Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1985, Qupperneq 6

Æskan - 01.12.1985, Qupperneq 6
-fc Jólasaga Pað eru til margar fallegar jólasögur og œvin- týri. Eg heyrði einu sinni sögu um grenitréð sem mig langar til að segja ykkur. Sagan heitir: JOSEF OG GRENITRÉÐ Litla Jesúbarnið svaf í jötunni. María, móðir þess, lá á moldargólf- inu við hlið þess og hallaðist upp að öxlinni á Jósef sem sat uppi og vakti yfir barninu litla. Andartak blundaði hann og dreymdi um hlýja heimilið sitt í Nasaret en hrökk skyndilega upp þegar litla barnið fór að gráta. Það var dimmt í fjárhúsinu. í gegn- um rifu á þakinu skein stjarna og varpaði birtu yfir jötuna þar sem ux- inn og asninn voru að snapa til sín síðustu heyviskunum úr jötunni. Jós- ef stóð upp og sá að jatan var tóm og barnið hafði ekkert hey til að liggja á. Jósef reiddist og sló til uxans: „Gastu ekki beðið til morguns,“ sagði hann höstugur. „Sjáðu hvað þú hefur gert. Barnið deyr úr kulda! Nú vaknaði María: „Jósef,“ sagði hún, „sláðu ekki dýrin, þau eiga þetta hey. Og ef þau eru svöng þá mega þau borða það. Réttu mér barnið. Ég get vafið sjalinu um það“. Jósef þusaði eitthvað og tók barnið upp úr jötunni og rétti Maríu. En sjalið, sem María hafi breitt til þerris á vagnhjól í einu horni fjárhússins var gagnslaust. Það var enn blautt og kalt af snjónum sem féll á það þegar hún og Jósef flýðu inn í fjárhúsið um kvöldið. Jósef leit á sofandi barnið og var sár og hryggur. „Enginn vill hjálpa okkur," sagði hann beisklega. „Maðurinn vildi ekki hleypa okkur inn í gistihúsið. Dýrin vilja ekki lána okkur hey til að hlýja okkur og barn- inu. Allir eru á móti okkur.“ „Eng- inn er á móti okkur,“ svaraði María og vaggaði barninu. „Gistihússeig- andinn lánaði okkur þetta fjárhús af því að við vorum svo þreytt og húsið hans var svo fullt að þar var ekkert rúm. Dýrin lánuðu okkur jötuna sína af því að hér var engin vagga fyrir barnið. Fólkið og dýrin eru búin að hjálpa okkur. En kannski vilja trén hjálpa. Elsku Jósef, segðu þeim að okkur sé kalt og vanti nokkrar grein- ar til að kveikja eld.“ Jósef fór út í snjóinn. Það var hætt að snjóa og stjörnubjart. Trén teygðu berar greinarnar út í loftið og á stöku stað voru lítil grýlukerti á grein. Fíkjutré, ólífutré, eikur og visið greni. í þá daga var grenið ekki sígrænt heldur felldi barrið á haustin. Og það var svo ljótt og visið að Jósef leit ekki einu sinni á það. „Þégar sólin skín ber fíkjutréð svo mikla ávexti að það munar ekkert um nokkrar dauðar greinar. Ég ætla ' að spyrja það.“ En fíkjutréð var sármóðgað. „Veistu hvað þú ert að fara fram á?“ 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.