Hafnfirðingur - 15.06.1946, Síða 3

Hafnfirðingur - 15.06.1946, Síða 3
Sóknargögn á hendur frambjóðendum ríkisstjórnarinnar (Framhald af 1. tíðu). öðru er hrundið í framkvæmd — í atvinnumálum, menningar- málum, réttarmálum, heilbrigð- ismálum, samgöngumálum og á mörgum fleiri sviðum, gegn harðsnúinni andstöðu íhalds- manna, sem þingtíðindi og blöð frá þeim tíma bera bezt vitni um. Einnig í Hafnarfirði eru mörg talandi tákn þess, sem þá gert var til umbóta í landinu fyrir forgöngu og tilstyrk Fram- sóknarmanna í stjórn landsins á þessum árum og síðar. Ég nefni tvö dæmi. Ég nefni verka- mannabústaðina, er byggðir hafa verið samkvæmt lögum, sem sett voru árið 1929, er þrír Framsóknarmenn mynduðu rík- isstjórnina, og fyrst var viður- kennd skylda þjóðfélagsins til þess að hjálpa fátækum þegn- um til þess að eignast sæmileg húsakynni. Ég nefni bergkast- alann á Hamrinum, menntaset- ur Hafnfirðinga, Flensborgar- skóla, eina hinna mörgu skóla- bygginga frá þessu umbótatíma- bili, er Framsóknarflokkúrinn óneitanlega mótaði. Rétt er það, að Alþýðuflokksmenn veittu þessum málum stuðning, en það voru Framsóknarmenn, sem lögðu til hugsjónirnar, fram- kvæmdaþorið og megin at- kvæðamagnið, er tryggði mál- unum nægt fylgi og ánægjuleg- an framgang á löggjafarsam- komu þjóðarinnar. — Enn skal ég nefna síldarverjcsmiðjurnar norðan lands, sem eru meira verk Magnúsar heitins Krist- jánssonar, fyrsta fjármálaráð- herra Framsóknarmanna eftir 1927, en nokkurs annars manns, sem eitt dæmið um stórvirki þessara ára, er marka tímamót í sögu þjóðarinnar og flutt hafa henni auð og blessun í bú. Þetta eru aðeins örfá dæmi af ótal mörgum. Eftir 1930 gekk kreppa yfir heiminn. Hún bitnaði einnig á okkur íslendingum. Við áttum enn við afleiðingar hennar að stríða allt fram að þeim tíma, er styrjöldin skall á. Stjórnin, sem kom til valda undir forsæti Hermanns Jónassonar árið 1934, mun þó hafa gert hlutfailslega miklu meira framleiðslu- og at- vinnutækj um landsmanna til endurnýjunar á sinni tíð, heldur en sjálf nýsköpunarstjórnin núna, meðan ófafé berst inn í landið vegna ástands þess, sem ófriðurinn hefir skapað. Það er ég reiðubúinn til að sanna með óyggjandi tölum, hvenær sem þess er krafizt. Framsóknarfiokkurinn hefir þannig verið sá flokkur, sem haft hefir forustuna um stór- stígustu framfarirnar i landinu, þótt hann gengi aldrei eftir þeim skrumsins leiðum að kalla umbótastarf sitt nýsköpun. Og hann er enn sami umbóta- flokkurinn og hann var. Hann átelur ekki, að keypt séu ný at- vinnutæki. Hann telur það' sjálf- sagða skyldu. En við Framsókn- armenn viljum, að það sé gert af fyrirhyggju. Við álítum til dæmis, að það hefði verið skyn- samlegra að kaupa dieseltogara en gufuskip, og við áteljum það harðlega ,að þannig hefir verið að skipakaupunum staðið af ríkisstjórninni, að skipin kosta tugum milljóna meira en þurft hefði að vera, auk þess sem ís- lenzku þjóðinni var um skeið sköpuð stórskaðleg óvild í Bret- landi með yfirboðum til skipa- smíðastöðvanna. Eitt eftir- minnilegasta vitnið í þessu máli er Gísli Jónsson alþingismaður, einn af aðalstuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og mjög við skipakaupin riðinn. í síðasta Sjómannadagsblaði er einnig vitnisburður um það, hversu mikil nýtízkuskip það eru, sem hér er verið að kaupa. Þar er jafnvel talið, að nýju skipin hafi ekki annað fram yfir gömlu togarana en að þau séu ,,minna ryðbrunnin.“ Ofan á verðbólguna í landinu bætist sú synd ríkisstjórnarinn- ar, að megnt fyrirhyggjuleysi einkennir aðal-,,nýsköpunar“- aðgerðirnar — og það er það, sem við Framsóknarmenn á- teljum mjög þunglega. Það eru líka alvarleg mistök. Saga Svíþjóðarbátanna gæti verið efni í annan þátt. Það er látið í veðri vaka, að þeir muni komast á síld í sumar, en fáum mun koma til hugar, að það v^rði. Enginn veit, hve stórvægi- legt tap það verður væntan- legum eigendum bátanna og þjóðinni allri, hve treglega hefir gengið smíði þeirra — meðal annars vegna þess, hve ríkisstjórnin vaknaði seint til aðgerða, er flýtt gætu smíði þeirra. V. Hér hefir verið drepið á fáein atriði, sem valda því, að ég og aðrir Framsóknarmenn eiga ekki samleið með ríkisstjórn þeirra Ólafs Thors og Emils Jónssonar og Brynjólfs Bjarna- sonar og þeirra kumpána. Margt fleira mætti nefna, ef rúm væri til. Ég skal víkja að fáeinum at- riðum til viðbótar. Ég nefni fyrst innflutnings- hættina. Þar er nú það skipulag á, að innflutningur hinna helztu vörutegunda er bókstaflega fenginn að léni einstökum gæð- ingum, er styðja vel við bak rík- isstjórnarinnar. Það er orðinn þeirra friðhelgur réttur að sitja einir að tiltekinni krás og hirða sinn ríflega ágóðahluta á þurru landi. Vitnisburður Gylfa Þ. Gíslasonar um milliliðakostnað- inn hefir áður verið getið. En ef fjölmennt byggingarfél. manna, sem eru það basla við að koma upp þaki yfir höfuðið á sér, sækir um leyfi til þess að flytja sjálft inn í landið byggingarefni og heimilistæki, svo að það geti losnað við hinn þunga skatt, er heildsalarnir leggja á fólkið, er þvi harðlega synjað. Lögleg á- lagning heildsalastéttarinnar á nauðsynjar almennihgs eru nú taldar 50 milljónir króna á ári. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn tala fyrir kosningar um löglegan og ólöglegan óhófsgróða heildsal- anna. En fulltrúar kommúnista og Alþýðuflokksmanna í við- skiptaráði og ríkisstjórn hafa samt unað þessu prýðilega fram á þennan dag, og ekkert verið aðhafzt til þess að draga úr á- lagningu heildsalanna. Alþýðan fær að gjalda þeim sinn þunga skatt, margar þúsundir króna hvert einasta heimili á landinn. Um meðferð gjaldeyrisins er önnur saga, en þessari mjög skyld, enda er það, sem þar hefir gerzt, einnig orðið af þjón- ustusemi við hina sömu menn, er aldrei hefir þótt sinn gróði nógu mikill. Núverandi ríkis- stjórn tók við 570 miljónum króna í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyristekjurnar í hennar stjórnartíð hafa numið 470 miljónum. Alls hefir hún haft til ráðstöfunar 1040 miljónir króna eða meira en einn mil- jarð. Það er há tala á íslenzkan mælikvarða. En enda -þótt að- eins fjórðungi þessa gjaldeyris hafi verið varið til kaupa á svo- kölluðum nýbyggingarvörum og jafnvel nokkur hluti þeirra vara sé framleiðslu- og atvinnulíf- inu í landinu ekki ýkjamikils virði ,er nú þegar svo komið, að nær öllum innstæðum okkar er- lendis hefir verið eytt, ef talið er með öll innflutningsleyfi, sem viðskiptaráð og nýbyggingarráð er búið að veita, svo að ekki er annað eftir en 40—50 miljónir króna, er renna eiga í nýbygg- ingarsjóð, ef sú upphæð öll er þá fyrir hendi. Á tuttugu mán- uðum hefir ríkisstjórnin og hennar margauglýstu ráð eytt einum miljarð íslenzkra króna af gjaldeyri þjóðarinnar. Það af þessu, sem farið hefir til kaupa á þarflegum hlutum, er ekki um að sakast, en hitt er sárt og raunar óhæfa, er þjóðin á ekki að horfa upp á, án þess að gera sínar ráðstafanir á kjördegi, að meginhlutanum hefir bókstaf- lega verið sóað — fórnað á alt- ari gróðamannanna í heildsala- stétt, er sífellt hafa heimtað mikinn innflutning á vörum, er þeir gátu selt með mestum hagnaði, en lítill fengur er að fyrir- þjóð, sem á eins óendan- lega margt ógert. í annan stað er verið að flytja inn kynstrin öll af vörum, sem bæði eru dýr- ar og óvandaðar, nú á fyrstu misserunum eftir stríðið, og miklu skynsamlegra hefði verið að slá á frest um eins árs skeið eða svo, og skal ég þar t.il nefna bifreiðar, og almennari nauð- synjavarning, svo sem ryksugur, klósettskálar, bindi, kvenhanzka og margt fleira, sem nú er komið svo mikið af til landsins, að ekki er líklegt að seljist nema á mörgum árum. Ofan á annað bætist þá það, að þjóðin verður um langan tíma að liggja með miklar birgðir af fremur léleg- um vörum, sem keyptar eru á þeim tíma, er allt er venju frem- ur dýrt. Enn má geta hér tveggja eft- irtektarverðra dæma um með- ferðina á dýrmætustu gjaldeyr- isinneigninni. Síðastliðinn vetur fékk dóttir formanns nýbygg- ingarráðs, með sérstöku leyfi ríkisstjórnarinnár, 400 þúsund krónur í dollurum í „heiman- mund“ að kallað er, er hún gift- ist amerískum hermanni. Litlu síðar ákvað annar ráðherra Al- þýðuflokksins, Emil Jónsson, að greiða amerískum húsameistur- um, 300 þúsund krónur í dollur- um fyrir að teikna útlendinga- hótel við tjörnina í Reykjavík. En um sama leyti og þetta gerð- ist, gátu menn vestan hafs varla fengið það, sem þeir þyrftu sér til lífsframfærslu sökum doll- araskorts. — Brauðinu er skipt misjafnt milli barnanna, eftir því hvert faðernið er. Til viðbótar þessari stuttu og ágripskenndu lýsingu á stjórn núverandi valdhafa á viðskipta- málum þjóðarinnar, skal ég svo .aðeins minna á heildsala- hneykslin, sem dafnað hafa í skjóli ríkisstjórnarinnar. Þau fjársvik eru áreiðanlega miklu víðtækari en ópinbert hefir orð- ið, og er það leyndarmál, sem allir vita. Á hinum, sem kærðir hafa verið af verðlagsstjóra, og þess vegna ekki unnt að láta al- veg sleppa, hefir verið . mjög vægt tekið, þótt þeir hafi orðið að endurgreiða þann ágóða, er þeir hafa dregið sér ólöglega, svo sannanlegt sé — ekki þó til neytenda, sem borgað hafa brús- ann, heldur í ríkissjóð. í málum sumra þessara manna, þeirrá, sem stærsta hönkina áttu upp í bak ríkisstjórnarinnar, hefir þó verið gerð réttarsætt, og þau ekki verið látin ganga til dóms, en aðrir, sem legið hafa undir sams konar ákærum, hafa verið gerðir- út sem erindrekar þjóð- arinnar í viðskiptamálum er- lendis. Þetta er því jafnhliða þáttur úr íslenzkri réttarsögu og viðskiptasögu á þessum síð- ustu misserum. Það er fróðlegt að bera saman þá hegningu, sem heildsalar hljóta, er seilzt hafa á sviksamlegan hátt ofan í vasa borgaranna og dregið sér þar miljón á miljón ofan, og ýmissa smáþjófa, sem hnupla fáeinum krónum og eru fyrir það dæmdir frá mannréttind- um, auk oft langrar fangelsis- vistar. En þetta bregður dálítið einkennilegu ljósi yfir réttar- far og réttarfarshugmyndir í landinu. Mörgum finnst hér gerður óeðlilegur greinarmunur, eftir því hvaða aðferðum er beitt við fjárdráttinn, og sá munur sé í öfugu hlutfalli við- þann háska, sem af hinum seku mönnum stafar. Þessu næst vík ég að fjár- málastjórninni. Áratugum sam- an hafa þeir menn, sem nú mynda Sjálfstæðisflokkinn, klifað á því, að þeim væri öðr- um mönnum fremur trúandi fyrir fjármálum ríkisins. Þeir væru í senn gætnir fjármála- menn og hyggnir. Menn lögðu lengi eyrun við þessu, og mun Sjálfstæðisflokkurinn þar mest hafa notið Jóns heitins Þor- lákssonar, sem líka er vissulega vert að minnast með virðingu. En þegar Sjálfstæðismenn kom- ust aftur í þá afstöðu að hafa áhrif á fjármál ríkisins, var Jón Þorláksson fallinn frá og í hans stað komnir menn, er gengið hafa ólíkar slóðir í þeim efnum og sennilega fleiri. Dómur reynslunnar um fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins og ekki sízt óess fjármálaráðherra, er nú situr, hefir því orðið annar en mátt hefði ætla eftir öllu þeirra mikla tali og löngu skrifum um fjármálahyggindi, gætni og sparnaðarvilja Sjálfstæðis- manná. Áður hefir verið rætt um verðbólguna og það fljótræði, sem beitt var við togarakaup- in í Englandi, og Gísli Jóns- son Barðstrendingaþingmaður telur að hafi kostað þjóðina 20 —30 miljónir íslenzkra króna umfram það, er skipin hefðu þurft að kosta, ef rétt hefði verið að þessum málum staðið. Hér mun ég stuttlega gera grein fyrir, hvernig ástatt er um fjár- mál ríkisins. En til þess, að ekki sé hægt að segja, að ég kasti meiri sök á einn aðila en hann ber, skal ég þegar taka það fram, að þai' ber öll ríkisstj órnin sök og allir stuðningsmenn hennar á alþingi — jafnt kommúnistar og Alþýðuflokksmenn sem Sjálf- stæðismenn, þótt Pétur Magn- ússon skipi að vísu embætti fjár'málaráðherra. Hið sama gild- ir auðvitað um allt, sem ég hefi sagt hér á undan um utanríkis- viðskiptin og verðlagsmálin. Nýsköpunarstjórnin kom til valda haustið 1944. Á alþingi 1944 sameinust stjórnarflokk- arnir um framlengingu allra skatta, sem í gildi höfðu verið, og lögðu auk þess á veltuskatt- inn alfæmda, sem jafngildir 4—5% verðtolli, auk tekju- skattsviðauka, sem ekki náði þó til hæstu tekna. Þar að auki gerðu þeir ráðstafanir til þess að öngla saman nokkrum mil- jónum króna með viðaukum á símagjöld, aukatekjur, stimp- ilgjöld og fleira, er allt leggst á bak almennings í landinu, beint eða óbeint. Auk þess var svo heimiluð gengdarlaus notk- un dollarainneignarinnar, til þess að auka * tolltekjurnar, jafnframt því sem það létti heildsölunum lífsbaráttuna, og lögð áherzla á stóraukna brenni- vínssölu, þannig að áfengisgróði stjórnarinnar nam 32,2 miljóna króna árið 1945 eða nær 20% af öllum hinum miklu ríkis- tekjum. Árið 1938, þegar fjár- málaráðherraembættið var síð- ast í höndum Framsóknar- manna, nam áfengissalan ekki nema 1,9 miljónum króna eða 9,7% af ríkistekjunum, og þótti árásarefni í herbúðum þeirra manna, er nú fara með völd. Með þessum hætti tókst rík- isstjórninni að ná 163 miljónum króna í ríkissjóð árið 1945. Það eru með öðrum orðum tífalt meira en tekjurnar námu fyrir einum áratug, þegar ríkisstjórn Hermanns Jónassonar settist að völdum. Nú hefði mátt ætla, að ríkið safnaði gildum sjóðum eða greiddi að minnsta kosti skuldir sínar. En svo fór samt að hverj- um eyri af þessu fé var eytt á árinu í venjuleg rekstrargjöld ríkisins, og hrökk þó illa til, enda var kostnaðurinn við rík- isstjórnina orðinn sjöfalt meiri en síðasta árið, sem Framsókn- armaður fór með fjármála- stjórnina, og er ekki meðtalinn kostnaður við nýbyggingarráð, sem reyndar er aðeins stjórn- ardeildin, en kostnaður við það nemur helmingi meiru en allur stjórnarkostnaðurinn 1938. í samræmi við þetta er eyðslan á öllum sviðum daglegra út- gjalda. Fjárlagaafgreiðslan á síðasta alþingi bar enn hinn sama svip. Á þeim var gert ráð fyrir 17 miljón króna halla, en þó var gert ráð fyrir lántökum til allra meiri háttar framkvæmda, sem ráðgerðar eru. Þannig er búskapur ríkissjóðs um þessár mundir. Ríkisútgjöldin á þessu ári verða ekki undir 160 miljón- um króna og þó trúlega mun meiri, En allt til samans, ríkis- útgjöld, ríkislántökur og 'ríkis- ábyrgðir, sem samþykktar voru á síðasta þingi nema á fimmta hundrað miljón króna eða nær hálfum miljarð, auk ábyrgðar- heimilda, sem ekki eru bundn- ar við neina ákveðna upphæð, Þær fjárgreiðslur, sem ríkið inn- ir af höndum í ár, og ýmist eru sóttar beint 1 vasa skattþegn- anna eða teknar að láni á á- byrgð seinni tímans, eða tekur ábyrgð á, nema þannig sem næst átján þúsund krónum á hvern heimilisföður í landinu, Ég skil ekki, hvernig, menn hugsa, ef þeim ægir ekki þessi óheyrilegi gapaskapur og þessi gengdarlausa sóun. Þetta eitt finnst mér næg ástæða núver- andi ríkisstjórn til dómsáfellis. En þó er þetta ekki annan en einn þáttur í langri ólánskeðju. Þetta syndaregistur ríkis- stjórnarinnar gæti verið miklu lengra, því að henni hafa verið undra-mislagðar hendur á mörg- um sviðum. En ég ætla hér að- eins að bæta við lítilli hugvekju um húsbyggingamálin. Húsnæð- isvandræðin eru svo almenn, að hver og einn skilur þau bezt með því að líta á aðstæður sjálfs eða þá nágrannanna og kunn- ingjanna. Skylda þjóðfélagsins til þess að liðsinna fólki við að losna úr prísund óhæfs og lé- legs húsnæðis var fyrst viður- kennt í verki eftir valdatöku Tryggva Þórhallssonar árið 1927, eins og ég hefi áður að vikið. íhaldsmenn á þingi spyrntu gegn því m4ðan þeir máttu. Sumir sáu eftir þeim tíma, sem þingið eyddi til þess að ræða löggjöf um verkamannabústaði. Víðs vegar um sveitir landsins var það þrálátt árásarefni íhaldsforsprakka, að Framsókn- armenn skyldu fórna dálitlu af opinberu fé til þess að hjálpa verkamönnum að byggja. En góð májefni sigra jafnan að lokum, og nú þyrði enginn að ganga í berhögg við slíka lög- gjöf. En enda þótt húsnæðis- vandræðin sverfi nú fastar að en nokkurn tíma áður og skapi aðstöðu til stórkostlegs okurs, einmitt í kaupstöðunum, þar sem stjórnarflokkarnir eiga sitt meginfylgi, verður ekki annað sagt en áhuginn á því að gera þessa löggjöf virka nú á verð- bólgutímunum sé ærið tvíbent- ur. Framsóknarmenn á þingi lögðu í vetur fram tillögur um breytingar á byggingalöggjöf- inni í samræmi við hið breytta ástand í landinu. — Stjórnar- flokkarnir hundsuðu þessar til- lögur og breyttu öllu eftir sínu höfði. Þeir vildu gjarna löggjöf um aðstoð í byggingamálunum. En þeir höfðu þá gloppu á lög- unum, sem gera þau óvirk, þeg- ar til kastanna kemur. Þegar byggingarsjóðir samvinnubygg- ingafélaga og verkamannabú- staði eru að leita fyrir sér um lán með viðráðanlegum kjörum samkvæmt löggjöfinni, er hvar- vetna visað á dyr. Enginn er skyldugur að lána þeim fé. Það ákvæði fékk ekki að standa í lögunum. Félög auðmarma, sern byggja hús og íbúðir, er þeir selja við geipiverði í gróða- skyni, ganga fyrir um lán. Sjálf- ur fjármálaráðherrann er einn af hluthöfunum. í þessum gróðafélögum og ríkisstjórn- in heldur að sér höndunum. Það er í hæsta lagi, að Alþýðublaðið og Þjóðviljinn tali um það fyrir kosningar, að byggingarsjóðirn- ir þyrftu að fá starfsfé. En það er ekkert gert til þess, að svo megi verða. Það er látið nægja að vitna til þess, að lög- in leggi ekki neinum þá skyldu á herðar. Ekki hefir ríkisstjórninni held- ur þótt hlýða, að eftirlit væri haft með því, að byggingar- efni, sem þó er af skornum skammti, væri notað til þeirra bygginga, sém mest liggur á áð komið sé upp, og takmörkuðu vinnuafli faglærðra manna beint þangað. Einstakir ríkis- bubbar hafa því til dæmis get- að notað byggingarefnið og vinnukraftinn til þess að byggja stórkostleg skrauthýsi yfir sig. Sjálfir ráðherrarnir hafa sumir gengið á undan í þessu, með því að byggja sér nýjar sumar- hallir í sumarfögrum sveitum til viðbótar öðrum, er þeir áttu áður, með slíkum íburði, að þeir kosta jafn mikið og þrjár til fjórar meðal íbúðir í Reykjavík eða í Hafnarfirði. Afleiðingin af þessu öllu er sú, að meðan koparþökin á kanslarahöllunum glóa í vesturbænum í Reykjavík hírast þúsundir manna í her- mannaskálum, myrkrakjöll- urum og á háaloftum, og og afbrot og drykkjuskapur magnast, meðal annars fyrir þá sök, að fólkið unir ekki á þess- um svokölluðu heimilum sínum í þessum vistarverum. VI. En þótt aðal-verkalýðsflokk- arnir í landinu, kommúnistar og Alþýðuflokkurinn, hafi þann- ig svarizt í fóstbræðralag við meginhluta Sjálfstæðisflokksins um stjórnarhætti, sem gera allt annað en þjóna hagsmunum verkamanna eða alþýðustétta landsins yfirleitt, fljúga margar hnútur um borð fyrir kosningar. Á hverjum degi um þessar mundir ganga hvers konar brigzl og stóryrði á víxl, þar ber hver öðrum landráðasakir á brýn dags daglega, og komið hefir fyrir oftar en einu sinni, að minnsta kosti um kommúnista og Sjálfstæðismenn, að þeir hafa berum orðum hermt það hver upp á annan, að þeir biðu tækifæris að gera andstæðinga sína höfcjinu styttri. Flestum mönnum blöskra slíkar sakar- giftir, þótt það sé á hinn bóg- inn alkunnugt, að kommúnist- ar hafa fram á þennan tíma aldrei haldið neinu fram í neinu máli, er brjóti í bága við hags- muni eða vilja eins af stór- veldum heimsins og Brynjólfur Bjarnason hafi á sínum tíma lýst því fjálglega, hvernig „heimsflokkurinn gripi í taum- ana“, ef kommúnistaflokkur einhvers lands gerði annað en það, sem línan frá Moskvu byði. Að sama brunni ber, ef Þjóð- viljinn er kannaður. Þriðjung- urinn af öllu því efni, sem þetta íslenzka stjórnarblað hefir flutt á þessu ári, er annað tveggja greinar um málefni Rússa eða varnar- og •sóknargreinar í beirra þágu, og enn þann dag í dag hafa rússnesk stjórnar- völd aldrei gert neitt, sem blöð kommúnistanna íslenzku hafa ekki varið með oddi og egg, og gildir það einu, hvort heldur þeir hafa ráðizt á Finna. gert vináttusáttmála við nazista, undirokað Eystrasaltsríkin, heimtað í sínar hendur yfirráð fjarlægra landshluta og þjóð- flokka eða hvað annað þeir hafa aðhafzt. Það kemur því harla ein- kennilega fyrir sjónir, að Sjálf- stæðisflokkurinn og raunar líka Alþýðuflokkurinn skuli hafa orðið til þess að fá flokki og mönnum, sem þeir lýsa eins og raun ber vitni, í hendur yfir- stjórn sumra þýðingarmestu mála landsins, þar á meðal flugmálanna og kennslumál anna. Það væri ekki að ólíkind- um, þótt allmargir Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn ■spyrðu sjálfa sig, hvort það hefði ekki verið allógætilegt og hvort það væri ekki rétt að hafa vit fyrir flokksforingjunum, sem þetta gerðu, með því að gefa atkvæði sitt að þessu sinni þeim frambjóðendum, sem ekki að- hyllast þetta stjórnarsamstarf, nefnilega Framsóknarmönnum. Hér er sem sé ekki nema tvennt til. Annað hvort eru þessar lýsingar réttar, og þá er það óverjandi léttúð af Sjálf- stæðismönnum og kommúnist- um að styðja hverja aðra til valda, eða þær eru blekkingar einar, gerðar til þess að villa um fólk. Slíkt framferði er einnig ó- verjandi af ábyrgum stjórn- málamönnum, og raunar beint tilræði við lýðræðisskipulagið í landinu. Það krefst þess, að heiðarlega sé á málum haldið. En hvort sem menn vilja álíta rétt, ber að sama brunni. Þessir menn hafa gert sig seka um al- varlegt stjórnmálalegt afbrot. Þeir hafa kastað rýrð og skugga á sjálfa sig. Eðlilegt svar kjós- andans er, að hann snúi baki við þeim, þótt hann hafi fylgt þeim hingað til, ef ekki fyrir fullt og allt, þá í bili, í mótmælaskyni við þessa framkomu. Þetta er prófsteinn á raunsæi og rétt- dæmi manna og stjórnmálalega og siðferðilega alvöru þeirra. VII. Nú teldi ég ekki ósanngjarnt, þótt þeir, sem þetta lesa, segðu sem svo: „Það er ekki nema að vonum, að maðurinn sé óánægð- ur með ríkisstjórnina, eins og hún fer að ráði sínu. En hvað er það, sem þið, Framsóknar- menn, oddvitar stjórnarand- stöðunnar, viljið láta gera?“ Mér virðist skylt að leitast við að svara þeirri spurningu í stór- um d'ráttum. Það virðist ein- sætt, að fyrst af öllu verði að skapa atvinnulífinu heilbrigðan grundvöll með raunhæfum að- gerðum i dýrtíðarmálunum. Það verður að eiga sér stað sann- gjörn niðurfærsla á afurðaverði og kaupgjaldi, stig af stigi, unz eðlilegt ástand væri komið á En það yrði að gera meira, því að ella væri einungis verið að níð- (Framhald á 4. síðu).

x

Hafnfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnfirðingur
https://timarit.is/publication/1779

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.