Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 3
ÓÐINN 59 og við margvísleg tækifæri og jafnan sannfærst um það betur og betur, að Kristján er drengur hinn besti. Kristján er djarfmæltur og óvæginn í orði, ef því er að skifta; spyr hann þá aldrei að, hvort þar eiga hærri eða lægri í hlut, eða hvort svör hans koma sjer vel eða illa. Dómur annara yfir- leitt um orð hans og athafnir liggur honum í ljettu rúmi. En hitt mun sannast um afskifti hans af almennum málum, er tímar líða fram, að víða hafi hann hagsýnni verið um velferð bæjarbúa en aðrir, er um þau mál fjalla samtímis, og ekki kæmi mjer á óvart, þótt vandskipað þætti rúm hans, er hans nýtur ekki lengur við, sem vonandi verður enn langt að bíða. Guðm. Guðmundsson. H. Molar úr syrpu »Bjarnar í Gröf«. Skot. Jeg leit í æskuskrauti skarta á »skemtun« eina silkirein; að elska hana’ af öllu hjarta er yngissveina skylda hrein. Mjer virtist hún í einu’ og öllu svo elskuleg sem best jeg kaus, og enga fann jeg foldaþöllu, er fremur virtist tildurslaus. Með limu smáa, Ijósa brána, svo liðamjúk, en ekkert »stíf«, með augun bláu, ennið frána — mig ástarsjúkan gerði víf. En þótt nú vildi’ eg vífið unga í viðjur færa hjúskapar, ef giftumst, mætti’ jeg eins víst eiga að yrði hún mjer til skapraunar. Ejelagslob. Vísirinn ekki varð að beri. — Vísir grænn á lyngi hjekk, rótina stungu eiturormar, af því vísirinn skaða fjekk. Vísirinn ekki varð að beri, visnaði liann því byrgði sól, geysaði stormur, faldi foldu frost og snær, svo lyngið kól. Vísirinn ekki varð að beri, vökvinn þvarr og frjófgan öll. Þess er ei von að þróist gróður, þar sem enginn ræktar völl. Visirinn ekki varð að beri, visnaður hnje í móður skaut eftir skamma eymdaræfi. Endar dauðinn hverja þraut. Vísirinn ekki varð að beri. Vonin ein með honum dó. Stríðum, keppum fram til frama, fram í dauðann; þá er nóg. Enginn má við ofurvaldi. Enginn kraftur stenst við Hel. Skiljum svo og sáttir verum. Sælir, drengir, farið vel! (i894). Afmœlisvísnr. Komdu hjer mitt barnið blítt, blessað »fjörið litla«, heyrðu, hvað mjer lætur lítt ljóðin við að fitla. Ekki lúin lífs af ferð, laus við allan trega, árin þrjú að baki beið, barnið yndislega. Svo það gengur oft, að er unaðsstundin sanna ekki lengi’ að líða hver lífs á skeiði manna. Æskan glöð er yndistíð. Auka lifsins gildi sönnum föður börnin blíð, best er meta skyldi. Skal því gjalda góðri þökk gleðitima þegna föður alda öndin klökk, æfi þinnar vegna. Tímans ráður, ósk mín er alls í kraftar nafni, veiti náð og visku þjer, víf, með árasafni. Gleði sanna finni fljóð fjörið meðan tefur. Babbi þannig búin ljóð barni sinu gefur. (27/io'02) Við gröfina. Nú er þetta leiði lagt. Likamanum veitist friður. Fyrir eyrum ómar niður; margt um þennan mann var sagt.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.