. Ein spurning að lokum. Þetta eru þá megindrættir þessarar sögu. Og þeim til hugg- unar, sem klifið hafa þrítugan hamarinn við að koma sér upp litlu heimili, er svo það, að yfir þeim vofir skuldabaggi, sem enginn veit, hve þungur kann að verða, ef dýrtíðarkóngarnir fá að fara sinu fram, unz verðhrun á erlendum mörkuðum gerir það óhjákvæmilegt að halda lengur áfram. Við Framsóknarmenn viljum snúa við meðan fært er til lands og hagnýta stórfelld- asta stríðsgróðann, sem einstök- um miljónamæringum hefir fallið í skaut, til þess að koma fjármálaástandinu á heilbrigð- an grundvöll og rétta þeim hjálparhönd, sem af óumflýjan- legri nauðsyn hafa stofnað sér í skuldir, er seinna verða að greiðast með krónum, er hafa annað gildi. Vilja ungu hjónin í Hafnarfirði og annars staðar taka þátt í því átaki meðan enn er tími til þess að bjarga mestu undan flóðbylgjunni, sem verð- bólgustjórnin er að kalla yfir okkur? j. h. Lítilsigld framkoma. Þessi furðulega afstaða ríkis- stjórnarinnar birtist enn í við- horfi hennar til allmargra þýzkra manna, kvæntum ís- lenzkum mönnum, sem ekkert hafa af sér brotið við íslenzku þjóðina og eiga einskis annars að gjalda en að þeir eru þýzkir. Kynþáttakúgun mun vera fjarri skapi íslendinga. Því síð- ur mun þjóðin í heild vilja níð- ast á þeim, sem lotið hefir í lægra haldi og liggur varnar- laus í svaðinu. En Finnur Jóns- son, annar ráðherra Alþýðu- flokksins í ríkisstjórninni, hefir gert það að kappsmáli, að þess- um mönnum væri meinuð land- vist hér, meinað að koma til kvenna sinna og barna. Hér var þó aldrei talað um aðra en þá, sem ekki hafa að neinu leyti brotið af sér við íslendinga. Enn vegið i sama knérunn. En þetta er ekki nóg. Vanda- fólk þessara manna fær ekki að senda þeim smápakka til þess að létta þeim skortinn og gleðja þá í einstæðingsskap þeirra. Ríkisstjórnin horfir þegjandi á og hefst ekki að. Ótrúlegt er þó, að það stæði ekki í hennar valdi að greiða eitthvað úr þessu, ef hún sýndl (Framlxald á 4. síOu). J. H. Tryggingarlögin Ömurleg afstaða

x

Hafnfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnfirðingur
https://timarit.is/publication/1779

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.