Fréttablaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 20
20 25. apríl 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Ólöf Nordal skrifar um
bankahrunið
Þegar horft er til þess að ástæða þess að boðað
var til alþingiskosning-
anna nk. laugardag, tveim-
ur árum fyrr en hefðbund-
ið kjörtímabil átti að renna
út og bankahrunið sl. haust hefur
verið ótrúlega lítið fjallað um raun-
verulegar orsakir þessa hruns.
Glöggt er gests augað, segir í
málshættinum. Fyrir nokkrum
vikum skilaði finnskur bankasér-
fræðingur, Kaarlo Jännäri, fyrr-
verandi forstjóri finnska fjármála-
eftirlitsins, sem ríkisstjórn Geirs
H. Haarde hafði fengið til þess
að leggja mat á lagaumhverfi og
framkvæmd fjármálaeftirlits á
Íslandi og gera tillögur um nauð-
synlegar úrbætur, en matið er
hluti af samkomulagi stjórnvalda
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sér-
fræðingurinn var einkum beðinn
um að meta regluverk varðandi
lausafjárstýringu, lán til tengdra
aðila, stórar stöðutökur, krosseign-
arhald og loks mat á hæfi eigenda
og stjórnenda.
Í skýrslu Kaarlo Jännäri, sem
birt var 30. mars sl., telur hann
að hrun íslenska bankakerfisins
megi rekja til fjölda þátta sem
hægt væri að lýsa – eins og gert
var í Noregi þegar bankakreppan
þar í landi var metin – sem blöndu
af slæmum bankarekstri, rangri
efnahagsstefnu og óheppni þar
sem alþjóðlega fjármálakreppan
hafi í raun gert endanlega út um
íslenska bankakerfið.
Það hefði mátt búast við því að
þessi greining og þau atriði sem
fjallað er um í skýrslu finnska
sérfræðingsins hefðu orðið fyrir-
ferðarmikil í kosningabaráttunni.
Nei, það er eins og menn hafi sam-
mælst um að þegja þessa skýrslu í
hel, alla vega forystumenn
vinstri stjórnarinnar og
Framsóknarflokksins.
Það er reyndar ekki
undarlegt í ljósi þess sem
finnski sérfræðingur-
inn segir um aðdraganda
bankahrunsins!
Hann tiltekur þrjú
atriði sem meginástæðu
bankahrunsins:
Í fyrsta lagi afdrifarík mis-
tök af hálfu stjórnenda bankanna
sjálfra sem hafi farið út á braut
afar áhættusamra viðskipta sem
síðan reyndust loftbólur. Þetta
þýðir á mannamáli að stjórnend-
ur bankanna beri meginábyrgð-
ina á bankahruninu. Ekki stjórn-
völd. Þessi niðurstaða kemur ekki
á óvart enda í samræmi við bæði
fyrri bankakreppur í öðrum lönd-
um og það sem hefur verið að ger-
ast í löndunum í kringum okkur að
undanförnu.
Um hvað snýst umræðan hér
heima? Nei, það er varla minnst á
ábyrgð eigenda bankanna heldur
er reynt að skella allri skuldinni
á tiltekinn flokk, í þessu tilviki á
Sjálfstæðisflokkinn einan allra
flokka. Þetta er auðvitað fjarstæða
enda þarf ekki annað en skoða
hverjir eru í forsvari fyrir þá auð-
jöfra sem settu íslenka bankakerf-
ið á hliðina til þess að sjá að þeir
eru fæstir í stuðningsmannahópi
Sjálfstæðisflokksins. Alla vega
ekki Jóhannes í Bónus sem birti
heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu
fyrir síðustu kosningar þar sem
hann hvatti landsmenn til að kjósa
ekki Sjálfstæðisflokkinn. Eða son
hans, Jón Ásgeir, sem varla þarf að
hafa fleiri orð um.
Í öðru lagi nefnir finnski sér-
fræðingurinn ákveðin hagstjórn-
armistök sem einkum hafi falist í
því að aðgerðir Íbúðalánasjóðs, í
kjölfar hækkunar lánshlutfallsins
upp í 90% árið 2004 fyrir atbeina
Framsóknarflokksins sem leiddu
til innkomu bankanna á íbúða-
lánamarkaðinn í miklu ríkari
mæli en áður, hafi unnið gegn
hagstjórnaraðgerðum Seðlabank-
ans sem miðuðu að því að draga úr
þenslu í efnahagslífinu. Sömuleið-
is telur hann að Fjármálaeftirlit-
ið hafi ekki haft nægilega öflug-
ar lagaheimildir til að hamla gegn
útþenslu bankakerfisins.
Í þriðja lagi nefnir hann hina
alþjóðlegu fjármálakreppu sem
örlagavald í bankahruninu. Hann
telur að ef ekki hefði komið til
hinnar algjöru frystingar á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum í kjöl-
far gjaldþrots bandaríska fjár-
málarisans, Lehman´s Brothers,
um miðjan september sl., hefði
íslenska bankakerfið hugsanlega
getað lifað af.
Það vekur óneitanlega athygli,
alla vega óháðra álitsgjafa, að
finnski fjármálasérfræðingurinn
nefnir Sjálfstæðisflokkinn hvergi
á nafn sem sökudólg í bankahrun-
inu. Ólíkt því sem sjálfskipaðir
sérfræðingar og svokallaðir álits-
gjafar þjóðarinnar hafa gert. Sem
reyndar, við nánari skoðun, til-
heyra annaðhvort Samfylkingunni
eða Vinstri grænum, eða hvoru
tveggja.
Staðreyndin er nefnilega sú að
bankakreppan stafaði af óábyrgri
hegðan stjórnenda bankanna og
óeðlilega mikilli og óafsakanlegri
áhættu- og græðgissókn þeirra.
Það er þessi hegðan sem kom
íslenska bankakerfinu á hausinn og
það er þessi hegðan sem við þurf-
um að borga fyrir á næstu árum.
Vonandi sjá þeir sem voru mestu
gerendurnir í þessum hildar leik að
sér í tæka tíð þannig að reikning-
urinn lendi ekki allur á íslenskum
skattborgurum.
En það krefst sjálfstæðrar og
óháðrar umfjöllunar íslenskra fjöl-
miðla! Hvenær skyldi það gerast?
Höfundur er alþingismaður.
UMRÆÐAN
Sigurður Oddsson
skrifar um Orkuveitu
Reykjavíkur
Um daginn sagði Fréttablaðið frá því,
að í mars hefðu þrír full-
trúar Orkuveitu Reykja-
víkur (OR) farið til Japan
að ræða við Mitsubishi um frest-
un á afhendingu 5 vélasamstæða,
vegna tafa Norðuráls í Helguvík.
Óskað var eftir frestun um 9 til
20 mánuði á afgreiðslu véla, sem
átti að afgreiða á árunum 2010 til
2011. Fyrir tæpu ári kostuðu vél-
arnar 14 miljarða, sem í dag er hátt
í 30 miljarða.
Það sem vakti mesta athygli
mína í fréttinni var að „ekki er
óskað eftir breytingum á greiðslu-
áætluninni, sem kveðið er á um í
upphaflega samningnum“.
Það segir að fjárhagsstaða
OR sé það góð að hún
getur beðið eftir álverinu
á annað ár og greitt af vél-
unum á meðan, eins og ekk-
ert hafi í skorist. Ég veit
ekki um neinn annan, sem
ekki hefur viljað og þurft
að taka framleiðsluvélar
í notkun um leið og helst
áður en hann hefði greitt
eða tekið lán fyrir þeim.
Það er vissulega ánægjulegt að
Orkuveitan okkar sé ekki á flæði-
skeri stödd. Spurningin er. Höfum
við efni á að bíða? Er eftir svo
miklu að slægjast í álinu að hægt
sé að bíða í á annað ár? Ég held
ekki. Líklegast selur OR rafmagn
til álvera á lægra verði en Lands-
virkjun (LV). Það fæ ég út frá yfir-
lýsingu forstjóra LV fyrir nokkrum
árum, þegar hann vildi virkja við
Þjórsárver. Hann sagði að fengist
ekki hækkað vatnsyfirborð í fyrir-
hugaðri stíflu, þá hefði Norðurál
ekki efni á að kaupa orkuna af LV.
Varmaorkuverin komu þá og buðu
rafmagnið á verði, sem Norðurál
treystri sér til að greiða.
Þegar litið er til baka þá hafa
álverin alltaf sagt okkur áður en
framkvæmdir hófust, hvað þau
séu tilbúin að greiða fyrir ork-
una. Í Þjórsárveradæminu var LV
greinilega búin að semja á kostn-
aðarverði miðað við hærra yfir-
borð í stíflu og hafði ekkert svig-
rúm til verðlækkunar miðað við
lægra yfirborð. Kannski sem betur
fer. Þannig var líka búið að semja
um verð til Alcoa löngu áður en
framkvæmdir hófust við Kára-
hnjúka. Hefðu framkvæmdir haf-
ist aðeins seinna, þegar „góðærið“
stóð sem hæst, er ekki víst að við
ættum Landvirkjun í dag. Það ligg-
ur í því að söluverð orku er tengt
heimsmarkaðsverði á áli. Það hefði
getað verið hrunið, þegar virkjun-
in komst í gagnið og orkusalan
e.t.v. ekki staðið undir kostnaði
við Kárahnjúka. Í þannig stöðu er
líklegt að Alcoa og/eða Rio Tinto
hlypu undir bagga og yfirtækju
skuldaklafa LV.
Ég hefi velt fyrir mér, hvað þjóð-
in fær fyrir Norðurál í Helguvík.
Miðað við að það taki 4-5 ár að
byggja álverið fá um 2.000 manns
vinnu í 4-5 ár við byggingu orku-
vers + álvers. Að þeim tíma liðn-
um fá um 500 manns vinnu í álver-
inu. Ég geri ráð fyrir að mannvirki
til orkuöflunar kosti 100 milljarða
eða meir. Miðað við það borgum
við fyrir hvert starf í nýju álveri
um 200 milljón krónur eða meir!
Mikið svakalega skyldi ég skaffa
mörgum sinnum fleiri en þrjú störf
fengi ég 600 millur til ráðstöfun-
ar. Gjaldeyrissparandi og gjaldeyr-
isskapandi störf. Greiðslur til OR
fyrir Helguvíkurraforkuna fara
100% næstu áratugina í að greiða
niður lán vegna orkuversins.
Skyldi ekki vera þjóðhags-
lega hagkvæmara að fjárfesta í
t.d. gagnaverum eða í fullvinnslu
sjávar afurða og ferðaþjónustu?
Nú gefst OR gullið tækifæri að
kanna, hvað annað en sala til álvera
sé í boði fyrir orkuna. Núverandi
orkumálastjóri ætti að byrja strax
að undirbúa jarðveginn. Óska eftir
tilboðum í þau MW, sem við getum
afhent á árunum 2012-2014. Útboðs-
lýsing ætti að taka mið af því, sem
best kemur íslensku þjóðinni. Taka
skýrt fram að við viljum alveg eins
fá nokkrar minni verksmiðjur en
eina stóra og að græn framleiðsla,
sem þarf marga starfsmenn, hafi
meira vægi en framleiðsla, sem
skaffar hlutfallslega fáum vinnu
og krefst undanþágu frá Kyoto-
samningnum.
Höfundur er verkfræðingur.
Í upphafi skyldi endirinn skoða
ÓLÖF NORDAL
Hver ber ábyrgð á bankahruninu?
SIGURÐUR
ODDSSON
UMRÆÐAN
Jón Líndal skrifar um
alþingiskosningar
Í dag getur þú valið frelsi úr kreppu og
höftum. Komist ti l
áhrifa á Alþingi Íslend-
inga. Lýðræðishreyfing-
in er eina stjórnmála-
hreyfingin sem mun gefa þér
málfrelsi og ákvarðanafrelsi í
beinu og milliliðalausu lýðræði
á Alþingi.
Í dag getur þú fengið frelsi
undan ánauð flokksræðis. Gefið
mútuþægum pólitíkusum langt
nef. Veittu þeim ærlega refsingu
með því að eiga þína eigin rödd
og þitt eigið atkvæði á Alþingi.
Í dag skrifum við Íslandssög-
una. Þetta er dagurinn sem þjóð-
in getur gert sögulegar lýðræð-
isumbætur og rekið spillinguna
á dyr.
xP Lýðræðishreyfingin er eini
raunhæfi kosturinn ef þú vilt
byggja nýtt Ísland. Enginn annar
býður þér að virkja þitt atkvæði
á Alþingi. Þú þarft ekki að afsala
þér atkvæðisrétti næstu fjögur
árin. Í Lýðræðishreyfingunni
áttu þína rödd og þitt atkvæði
á Alþingi sem þú getur nýtt þér
hvenær sem þú vilt.
Við ætlum að sækja þýfið, þau
hundruð milljarða sem útrásar-
víkingarnir stálu af þjóðinni og
nota öll tiltæk ráð til að ná lögum
yfir spilltu grísina. Við munum
beita hryðjuverkalögum eins og
Bretar gerðu gegn Landsbank-
anum þannig að öll sund lokist
hjá spilltum útrásarvíkingum
erlendis og þeir verði nauðbeygð-
ir að koma heim og skila pening-
unum.
Við munum markaðssetja
Ísland sem land tæki-
færanna um allan heim
og byggja upp nýja
atvinnuvegi, nýja skatt-
stofna og tekjur. Við
munum semja við eig-
endur jöklabréfanna og
fá þeim umbreytt í lang-
tíma fjárfestingarsjóð
atvinnulífsins til að fá
erlendu fjárfestana með í
að byggja upp nýtt Ísland og losa
þannig þrýsting af krónunni.
Við munum hagræða í stjórn-
kerfinu og ríkisreksrinum án
skattahækkana. Við munum
ekki leggja aukna skatta á
aðþrengd heimili. Með víðtækri
atvinnuuppbyggingu stækkum
við kökuna og náum í nýja skatt-
stofna.
Við ætlum ekki á þing fyrir
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem
hefur bannað núverandi ríkis-
stjórn að gera það sem mestu
skiptir, að lækka vextina. Við
ætlum á þing til að vinna að hag
fyrirtækja og fólksins í landinu.
Við viljum stöðva hrunið og
tryggja störfin sem enn eru eftir
í landinu, ásamt því að skapa ný
störf og hjálpa heimilum út úr
vandanum sem þegar er við að
eiga.
Við munum fá hingað færustu
hagfræðinga heims til að aðstoða
okkur við að umbreyta íslensku
bönkunum úr sveitasparisjóðum
í öflugar alþjóðlegar fjármála-
stofnanir. Þannig færum við súr-
efni í allt efnahagslífið, lækkum
vexti og styrkjum gjaldmiðil-
inn.
Merktu xP á kjörseðilinn, það
er eina raunhæfa lausnin úr
kreppunni.
Höfundur er frambjóðandi Lýð-
ræðishreyfingarinnar.
Í dag ertu frjáls
JÓN LÍNDAL
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Af launaþróun og skattpíningu
UMRÆÐAN
Karólína Einarsdóttir
skrifar um launaþró-
un
Það voru sláandi frétt-ir sem birtust í fjöl-
miðlum landsins í vik-
unni af rannsókn af
launaþróun landsmanna
á þeim tíma sem Sjálfstæðis-
flokkurinn réð hér landi og láði.
Niðurstöðurnar sýna að þeir sem
hæst höfðu launin í upphafi tíma-
bilsins hafa hækkað átjánfalt í
launum á meðan lægstu launin
hafa aðeins hækkað um rúman
þriðjung. Þessar niðurstöður
eru í besta falli ólíðandi en um
leið sýna þær svart á hvítu fyrir
hvaða stétt samfélagsins Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur
verið að vinna.
Dulbúin skattpíning
En það er ekki nóg með
að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi skapað þetta óeðli-
lega launaumhverfi í
sinni valdatíð heldur
afnam hann hátekju-
skatt með öllu. Með þeim
aðgerðum vann hann enn
frekar að launamisréttinu. En
það var ekki það eina sem gerð-
ist, með afnámi hátekjuskatts
varð ríkissjóður af tekjum og
vinna þurfti upp það tekjutap.
Mörgum má vera ljóst að það var
gert með aukinni gjaldheimtu
og álögum hvort sem um var
að ræða í almannaþjónustu eða
annars staðar. Færri gera sér þó
grein fyrir að þetta hefur komið
verst niður á þeim sem lágar
hafa tekjurnar sem þurfa nú að
fara að greiða meira af lágum
launum sínum fyrir nauðsyn-
lega þjónustu. Aukin gjaldtaka
og álögur er náttúrlega ekkert
annað en dulbúin skattlagning.
Það má því færa rök fyrir því að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi blá-
kalt lagt á lágtekjuskatt í sinni
valdatíð, þar sem lágtekjufólk
borgar hlutfallslega miklu meira
en hálaunafólk af tekjum sínum
fyrir þjónustu á vegum ríkis-
ins.
Leiðrétting á launamisrétti
Vinstri græn hafa einn flokka
komið með raunhæfar hug-
myndir um aðgerðir til að brúa
þá miklu gjá sem Sjálfstæðis-
flokkurinn skilur eftir sig. Þau
hafa sýnt fram á að réttlátast sé
að fara blandaða leið, þ.e. með
auknum tekjum í ríkissjóð, t.d.
í formi hátekjuskatts, og með
niðurskurði í ríkisrekstrinum.
Á þann hátt er hægt að vernda
þau þúsundir starfa sem annars
myndu tapast ef eingöngu yrði
farið í niðurskurð eða „hagræð-
ingu“ eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn boðar. En hátekjuskattur
er ekki eingöngu leið til að verja
störf hjá hinu opinbera heldur er
hann ein þeirra leiða sem getur
spornað við þessari óheillaþró-
un í launamálum og leiðrétt það
mikla launamisrétti sem hefur
fengið að viðgangast í okkar
samfélagi.
Veljum réttlátt samfélag, velj-
um Vinstri græn.
Höfundur skipar 9. sæti á lista
VG í Kraganum.
KARÓLÍNA
EINARSDÓTTIR