Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 13.03.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.03.1976, Blaðsíða 1
TÆNGIR? Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur —Rif Súgandafj: Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Brezku freigdturnar fara hamförum — hrognainnihald loðnunnar 20,6%, fitumagnið 6% — talið að loðnan eigi amk. viku eftir í hrygningu Þannig litur hún út, hin eftir- sótta loðna. Gkki er hún stór, en þessi hérna fékkst á hin- um nýju miðum út af önd- verðarnesi. Talið er að þessi loðnuganga geti bjargað við loðnufrystingunni, en álit fiskifræðinga er, að a.m.k. vika sé þangað til loðnan hrygnir. Timamynd: Róbert Gsal— Reykja vik — IVtikil átök voru á miðum brezku togaranna úti fyrir Aust- fjörðum i gærdag og reyndu brezku freigáturnar hvað eftir annaö að sigia á is- lenzku varðskipin. Fjórar ásigiingartilraunir heppnuö- ust, Juno sigldi tvivegis á Tý og Mermaid sigidi tvfvegis á Þór. Nokkrar skemmdir urðu á varðskipunum og einnig löskuðust freigáturn- ar eitthvað. Engin slys urðu á mönnum. Þá gerði freigátan Scylla aðför aö varðskipinu Ægi og komst i einni ásiglingartil- rauninni svo þétt að varð- skipinu, að vart varð hönd komið á milli skipanna. Myndin er frá aðför Scyllu að Ægi. Timamynd: örn Rúnarsson. gébé Rvik — Nýja loðnugangan, sem fannst út af öndverðarnesi i fyrrakvöid, viröist vera i mjög góðu ástandi, fitumagn hennar 6% og hrognainnihald 20,6%. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings, virtist honum sem ioðnan ætti a.m.k. viku eða lengur ihrygningu, þannig að hún ætti að vera tilvalin til frystingar. Hjálmar sagði einnig, aö ioðnan lægi sennilega svo djúpt yfir dag- inn að skipin gætu ekki veitt hana, en strax og skyggja tekur kemur hún upp að yfirboröinu. Þvi höfðu ekki nema tólf bátar tilkynnt loðnunefnd um afla rétt fyrir kl. 19 I gærkvöld og var afli þeirra samtals 4420 tonn. Þegar Timinn hafði samband við Hjálmar Vilhjálmsson i gær- dag, en hann er leiðangursstjóri um borð i rannsóknarskipinu Arna Friðrikssyni, voru þeir staddir út af Hornafiröi. Sagðist Hjálmar þar hafa orðið var við loðnuhrafl, en það væri mjög dreift og ekkert hægt fyrir skip að eiga við það til veiða. Sagöi Hjálmar, að ætlunin væri að leita i nokkra daga á þessum slóðum, þvi að hann ætti erfitt með að kyngja þvi, að ekki væri von á meiri loðnu fyrir austan. Um loðnuna út af öndverðar- nesi sagði Hjálmar, að i fyrra hefði loðnuganga gengið inn með Snæfellsnesi að sunnan, en að sér virtist að þessi, sem nú hefur fundizt á sömu slóðum, sé i mun betra ástandi heldur en var þá. Taldi Hjálmar eftir þeim upp- lýsingum sem hann hefur fengið, að loðnan eigi a.m.k. eftir viku eða meira i hrygningu. Timinn fékk þær upplýsingar hjá loðnunefnd að hrognainnihald þessarar loðnu væri um 20,6%, en áð frystihús hefðu haft það lág- mark hrognainnihalds loðnu til frystingar 10-12%. Flest loðnuskipanna eru nú á hinum nýju loðnumiðum. gegn varðskipunum Gsal—Reykjavlk — Rétt eftir há- degisbilið igær, er varðskipið Týr var á siglingu á 17 milna hraða um 45 sjómilur austur af Norð- fjarðarhorni, á leið að fjórum brezkum togurum, sem voru að veiðum á svæöinu, kom freigátan Juno siglandi að varðskipinu á 25-30 sjómilna hraða og sigldi fram með siðu varöskipsins stjórnborðsmegin. Freigátan hafði stefnu framan til á varð- skipið, aö sögn Landhelgisgæzl- unnar, og þrátt fyrir að varðskip- ið setti á fulla ferð aftur á bak til að forðast ásiglingu freigátunnar, skullu bógar skipanna saman. Vegna hraðamismunar skipanna straukst varðskipið siöan aftur með freigátunni, sem hélt sama hraða —og sveigöihún siðan allt i einu til stjórnborða og sló skut sinum i stefni Týs. Eftir þetta kom freigátan aftur siglandi að varðskipinu og nú sigldi hún fram með Tý á stjórn- borða, en beygöi siðan snögglega til stjórnborða og sló skutnum i bóg varðskipsins. Að sögn talsmanns Landhelgis- gæzlunnar varð siðari ásiglingin mun minni en hin fyrri. Nokkrar skemmdir urðu framan til á varð- skipinu og aftur undir ibúöir. Talsmaðurinn sagði að skemmdir hefðu oröið nokkrar á freigátunni, bátadaviði brotnaði, svo og skot- pallur, krani og rekkverk. Um klukkan fjögur i gærdag hóf svo freigátan Mermaid aðför að varöskipinu Þór, um 23 sjómilur austur af Hvalbak. Tókst varð- skipinu að vikja sér undan fyrstu ásiglingartilraunum freigátunn- ar, en kl. 16.22 sigldi hún á bak- borð þess. Kom stjórnborðssiða freigátunnar á burðarbita á þyrluþilfari Þórs og telja varð- skipsmenn að gat hafi komið á freigátuna við það. Ekki lét yfirmaður freigátunn- ar við svo búið sitja, þvi kl. 17.31 Frh. á bls. 15 Fjórði hluti Opins bréfs dómsmálaráðherra, Ólafs Jóhannessonar, til Þorsteins Pálssonar, ritstjóra, birtist í Tímanum á morgun NÝJA LOÐNUGANG- AN í GÓÐU ÁSTANDI Mikil leit að Arna í dag Mikil leit verður gerð i dag að Árna Jóni Árnasyni, sem saknað er úr Kópavogi. Mun Slysavarnafélag Islands stjórna leitinni. i gær voru gengnar fjörur og leitað úr bát við Reykja- vik, en án árangurs. Árni Jón Árnason er 31 árs gamall. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 58. Tölublað (13.03.1976)
https://timarit.is/issue/271080

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

58. Tölublað (13.03.1976)

Aðgerðir: