Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari) - 30.05.1922, Blaðsíða 1

Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari) - 30.05.1922, Blaðsíða 1
BRANDUR 1. árg. Seyðisfirði, 30. maí 1922 1. tbl. „BRANDUR“. Það er venja, þegar nýtt blað byrjar að koma út. að skýra frá tilgangi þess, og þar af leiðandi tilverurétti, sönnum eða ímynd- uðum. Hvert nýtt blað óskar eft- ir stuðningi lesenda og kaupenda sinna, og sem þóknun fyrir þann stuöning, skýrir það frá því, hversu útkoma þess sé bráðnauð- synleg fyrir velferð lands og þjóð- ar o. s. frv. o. s. frv. „Brandur“ gerir ekki neitt sHkt. Hann biður ekki um neinn tilveru- rétt; sá eini réttur, sem hann áskil- ur sér, er að koma og fara eftir eigin geðþótta. — Hann biður heldur eigi um kaupendur. Menn geta gert alveg eins og þeim sýnist, keypt hann eða látið vera, og verið jaíngóðir vinir hansfyr- ir því. Undirslíkum kringumstæð- um má engan undra þótt stefnu- skráin sé engin. Hefur nokkur nokkurntíma heyrt getið um stefnuskrá, sem ekki hefur verið borgað fyrir að halda á lofti? Tæplega á seinni árum. Kannske á dögum Jóns Sigurðssonar og Skúla. Við skulum, til að nefna dæmi, benda á Sambandið. Það verður, auk þess að kosta útgáfu „Tím- ans“, að ieyfa aðal-stuðnings- manni hans að baka sér brauð á þess kostnað, með allskonar sætindum í, s. s. Ílalíuferðum o. fl. Takmarkslaus verður „Brand- ur“ þó ekki. Hann mun gera sér far urn að taka eins mikið af auglýsingum og frekast er unt. Einnig mun hann reyna að flytja allar nýjar fréttir, sérstaklega þær, sem við koma Seyðfirðingum, og loks mun verða eitthvaö í hverju blaði, setn getur komið fólkinu til að brosa. Afstaða blaðsins tii opinberra mála mun, til að byrja með, verða þessi: 1. í samgöngumálum mun það beita sér fyrir flugferðum, og álítur að stjórnin ætti að láta rannsaka þessa lendingarstaði: Horn við austanverðan Horna- fjörð, Króardalsskarð við Mjóa- fjörð, Dyrfjöll við Borgarfjörð eystra, Fell í Köldukinn, mjög vandlega, Bíldsárskarð eða Sölva- gjá við Eyjafjörð, Staðaröxl í Skagafirði ogjafnve! nokkra staði á Suðurlandi. — Nauðsynlegt et að þetta verði komið í lag fyrir Iandskjörið. 2. í heilbrigðismálum mun blaðið fylgja sömu stefnu og hin árvakra heilbrigðismálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar. 3. í stjórnmáium mun verða fylgt sömu aðferð og „Tíminn“ hefur notað, en þó mun ekki verða leitað lengra en aftur í 4. lið eftir brígslyrðaefnum um ná- ungann. 4. í verzlunarmálum mun blað- ið leggja tii að rikið taki að sér einkasölu á embættum, þing- mensku og sannfæring kjósenda, en önnnr verzlun verði gefin frjáls. 5. í bánkamálum: að íslands- banki verði seldur Jóni Dúasyni með mjög vaegum borgunarskil- málum. Afstaða til fleiri mála verður ekki tekin að sinni. Afbragðs reiðhestur, 7 vetra gamall, til sölu. A. v. á. ÓLAFUR FRIÐRIKSSON ritstjóri Alþýðubiaðsins í Reykja- vík dvelur nú hér í bænunt. í fyrradag hélt hann fund hér. Ein- kennilegt er það, að Itlýða á röksemdafærslur þess prédikara, þar sem hver mótsögrin ríður annari á slig. Enda er þess von, þar sem ekki getur talist heiileg- ur þráður í öllurn hans hugsana- gangi, því verður ræða hans full af gít'uryrðum, fleypri og gaspri, og kallast slík ræðulist mælgi. Fer það mjög að líkum að sltkri skoðun sem hans verði ekki íundin rökyrði, þar eð hún er bygð á skilningsleysi einu, að því er snertir vora þjóð. Sú kenn- ing hefur fæðst í öreiga-úthverf- um stórborganna, getur átt þar heima, en annarsstaðar ekki. Spurning getur legið fyrir um það, hvort slíkir menn sem Ól- afur Friðriksson séu ekki hættu- legir heilbrigðu, ótrufiuðu þjóð- félagi sem voru. Hann fer um og skraflar um hvernig ráða eigi bót á öreigamensku og auðvaldi hér á landj. En það er sannast mála að hvorugt er til með þjóð vorri. Þess vegna er kenning hans ein ósannindaræpa. En hann heíur nú með þess- um blekkingum skapað sér at- vinnu og lífeyrisráð. Mega þeir af gleðjast, sem vilja. Að lokum mæfti spyrja, hvort Ólafur Friðriksson gæti ekki ver- ið athugunarefni fyrirÞórð Sveins- son lækni, og enn að hinu: hvað má lengi ganga þar til hæstiréttur íslandstelur virðingusinni ogsóma misboðið? Eða er tilgangurinn að endurvekja Sturlungatímabilið?

x

Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandur (Austurland, Brandur, Austanfari)
https://timarit.is/publication/238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.