Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 24
Margra alda athugun hefir sannfært Finnana um það, að
konur, sem ala barn sitt í baðstofu, fái síður barnsfarar-
sótt. Þarna er þá skýringin á því, að mikill hluti finnsku
þjóðarinnar er fæddur í baðstofu enn þann dag í dag. Það
er einnig mjög skiljanlegt, að stofa, sem iðulega er hituð
upp i 70°, sje nokkurnveginn gerilsneydd. En notkun bað-
stofunnar sem sjúkrastofu byggist á öðru. Hún miðar að
því, að geta gefið sjúklingum gott svitabað, áreynslulítið
fyrir þá. Alla þá tíð, sem læknisfræðin hefir starfað, hafa
læknar lagt mikið upp úr því, sem á þeirra máli heitir
Diaphoresis (útgufun, útsvitun) við alla hitasjúkdóma,
sjerstaklega þá, sem orsakast af ofkælingu líkamans. Góð
Diaphoresis hefir alltaf verið, og er enn, aðalatriðið. En
það þýðir aðeins, að það beri að láta sjúklinginn svitna
og svita úr sjer eiturefnunum, sem gera sótthitann. Við ger-
um það með hitaskömmtum, heitum drykk og sængurdúði.
Finnar gera það með baðstofubaði. Jafnharðan og sjúkl-
ingurinn svitnar, er svitinn þveginn af og þegar sjúkl-
ingnum líður betur, er látið dvína í baðofninum, svo að
sjúklingurinn geti sofið og hvílst fyrir baðhitanum.
Hversu margur Finni á ekki baðstofunni líf að launa við
erfið fei'ðalög og óblíð kjör í vetrarhörkum Finnlands!
Það er þessvegna ekki að undra, að enginn Finni getur
verið baðstofulaus, jafnvel ekki um stundarsakir. Sje
byggð stór brú, vegur, virkjun, verksmiðja eða annað, er
bindur finnska verkamenn um stundarsakir heiman að,
þá er baðstofa reist á staðnum um leið og verkfæraskúr-
inn — viðleguskýlin eru reist á eftir. En þar erum við
komnir að aðalhlutverki baðstofunnar með Finnum, sem
sje að mýkja sára og harða vöðvana, hreinsa húðina og
losa með svitanum líkamann við eiturefnin, sem í hann
hafa safnast við erfiði dagsins. Þetta telja Finnar sjer
lífsnauðsyn. En um leið og þetta gerist iðulega í viku
hverri, stælast húðvöðvar og opna og loka svitaholum
22
Heilbrigt líf