Æskan

Árgangur

Æskan - 24.01.1903, Blaðsíða 1

Æskan - 24.01.1903, Blaðsíða 1
ÆSKAN. Eignarrélt hefir 24. Jan 1903 Bitstj 6ri: St6r-Stúlca íslantle (I. 0. G. T.) Hjítlmar Sigurðsson. 8.-9. Refsingin. Kloverbobs var viðkunnanlegt ■ gamalt hús á Englandi. Par var skóli og hót kennarinn doktor Rounder. Hann var hvers manns hugljúfi, en stundum dálítið skritinn. Kú eru sjálfsagt 50—100 ár síðan skóli iþessi stóð í blóma sinum, því að bæði ■doktorinn, ráðskonan, sem hét frú Pinniker, og mai'gir eða jafnvel flestir af nemendunum •eru dánir, ug af húsinu stendur varia steinn yfir steini tii minningar um iiðna tímann. Að undanteknum drengjunum, þegar þeir komu heirn úr leyfi, þótti öllum mikið koma til þessarar æruverðu gömlu bygging- ar, sem var bygð í gamaldags stíl með rúmgóðum herbergjum og afar-stórum eid- stæðum. Drengirnir voru nú reyndar á þeirri skoðun, að eldstæðin væru betri en eidur- inn og að herbergin væru alt of stór á veturna, þegar ekki gátu lienia tveir og tveir í senn komist að tií að orna sér á fingrunum, en liinir urðu að leika sér eða slást til að halda á sér hita. En hver tekur mark á þvi, hvað skóiapiltar segja, þegar þeir finna upp á því að kvarta? Dr. Rounder útskrifaði marga duglega menn frá skóla sfnum, duglega kennara, lærða guðfræðinga og góða stjórnmálamenn, reyndar ekki útlærða, en á góðum vegi til að verða nýtir menn með tífnanum, enda var hann líka sjálfur duglogur kennari og vel lærður og sanntrúaður guðfræðingur. Auk skólans hafði hann lika ofurlitla kirkjusjbkn til að sjá urh. Sókuarbörnin voru fá; kirkjan var lítil og fornfáleg timbur- kirkja, en þó nógn stór til að rúma allan söfnuðinn, jafnvel þó skólapiltarnir væru með, og sótti allur söfnuðurinn kirkju á hverjum sunnudegi, því ölium þótti vænt um prestinn sinn; þeirn trúuðu þótti vænt um hann af því að hann prédikaði guðs orð nreð einlægni, og hinunr sakir mann- kærleika hans. Sóknarbörn hans, sem ná- lega öll voru fátæklingar, áttu sífelt frjálsan aðgang að peningabuddunni hans, og var hann því líka /éjálfur alt af fátækur. Á þeim tímunr var ekki haft te og egg í morgunverð, ekki einu sinni lianda hús- bændunum, hvað þá piltunum. Á morgn- ana fengu drengirnir brauð og ost eða undanrennu, i nriðdegisverð steikt eða soðið kjöt og býtinga, sem voru. svo seigir, að það var nresta erfiði að tyggja þá, og kvöld- maturinn var aftur brauð og ostur, senr kornið var með inn í stórri körfu, og ofur- lítið af vatnsblönduðu öii til að renna nið- ur nreð. Alt var nrjög af skornum skarnti. Þið haldið nú kann ske, að doktorinn hair fætt sóknarbövn sín, en svelt veslings skólapiltana sína; en það væri mjög rangt að kenna honum uin þetta. Hið eitia, sem ástæða gæti verið til að ásaka hann fyrir að þessu leyti var það, að hann Iét ráðs- konuna, frú Pitrniker, algerlega ráða öllum matarskamti, og var öllum piltunum illa

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.