Norðurljósið - 05.10.1893, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 05.10.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar mánuOi 3>.,—15.,—25.), 86 blöð á ári. Verð 2 kr. (erlendis 8 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐDRL JÓSIÐ. Afgreibslustofa Þingholtsstr. 3 Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Reykjavík, flmrntudaginn 5. október 1893. 28. blað. Síöustu forvöð. m. Þegar vjer snúum oss að sjávarútveginum, mætum ’vjer í mörgum atriðum hinu sama framtaksleysi, sömu verklegu vanafestunni. Sjávarbændurnir, sem hefðu getað komið sjer upp þilskipum, ekki fáeinum, eins og enn þá er, heldur fjölda-mörgum, ekki fáir, einstakir menn, heldur fjöldi manna : þeir eru ekki enn þá vaknaðir til fullkom- innar meðvitundar um, að þeir geti gjör-umbreytt og ■endurbætt þenna rnjög svo þýðingarmikla atvinnuveg. Allar aðrar siðaðar flskiþjóðir gjöra hverja til- raunina á fætur annari til að endurbæta skip og veið- arí'æri. Hjer er eins og margir álíti óhreina anda búa í flestum verklegum nýjungum. — Þegar Sigurður Ei- ríksson var að smíða hjer bátana með nýja laginu um árið, var eins og maðurinn væri að fara með guðlöst- un, í stað þess, að hið eina rjetta var, að sjómenn hefðu styrkt hann eptir mætti til þess að gjöra hverja tilraunina á fætur annari, þangað -til það skipalag befði verið fengið, er fullnægt hefði sem flestum kröfum. Veiðarfærin eru með sama laginu og fyrir tugum ára. Ekki kunnum vjer enn þá að veiða í miðjum sjó, hvorki á lóðir nje í net. Hirðing aflans er engan veginn glæsileg. Sund- maginn t. d., sem getur verið hreinn og fallegur eins ■og mjólkurgler, er vanalega gulur og dökkur, ef ekki blóðugur. Ekki þarf þó annað en að verka hann þegar hann er tekinn úr fiskinum, salta hann síðan, Terði hann ekki þurkaður þegar, og afvatna hann síðan áður en hann er þurkaður og breiða hann svo að eins á hreint grjót. Áburður sá, er fá má úr sjófangi, er ekki betur nýttur. Slorið er víða látið fúna í fjörunni. Þang- dyngjur og þaragarðar eru hrönnum saman víðast við sjávarströndina, sem gjöra má bezta áburð úr, sje það látið fúna og blandað öðrum efnum. Sumir nota enn þá klíning til eldiviðar eins og Kalmúkkar. Kemur það sumpart af því, að mó vantar á ýmsum stöðum ■og kol er ekki að fá. Mundi það ekki borga sig með eldiviðarsparnað, að fá járnsuðuvjelar, þótt þær sjeu nokkuð dýrar í svipinn ? Eldiviðurinn er daglegur eyðsiueyrir, sem nauðsyn er að læra að spara sem mest. Húsabyggingarnar eru enn þá almennt með fornu lagi, þótt stöku maður sje farinn að breyta dálítið til: baðstofa, bæjardyr, búr, eldhús með taðstáli, skemma og smiðja, mörg smáhýsi sitt í hverju lagi, með rang- halagöngum á milli. Kostnaðarminna yrði að búa til eitt stórt hús með sameiginlegu þaki úr öllum þessum sjerstöku húsum. Hvers vegna kemur enginn hingað til Reykjavíkur til að læra að kljúfa grjót til bygginga hjá steinsmið- unum ? Það væri eins þarflegt, að sú kunnátta breidd- ist út hjeðan sem sumt annað. leiðir, að færri verða leiknir í einu sjerstöku verki. Flestir kunna fjölda verka meira eða minna, en það segir sig sjálft, að færari yrðu menn í hinuin einstöku verkum, ef þeir stunduðu færri verk. Landbúnaður og sjávarútvegur eru hvort fyrir sig svo þýðingai'- miklir atvinnuvegir og vandlærðir svo vel sje, að ekki veitir af að þeir sje stundaðir eingöngu. Eigi lausamennskulögin að verða að gagni fyrir landið, útheimtist, að lausamennirnir taki fyrir sig að stunda einn atvinnuveg og læra hann svo vel, að eptir þeim verði sótzt til að vinna einmitt það, sem þeir kunna öðrum framar. Sá sem kann eitt verk vel framar öðrum, má jafnan vænta þess, að verða tekinn til að inna þetta verk af hendi fremur en 10 eða 20 aðrir, sem ekki kunna það nema í meðallagi. Til þess að fá góða sjómenn á þilskipin, þurfa menn að venjast við þaö frá unglingsárum. Með því móti fellur þeim verkið mikið ljettara, og skipi og mönnum er betur borgið, ef háska ber að höndum, og meiri von um góðan afla, eptir því sem sjómennirnir eru vanari starfinu. Þegar um sauðfjárhirðing er að ræða, riður ekki síður á, að fjárhirðirinn sje vanur starfl sínu, eigi það að koma að sem beztum notum. Það er vandasamara verk en svo, að heppilegt sje að fela það þeim á hendur, er sjaldan heflr fengizt við það áður. En svo er að sjá eins og menn viti ekki þetta. Almenningur hleypur frá einu verkinu til annars, hálf- lærðu, og fær við það miklu minni áhuga á, að gjöra verk sín vel, áhuga á, að verða öðrum færari í einu einstöku verki, og landsvenjurnar og lifnaðarhættirnir kenna mönnum eirðarleysi og eljuleysi við hið sama verk. Sú hefir verið tíðin — hamingjan má vita, hvort hún er ekki enn — að sá heflr ekki verið talinn full- gildur vinnumaður, sem ekki heflr getað farið til sjós fyrir sjósótt, enda þótt hann hafl unnið heimilinu opt og einatt þarfara verk heima fyrir heldur en sá, sem komizt hefir í eitthvert skiprúm að nafninu til, fengið, ef til vill, svo lítinn afla, að það hefir ekki hálfborgað útgerðina, hvað þá meira, en hinn heflr varið fjenað- inn heima frá að farast í illviðrum. Það er, ef til vill, honum að þakka, að fienaðurinn lifir yflr veturinn. En á vorin, þegar sjómaðurinn kemur »úr verinu«, er honum tekið tveim höndum, eins og sækonungi forðum daga, sem kom heim að haustinu með mörg skip hlaðin herfangi. 0g þó er aflinn ekki nema 100, og helmingurinn ýsa, — það er svona rúmlega fyrir ferðakostnaðinum ; — fæði, skinnklæðum og tímanum er hartnær kastað í sjóinn. Sjómaðurinn hefir haft 30—40 hvíldardaga á vertíðinni að minnsta kosti. Hinum, sem hirt heflr skepnurnar í illviðrunum, þegar hinn hljóp frá þeim, — honum er gleymt. Hann er naumast talinn í verkfærra manna tölu. Og þó heíir hann naumast haft neinn hvíldardag á öllum vetrinum. IV. Nú sem stendur streyma menn hópum saman að «jónum á vetrum, en í sveitir á sumrum, og af því

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (05.10.1893)
https://timarit.is/issue/173374

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (05.10.1893)

Aðgerðir: