Röst - 04.11.1940, Page 1

Röst - 04.11.1940, Page 1
I. árg. Vestmaimaeyjiim, 4 nóv. 1940 1. tölubl. AVORP Góðir Vestmannaeyingar! Blaðið Röst, sem nú hefur göngu sína, er gefið út af Stéttarfélagi bamakennara í Vestmannaeyj um. Tilgangur þess er fyrst og fremst að ræða uppeldis- og skólamál, en auk þess vill það styðja hvert gott málefni, sem verða má til framfara og menn- ingarauka þessa bæjar. Ég hefi áður lýst þeirri skoð- un minni, að æskilegast væri, að samvinna milli skóla og heimila væri bæði náin og góð, og í samræmi við þá skoðun höfum við kennarar komið á foreldrafundum nú í haust. Á þessum fundum hefir sú stað- reynd orðið öllum almenningi skýrari, að verkefnin eru ærin, til þess að vinna saman að, fyrir þá tvo megin aðila, sem að upp- eldismálunum standa, foreldra og aðstandendur barnanna annars vegar og kennara þeirra í skólanum hins vegar. En það eru ýmisleg vand- kvæði á að halda foreldrafundi, nema þá stöku sinnum, svo sem skortur á heppilegu húsnæði, annir foreldra, sem gera þeim illkleift að sækja slíka fundi, o. m. fl. • Úr þessu á blaðið að bæta. Það ætti að komast inn á hvert einasta heimili, og þá er ætíð einhver tómstund til þess að lesa og íhuga stuttar greinar og athuganir, jafnvel fyrir þá foreldra, sem engan tíma eða ástæður hafa til þess að sækja fundi á einhverjum ákveðnum tíma. Þannig eiga athuganir kenn- aranna að komast til allra for- eldra, og jafnframt er öllum foreldrum heimill aðgangur að blaðinu fyrir greinar, svör, fyr- irspurnir og athugasemdir um þessi mál. En þótt blaðið vilji leggja sér- staka rækt við uppeldis- og skólamál, þá er ekki ætlunin að takmarka efni þess við þau mál einvörðungu. Við vonum, að því verði vel tekið og farnist vel, og að það geti því orðið hinn ákjós- anlegasti vettvangur fyrir um- ræður um öll menningarmál. Verður tekið við greinum til birtingar frá hverjum sem er og um hinar ólíkustu skoðanir, eftir því sem rúm leyfir, aðeins innan þeirra höfuð-takmarka, sem blaðinu eru sett frá upp- hafi og leiða af tilgangi þess. En nánar skýrt eru takmörkin þau, að halda blaðinu fyrir utan allar flokksdeilur í stjórnmál- um og einnig, að birta aldrei persónulegar illdeilur, lævísleg- an áróður og annað slíkt, sem aðeins á heima í óhlutvöndum sorpblöðum. Við ætlumst til, að Röst flytji aðeins það, sem allir megi lesa, ungir og gamlir, m. a. börnin í skólanum, og mætti það því, ef vel gengur, verða hinum eldri þeirra til nokkurrar leiðbein- ingar og ánægju. Fyrir einróma ósk útgefenda hefir Helgi Þorláksson, kennari, tekið að sér ritstjórn blaðsins. H. Þ. lauk stúdentsprófi vor- ið 1938 og kennaraprófi sama vorið. Um haustið, sama ár, fluttist hann hingað sem kenn- ari við barnaskólann og hefir gegnt því starfi síðan. í starfi sínu sem kennari hefir hann hlotið almenna hylli, bæði nem- enda og aðstandenda þeirra. En auk hinna ákveðnu kennslu- starfa hefir hann sýnt mjög lofsverðan áhuga í öllu, sem lýtur að uppeldismálum, félags- málum kennara, bindindismál- um og öðrum menningarmál- um, án þess að vera á nokkurn hátt háður einstökum flokki eða stefnu í stjórnmálum eða trúmálum. Vil ég með þessum orðum vekja athygli almennings á því, að af ritstjóranum má vænta áhuga, víðsýni og sanngirni í hverju máli, og verði blaðinu Röst, af lesendanna hálfu, tek- ið í sama anda, með sama vel- vilja og áhuga á, að verða hverju góðu málefni til gengis- auka, þá mun tilgangi þess að fullu náð. Halldór Guðjónsson. Það hefir löngum þótt við brenna hér á landi — sem og sjálfsagt annars staðar, — að menn væru þungir í dómum um skoðanaandstæðinga sína. Þetta er almennt svo, þótt sérstaklega sé oft viðbrugðið á stjórnmála- sviðinu. Hyggja menn þá oft, að það sé af þvermóðsku einni og lægstu hvötum sprottið, að and- stæðingar þeirra skuli halda sínum málstað til streitu en eigi, að sannfæring geti legið á bak við. Þessi hugsun leiðir svo til hinna hraklegustu misfellna í sambúð manna, rógmælgi og nágrannakritar. Rætur þessara meina eru aðallega tvær. Ann- ars vegar er hrein vanþekking á skoðunum og athöfnum and- stæðingsins, og byggist því dóm- ur um hann á röngum eða vill- andi forsendum. Hinsvegar er vanþekking á því, sem kalla mætti mismun einstaklinganna eða persónuleika þeirra. Þegar sagt er, að engar tvær manneskjur séu eins, þá liggur meira á bak við það en aðeins, að engir tveir einstaklingar hafi sama útlit. Okkur finnst sann- leikur þessara orða svo sjálf- sagður, að við gætum þess naumast, hve víðtæk merking hans er. — Okkur finnst ekkert einkennilegt, að andlitsfall manna og vaxtarlag sé með ýmsu móti. Ekkert sjáum við heldur athugavert við það, þótt smekkur manna á liti sé næsta misjafn, þótt einum þyki blár litur fegurstur en öðrum rauður, þó einum þyki sá matur beztur, sem annar getur ekki bragðað. Við undrumst heldur ekki svo mjög, þótt sumir hneigist að sönglist og aðrir að dráttlist, sumir séu gefnir fyrir andlega vinnu, en aðrir fyrir líkams- erfiði. Öll þessi dæmi — og fleiri slík — eru okkur ljós, og við teljum þýðingu þeirra sjálf- sagða, þau sanni gamla spak- mælið, að „svo er margt sinnið sem skinnið“. En er við höfum nú játað sannleika þess, þá verðum við líka að viðurkenna, að skoðan- ir annarra í stjórnmálum, trú- málum, félagsmálum — eða hverju sem er — geta verið sprottnar af jafn hreinni sann- færingu eins og okkar eigin skoðanir í þeim efnum, þótt þar sé um algerar andstæður að ræða. í útliti, hugsun og verki eru engir tveir einstaklingar eins. Þessvegna getum við aldrei dæmt aðra algerlega réttlátlega. Við dæmum þá út frá okkur sjálfum, en ekki frá þeirra eigin sjónarhól. En við getum komist nálægt því rétta með því, að leita kynna á mönnunum og málstað þeirra. Hér viljum við kennarar í Vestmannaeyjum leggja nokk- urn skerf til í okkar litla, en frá náttúrunnar hendi yndis- fagra byggðarlagi. Blaðið Röst hefur því göngu sína í þeirri von, að hinir ýmsu og ólíku straum- ar, sem að því berast, verði til að styðja og skýra hvern þann málstað, sem er til menningar- hagsbóta fyrir Vestmannaey- inga og þá um leið þjóðina'alla. Við treystum á velvild fólksins og skilning og óskum svo gleði- legs nýbyrjaðs vetrar. Helgi Þorláksson. Næsta blað Hastar mun koma út um miðjan nóv. mánuð og verður selt á göt- um bæjarins og í hús- um.

x

Röst

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.