Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 1
OÐINN 8. HI.At) J NOVEMBER 1»13. j IX. ÁR ~ Kristján Ó. .Þorgrimsson konsúll. »Óðinn« flytur að þessu sinni mynd þess manns, er flestir munu hafa heyrt getið, hvar sem er á landinu, og fjölda manna er persónulega kunn- ur víðsvegar. En það er konsúll Svía, Kristján Ó. Por- grimsson. Hjer á landi, sem annarstaðar, er sú heilbrigða skoðun að ná fastari tök- um á þjóðinni með ári hverju, að það sjeu hyggindi þau, sem i hag koma, sem mestu ráði um það, hver þjóðfje- lagsborgarinn sje nýtastur, en ekki hitt, að hann sje af háum ættum, háskólagenginn eða lærður og lesinn í fjölda fræðigreina og vísinda. Reynsl- an sýnir og sannar hvervetna, að sá verður bestur borg- arinn, er sjálfur hefur lært að sigr- ast á örðugleikun- um í lífsbaráttunni, haft áræði til þess af eigin ramleik að brjóta sjer braut og afla sjer algjörlega sjálfstæðrar stöðu með hag- kvæmum hyggindum, sparsemi, reglusemi og ráð- deild í hvívetna. Slikur maður er Kristján Ó. Þorgrímsson. Skal nú í örfáum dráttum lýst aðal- æfiferli hans og starfsemi. Kristján Ólafur Þorgrímsson er fæddur að Staðarbakka í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu 8. febrúar 1857. Foreldrar hans voru Þorgrímur Víglundsson bóndi að Staðarbakka og kona hans Kristin Jónsdóttir. Hann ólst upp í föðurgarði og gekk að allri vinnu sem heimamenn hjá föður sínum; þoldi hann með þeim súrt og sætt, því faðir hans var vinnuharður og varð bjargálna- maður fyrir dugn- að og ósjerhlífni, þótt ekki yrði hann ríkur talinn. Krist- ján hafði snemma hug á að manna sig sem hest; ein- hver útþrá gerði snemma vart við sig i drengnum og hann fann ungur á sjer, að hann átti ísjerbundna krafta, er hann yrði sjálf- ur að leysa úr læð- ingi. Sveitin hans varhonumofþröng. Hann kom fyrst til Reykjavíkur 5. sept. 1875. Lærði hann þar fyrst bók- band hjá Agli Jóns- syni bókbindara, var að því námi i 4 ár og fjekk sveins- brjef sem bókbind- ari 23. apríl 1878. Borgari i Reykjavík varð hann 27. maí 1879 og byrjaði að reka verslun þar 1. maí 1880 og rekur hana enn í dag. Kristján hefur afarmikinn þátt tekið í safnað- ar- og bæjar-málum Reykjavíkurkaupstaðar. Hann Kristján Ó. Porgriinsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.