Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1948næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Lögberg - 22.01.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.01.1948, Blaðsíða 1
Hon. Thor Thors fyrsti sendiherra Islands í Canada Á þriðjudaginn þann 20. þ. m. afhenli Thor Thors sendi- herra íslands í Washingion, sem nú er einnig orðinn sendi- herra íslands í Canada, skilríki síri landsijóranum í Canada, Alexander vísigreifa af Tunis; fóru þeir Alex- ander vísigreifi og Si. Laureni uianríkisráðherra, lofsam- legum orðum um íslenzka þjóðarbroiið i þessu landi og þökkuðu þann ríflega skerf, er það hefði lagi iil cana- diskra menningarmála. — Við þessa áminsiu sögulegu aihöfn var frú Ágúsla kona Thors sendiherra og dóiiir þeirra Margréi. — Sendiherrahjónin verða á Chateau Laurier í Otiawa fram á næsia íösludag. Yðar hágöfgi! Mér veitist sá heiður að af- henda, Yðar Hágöfgi, embættis- skjöl mín sem sendiherra lýð veldisins íslands hjá ríkisstjórn Kanada. Kanada og ísland eru tengd nánum böndum skyldleika, sám- eiginlegrar sögu og vináttu. Eitt af hinum mörgu táknum þess er Það, að þessar tvær þjóðir hafa nú ákveðið að skiptast á diplo- matiskum fulltrúum í fyrsta sinn. Mér er það fullkomlega ljóst, að það er mér mikill heiður og vegsemd að vera útnefndur fyrsti sendiherra íslands í Kana- úa, og mun það verða mér mikil hamingja að leitast við að auka °g efla hinn gagnkvæma skiln- lng og hina vinsamlegu sambúð, sem altaf hefir dafnað og stöðugt hefir orðið augljósari milli þjóða vorra. íslendingum er ljúft að minn- ast þeirrar staðreyndar, að það var Leifur Eiríksson, sem var borinn og barnfæddur á íslandi, sem fyrstur manna fann hið riíikla meginland Vestur-álfu, og varð fyrstur hvítra manna til að stíga á ameríska grund árið 1000. Ennfremur, að það var Islend- ingurinn Þorfinnur Karlsefni, sem varð fyrsti landnámsmaður- inn í Norður-Ameríku árin 1003—1006. Þetta eru staðreynd- ir, sem í upphafi tengdu saman sögu Kanada og sögu íslands. En vér eigum mörg önnur og nánari tengsl. Kanadiska þjóðin hefir unnið fullveldi sitt og sjálfstæði, ekki vegna styrkleika vopnanna, held ur vegna viturrar forystu og mikillar þrautseigju undir merkj um lýðræðisins. íslenzka lýð- veldið á sjálfstæði sitt að þakka farsælum foringjum að fornu og nýju og hinu 1000 ára gamla Al- þingi sínu. Tengsl lýðræðisins eru því vor sameiginlegi arfur, og svo er og um ást vora á frels- inu og sjálfstæðisþrána. Islendingar eru aðeins lítil þjóð. Lífið hefir oft sinnis verið örðug barátta við miskunnar- laust ofurefli náttúruaflanna, og útlitið hefir oft verið ískyggilegt á tímum örvæntingar og illra aðstæðna. ísland hefir haft litlu að miðla öðrum þjóðum. Það verður því að virða oss það til vorkunnar, að vér erum hreyknir af því að hafa fært Kanada ríkulegri gjafir en nokkurri annarri þjóð Thor Thors sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Canada Frú Ágúsía Thors, kona Thors sendiherra heimsins, gjafir, sem í senn voru oss mikil fórn, og einnig mikil metnaðar sök. ísland hefir gefið Kanada marga góða borgara. — íslenzka þjóðin er þakklát Kana- da fyrir það, að þar hafa þeir fundið hamingju og heimili, og að þeim hefir auðnast að stuðla að velferð samborgara sinna í hinu nýja landi sínu. Tugir þús- unda af íslenzku bergi brotnir hafa reynst trúir þegnar sinnar nýju fósturjarðar. Þeir hafa áunnið sér virðingu landa sinna og ætíð, og á öllum sviðum þjóð- lífsins, hafa þeir reynst sannir fulltrúar hinna beztu mannkosta og fegurstu sérkenna síns gamla föðurlands. En vér höfum ekki aðeins ver- ið gefendur. Vér höfum verið þiggjendur margra sannra vin- áttubragða frá kanadisku þjóð- inni, ekki aðeins þeirra, sem ætt sína eiga til íslands að rekja, heldur allrar kanadisku þjóðar- innar og ríkisstjórn hennar. Það nægir hér, Yðar Hágöfgi, að minnast þriggja fyrirrennara Yðar, Lord Dufferin, Lord Tweedsmuir, og jarlsins af At- hlone, sem allir hafa heiðrað íslendinga í Kanada með sér- stökum heimsóknum sínum, og flutt þeim hinn lofsamlegasta boðskap. íslenzka þjóðin er þakk lát kanadisku þjóðinni fyrir það, hversu vel hún hefir búið að vorum ættstofni hér í þessu mikla landi unninna afreka og bjartar framtíðar. Oss er það einkar hugljúft að vita það, að íslands-ætt í Kanada minnist jafnan gamla landsins í ást og virðingu. Kanada er ekki gamalt land. Kanadiska þjóðin er ung og veg-' ur hennar fer stöðugt vaxandij meðal þjóða heimsins. Mér hefir I verið það Ijúft að eiga þess kost. að veita því athygli á mörgum | alþjóðlegum þingum, hversu | mikils virt rödd Kanada ætíð er, ’ • og hversu farsæl eru hennar áhrif og viturleg hennar leið- sögn. I Kanada er land framtíðarinn- ar. Hinir glæstu möguleikar landsins, auðlindir þess, og hin framtakssamar, duglega og gáf- aða þjóð, sem landið byggir, tryggja Kanada öryggi um far- sæld og hamingju á ókomnum tímum. Það er einlæg ósk ríkisstjórn- ar íslands og íslenzku þjóðarinn- ar, að stöðugt vaxandi áhrif Kanada á gang heimsmálanna, megi stórum stuðla að því að tryggja öllum þjóðum heimsins frið og öryggi. Yðar Hágöfgi, er ég nú hef starf mitt hjá ríkisstjórn Kana- da, óska ég að láta í ljós þá sann- færingu mína, að ég muni ætíð njóta hinnar vingjarnlegustu fyrirgreiðslu í störfum mínum, sem mér eru einkar hugþekk, og sem mér er mikill heiður að tak- ast á hendur. Hjálmar A. Bergman dómari í yfirrétti Manitobafylkis lézt að morgni þriðjudags Mr. Jusiice H. A. Bergman Síðastliðinn þriðjudagsmorgun lézt að heimili sínu, 221 Ethel- bert Street hér í borginni, Hjálmar A. Bergman, K. C. dómari í yfirrétti Manitoba- fylkis einn hinn mikilhæfasti niaður, sem komið hefir á sjón- arsvið meðal Islendinga vestan hafs og kunnur var frá strönd til strandar í þessu landi, vegna frábærrar þekkingar sinnar í lögvísi, ráðhollustu og persónu- legri vinfestu; hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða, enda vafalaust oft og ein- att ofþjakað sér við störf, því elj- nn var frábær og skylduræknin að sama skapi; er með fráfalli hans höggvið mjög í knérunn hins dreifða og fáliðaða mannfé- ^ags af íslenzkum uppruna, þótt vitaskuld sé þyngstur harmur kveðinn að ekkju hans og börn- nna; á hinn bóginn er það jafnan huggun harmi gegn, að hafa elskað og átt eitthvað mikið — til að missa. Hjálmar A. Bergman var fædd Ur á Garðar í Norður Dakota, þann 22. dag ágústmánaðar ári§ 1881. Foreldrar hans voru þau merkishjónin Eiríkur Hjálmar- son Bergman og Ingibjörg Pét- ursdóttir Thorlacius, bæði ættuð úr Eyjafjarðarsýslu; var Eiríkur um hríð þingmaður í ríkisþing- inu í Norður Dakota, og jafn- framt fyrsti íslenzki þingmaður- inn í þessari heimsálfu. Hjálmar dómari naut barna- skólamentunar sinnar á Garðar; síðari árin undir handleiðslu Dr. B. J. Brandson. Árið 1900 lauk Hjálmar dómari stúdentsprófi við Luther College í bænum Decorah í Iowa-ríki, en útskrif- aðist með ágætiseinkun í lög- um frá háskóla North Dakota ríkis 1903. Hlaut hann þá hin svonefndu Keefe-Davidson verð- laun fyrir skarpleik og framúr- skarandi ástundun við laganám- ið. — í októbermánuði 1905 kom Hjálmar til Winnipeg, og þar hefir heimili hans staðið jafnan síðan. Árið 1908 útskrifaðist Hjálmar í lögum frá háskóla Manitobafylkis, en hafði í þrjú ár áður stundað laganám á skrif- stofu Hon. Thomasar H. Johnson, síðar dómsmálaráðherra; að loknu prófi gekk Hjálmar í félag með Mr. Johnson, og Mr. Roth- well, og gekk það undir nafninu Rothwell-Johnson and Bergman; vakti hann þegar á sér mikla at- hygli fyrir röggsamlega mála- færslu og frábæra samvizku- semi í störfum sínum. Árið 1909 flutti Hjálmar dóm- ari sitt fyrsta mál fyrir hæsta- rétti Canada, og mun einstætt í sögu, að ungur maður, svo að segja nýskroppinn frá prófborð- ýnu, tækist slíkt á hendur. Árið 1920 var Hjálmar dómari skipaður K.C., en árið 1929 var hann kosinn forseti lögfræðinga- félagsins í Manitoba, og endur- kosinn 1930. Hann var kjörinn meðstjórnandi Manitoba Law Society 1931, en í maí 1942 var hann kosinn forseti þess virðu- lega félagsskapar. Tvisvar sinnum, 1924 og 1930 fór Hjálmar til London, og flutti þar mikilvæg mál fyrir hæsta- rétti Breta. Hjálmar A. Bergman dómari kvæntist þann 29. júní 1907; eft- irlifandi ekkju sinni, Emilíu Sig- Frá Íslendingum sunnan landamæra Fyrir stuttu síðan var dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænuro fræðum við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, Maryland, koáinn aðstoðarrit- stjóri ársfjórðungsritsins “Scandi navian Studies”, sem gefið er út af fræðafélaginu Society for the Advancement of Scandinavian Study og vinnur, eins og nafnið bendir til, að útbreiðslu þekking- ar á Norðurlandamálum og bók- meenntum vestan hafs. — Hefir hann birt bæði ritdóma og rit- gerðir í umræddu riti, og þó sér- staklega ítarlegar bókfræðilegar yfirlitsgreinar varðandi Norður- lönd. urbjörgu Johnson; voru foreldrar hennar hin velmetnu landnáms- hjón á Garðar, N.-Dak., John ’ Johnson, ættaður úr Bárðardal,' og Guðbjörg Guðmundsdóttir,' ættuð úr Eyjafirði; bæði látin. | Þau Hjálmar dómari og frú hans eignuðust þrjú börn: Ethel Ingibjörgu — Mrs. J. T. V. May; — Norman Stephen lögfræðing og Eric Herbert verkfræðing, er báðir tóku þátt í síðari styrjöld- inni. Auk fyrrgreindra athafna Hjálmars dómara, átti hann sæti í háskólaráði síðan 1933, og var forseti þess um langt skeið. Hjálmar dómari hafði, þrátt fyrir geysi annir við önnur störf, tekið virkan þátt í íslenzkum mannfélagsmálum; gegndi með- al annars forsetaembætti í Columbia Press Ltd í hartnær aldarfjórðung, og var um langt skeið traustur stuðningsmaður Fyrsta lúterska safnaðar. Það mun ekki ofmælt, að Hjálmar dómari væri einn hinn skarpgáfaðasti maður, sem vest- ur-íslenzka mannfélagið taldi innan vébanda sinna; hann var með afbrigðum rökvís maður, stór-mælskur jafnt á íslenzku sem ensku, og hverjum manni fyndnari í ræðu. I marzmánuði 1944 var Mr. Bergman skipaður dómari í yfir rétti Manitoba fylkis, og luku allir upp einum munni um það, að hann væri fyrir allra hluta sakir, manna bezt til slíkrar á- byrgðarstöðu fallinn og fyrir löngu maklegur þeirrar sæmdar, er embættinu væri samfara; en úr því gekk hann ekki lengi heill til skógar, heldur háði harða baráttu við sjúkleik, er hann bar með norrænni hetjulund og prýði. I síðastliðnum októbermánuði var Mr. Bergman kjörinn heið- ursdoktor í lögum við Manitoba- háskólann. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að ævisaga þessa merka og sjaldgæfa manns verði ítarlega skráð, því svo var hún fjölþætt og mótuð af norrænum manndómi. Útför Hjálmars yfirréttardóm- ara fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju í dag kl. 2 e. h., fimtudag- inn þann 22. þ. m. Lögberg vottar sifjaliði þessa mikla manns innilega hluttekn- ingu í þess þunga harmi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (22.01.1948)
https://timarit.is/issue/159463

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (22.01.1948)

Aðgerðir: