Fréttablaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI25. apríl 2009 — 98. tölublað — 9. árgangur
Uppgjör við
pyntingastefnu
Bandaríkjastjórnar
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
VERÐLAUNAVERK
Niðurstöður úr sam-
keppni um nytjahlut
með vísunum í verk Errós
liggja fyrir. Minnistafla, kjöt-
hamar og ávaxtaskál lentu í
efstu sætum. BLS. 4
ÓVENJULEG HÖNNUN
Ýmsir hönnuðir hafa gert
tímann að viðfangsefni í
sköpun sinni. Þá hafa
nokkrir farið heldur óvenju-
legar leiðir til að gera
honum skil. BLS. 4
FORSKOT Á
SÆLUNA
Með ýmsum hlutum, græjum og
áhöldum er hægt að hafa það gott á
svölunum eða pallinum þótt svalt sé
í veðri. BLS. 2
ÁRSTÍÐASKIPTI
Park Avenue-hótelið og
veitingahúsið á Manhatt-
an-eyju tekur allsherjar
breytingum við árstíða-
skipti bæði hvað útlit og
matseðil varðar. BLS. 3
TILBOÐ
FULLT VERÐ 239.995
199.995
TILBOÐ
FULLT VERÐ 279.995
249.995
EYRARVEGI 21 SELFOSSI SÍMI 480 3700 - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK SÍMI 464 1600 - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI SÍMI 460 3380 - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK SÍMI 569 1500
Philips 42PFL3403
42" LCD BREIÐTJALD með 1366x768
punkta upplausn, 24000:1 skerpu, LCD
WXGA Active Matrix TFT, HD-READY
(720p/1080i), Crystal Clear III og
Progressive Scan, Digital Crystal Clear ofl.
Philips 42PFL5603D
42" LCD Pixel Plus HD BREIÐTJALD
með full HD 1080, 1920x1080 punkta
upplausn, 30.000:1 skerpu, Progressive
Scan, stafr. DVBT móttakara ofl.
ÚRSLITIN VERÐA
SKÝR MEÐ PHILIPS
42 TOMMUR
FULL HD 1080
Fjallgöngur í þýsku Ölpun-
um Margrét Árnadóttir jógakennari
með spennandi ferðir í sumar BLS. 2
Töfrar og túr-
kísblátt haf
Tyrkland er vinsæl-
asti áfangastaður
Íslendinga í sumar
BLS. 6
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
APRÍL 2009
STJÓRNMÁL 16
FÓBÍUR 30
HELGARVIÐTAL 26
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Óskar Páll
Sveinsson
Eurovisionfari háði
baráttu við Bakkus
Fælni við
fólk og fugla
KOSNINGAR Stjórnmálafræðing-
arnir Gunnar Helgi Kristinsson
og Einar Mar Þórðarson telja
alþingiskosningarnar sem fram
fara í dag um margt sögulegar.
Skoðanakannanir Fréttablaðs-
ins og Capacent Gallup voru mjög
samhljóða í gær. Samkvæmt
báðum nær stjórn Vinstri grænna
og Samfylkingar meirihluta.
Gunnar Helgi telur að það verði
spennandi að sjá hvort sú verði
raunin, því menn geri ráð fyrir
að hún sitji áfram. „Það er ekki
oft sem Íslendingar eiga þess kost
að kjósa stjórn. Hún hefur verið
að flökta frá um 52 og yfir 60 pró-
sent og það er spurning hvort hún
heldur því. Það bendir allt til þess,
en maður veit það ekki fyrr en á
reynir,“ segir Gunnar.
Einar Mar segir útlit fyrir að
fylgi Sjálfstæðisflokksins verði
í sögulegu lágmarki. Spurning sé
hvort einhverjir sem sagst hafa
ætlað að skila auðu skili sér í
heimahagann. „Reynslan sýnir þó
að kannanir sem birtast nokkra
daga fyrir kosningar fara mjög
nærri útkomunni.“
Búast má við önnum á kjörstöð-
um um land allt í dag. Aldrei hafa
fleiri verið á kjörskrárstofni fyrir
kosningar, en þeir eru 227.896
talsins. Alls ganga 9.393 að kjör-
borðinu í fyrsta sinn, en kjósend-
ur með lögheimili erlendis eru
9.924. Oddvitar átján framboðs-
lista af 42 hafa lögheimili í öðru
kjördæmi en þeir bjóða sig fram í
og geta því ekki kosið sjálfa sig.
wKormákur Geirharðsson, tals-
maður Félags kráareigenda, segir
kosningarnar í ár frábrugðnar
öðrum að því leyti að hann hafi
aldrei heyrt fólk tala jafn mikið
um stjórnmál á barnum.
Kjörklefatjöldin sem skýla
kjósendum í Reykjavík í ár verða
ekki blá að lit heldur gráleit, segir
Gunnar Eydal, staðgengill skrif-
stofustjóra hjá borginni. Borgar-
stjórnarkosningarnar 2006 voru
kærðar á þeim forsendum að blá
tjöldin minntu á ákveðinn stjórn-
málaflokk.
Sjá síður 2, 4, 6, 8 og 12
Sögulegar kosningar
á umbrotatímum
Íslendingar kjósa til Alþingis í dag í annað skiptið á tveimur árum. Aldrei hafa
fleiri verið á kjörskrá. Bláu kjörklefatjöldin í Reykjavík víkja fyrir gráum.
KOSNINGAR Fjöldi atkvæða sem
greidd höfðu verið utan kjörstaða
var 12.359 þegar Fréttablaðið sló
á þráðinn til Bergþóru Sigmunds-
dóttur kjörstjóra klukkan rúmlega
átta í gærkvöld. Þá var aðsóknin
heldur að detta niður eftir anna-
saman dag. „Í þessari viku eru
fleiri búnir að kjósa en í vikunni
fyrir síðustu kosningar fyrir
tveimur árum,“ segir Bergþóra.
Kosningin fer fram í Laugar-
dalshöllinni en í dag, kjördag, geta
kjósendur utan höfuðborgarsvæð-
isins greitt atkvæði sitt þar. - jse
Utankjörfundarkosningar:
Rúm 12 þúsund
hafa kosið
LITLIR KASSAR Á TJARNARBAKKA Gunnar Þ. Guðjónsson, næturvörður í Ráðhúsi Reykjavíkur, var upptekinn við kosningaundir-
búning þegar ljósmyndari Fréttablaðisins leit þar við í gærkvöldi. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan 9 til 22 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLA Önundur Jónsson, yfir-
lögregluþjónn á Ísafirði, segir
kosningadag afar rólegan hjá lög-
reglunni á Vestfjörðum. „Hér er
þetta þannig að menn dressa sig
upp, fara svo að kjósa en ræða
síðan málin með spekingslegum
svip. Það þarf lítið að skipta sér
af fólki.“
Geir Jón Þórisson lögreglu-
maður segir að löggæsla í miðbæ
Reykjavíkur verði með hefðbundn-
um hætti. Fleiri verði líklega á
ferli, en kosninganætur hafi yfir-
leitt gengið ljómandi vel. Sjálf-
stæðismenn gripu til þess ráðs að
hafa öryggisvörð á kosningaskrif-
stofu sinni í Austurstræti á þriðju-
daginn. „Við ákváðum að fá hann
eftir atburðina með málninguna og
skyrið,“ segir Helga Thors kosn-
ingastjóri. „Það reyndi svo sem
ekki á hann þannig að við sáum
ekki frekari ástæðu til hafa hann.
En það er stundum fjör hérna, við
höfum fengið hústökufólk til okkar
en þetta hefur allt farið vel fram.“
- jse, kóþ / sjá síðu 4
Löggæsla á kjördag:
Kjósa í spariföt-
um fyrir vestan
MÓTOR-
HJÓLA-
HÁTÍÐ Í
FLÓRÍDA
FERÐALÖG
Í MIÐJU
BLAÐSINS
Rokkið byrjaði
ekki með Elvis
The Virgin Tongues spilar í
Reykjavík
VIÐTAL 50
Áfram
Skólahreysti!
– AÐALSTYRKTARAÐILI
SKÓLAHREYSTI
Munið keppnina
í kvöld á RÚV kl. 18
Mín Barnaborg
ferðablað Icelandair
fylgir með
Fréttablaðinu í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ