Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Æskan - 01.12.1985, Blaðsíða 7
Ljódaskrá ☆ „Aðeins fá sprek til að gera eld svo að litla barnið mitt deyi ekki úr kulda.“ „Arið um kring,“ svaraði fíkju- tréð,“ eru hlíðarnar hér iðjagrænar og hlýlegar af því að ég breiði út greinar mínar sem svigna undan ávöxtunum sem gleðja öll börnin í Betlehem. Á ég að eyðileggja það vegna ókunnugs ungbarns utan af landi? Nei, farðu eitthvað annað, gamli minn.“ Vonsvikinn gekk Jósef á milli trjánna og bað þau um hjálp. En öll trén svöruðu á sama hátt. Þau voru sárhneyksluð og sögðu Jósef að hypja sig heim. Þau væru alls ekki aflögufær. „María hafði rangt fyrir sér,“ hugs- aði Jósef, „öll trén eru á móti okk- ur.“ En þá festist skikkja hans í kræklóttri grein. Það var grenitréð. „Leyfðu mér að hjálpa,“ sagði það.“ Enginn mun sakna mín. Eg ber enga ávexti fyrir börnin og ég er ekki með lauf heldur nálar sem stinga og engum finnst fallegar. Þetta er í eina skiptið sem barn þarfnast einhvers sem ég get gefið. Taktu mig, allar greinarnar mínar.“ Jósef losaði moldina kringum ræt- ur litla grenitrésins og kippti því upp. Síðan bar hann það inn í fjárhúsið. Þar braut hann það í smátt og kveikti eld. Alla nóttina logaði glatt og það var hlýtt og notalegt inni og barnið svaf vært. Um morguninn var litla tréð aðeins öskuhrúga. „Nú er ekkert eftir af aumingja grenitrénu," sagði Jósef. „Blessað grenitréð,“ sagði María, „það hlýjaði litla barninu. Héðan í frá skal grenitréð vera sígrænt og ilmandi árið um kring og þegar litlu börnin minnast fæðingar frelsarans þá munu þau skreyta húsin sín með grenigreinum.“ Svona var sagan um grenitréð sem gaf líf sitt til að verma litla jólabarnið fyrstu nóttina þess á jörðinni. Þegar við horfum á jólatrén okkar þá skulum við minnast frelsarans sem fæddist í fjárhúsinu í Betlehem og gaf líf sitt fyrir okkur. Kristín Guðjónsdóttir JÓL Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, ogfögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. Ó, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild í helgi jólanætur, er heimur skrýðist Ijóma frá barnsins jólasól. En innst í hugans leynum er lítið barn, sem grætur — og litla barnið grætur, að það fær engin jól. Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) 7 Nú rennur jólastjarna og stafað geislum lætur á strák í nýjum buxum og telpu í nýjum kjól. Hve kertaljósin skína og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Og mitt í allri dýrðinni krakkakríli grœtur — það kemur stundum fyrir, að börnin gráta um jól — en bráðum gleymist sorgin, og barnið huggast lætur og brosir gegnum tárin sem fífill móti sól. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.