Kosningablaðið - 20.10.1916, Blaðsíða 1
§te KOSNINGABLAÐIÐ.
JUþgðuflokkurinn.
Utanríkis-
mál. *****
Flokkurinn vill hafa
vakandi auga á því, að
eigi sé byrjað aftur á
hinu árangurslausa
samningaþjarki við Dani, sem í mörg
ár hefir glapið alþýðunni svo sýn,
að hún hefur eigi gætt þess að full-
trúar þeir, er hún hefur kosið, em-
bættismenn og kaupmenn, lögðu
skattabyrðarnar á herðar þeim fá-
tækustu, verkamönnum, en gengu
sjálfir sem næst lausir.
Skatta-
mál. V
Flokkurinn vill fyrst og
fremst koma í veg fyrir
það hróplega ranglæti,
sem nú á sér stað, að
þeir fátækustu, sem ala upp borg-
ara handa þjóðfjelaginu, svo þeir
eiga ekkert aflögu, borgi skatta í
landssjóð.
í stað óbeinu skattanna komi tekju-
skattur og verðhækkunarskattur.
Laitdsverzlun
og framleiðsla.
Auk verðhækk-
unar- og tekju-
skattsins, sem
al þýðuflokkur-
inn ætlast til að komi í stað hinna
óréttlátu tolla, viil flokkurinn að
landið taki einkasölu á kolum og
steinolíu. Einnig á landið að sjálf-
sögðu að reka útgerð og græða á
Jjví.
Tvent er fengið með landverzlun,
ódýrari vara og peningar i lands-
sjóðinn.
Lands-
bankinn.
Ef sólin alt í einu hætti að skína,
myndi alt líf deyja á jörðinni.
þjóðmálaflokkarnir eru nú búnir
að byrgja sig fyrir sólinni og sitja
í svarta myrkri. Blöðin hrópa úr
myrkrinu: »Kjóstu þennan«, »kjóstu
þennanl* og ætlast til að kjósend-
ur gegni þeim af gömlum vana,
og kjósi blindandi. Enginn veit
hvað gömlu flokkarnir — og bænda-
flokkarnir að nokkru leiti — ætla
að gera, þegar á þingið kemur.
Aðeins einn flokkur er hér und-
anskilinn, Alþýðuflokkurinn (verka-
menn). Hann er kominn út í dags-
Ijósið, sólin skín á hann, og hann
lætur alla heyra, hvað hann vill
berjast fyrir.
Alþýðuflokkurinn hefur birt stefnu-
skrá sína í Dagsbrún 4. júní s. I.
Ekki er rúm hér til að ræða hana
alla, en minst verður á aðalatriðin.
Fjármálaþekking
embættis- og menta-
mannanna hefur bor-
ið þá svo ofurliði, að
þeir seldu seðlaútgáfuréttinn er-
lendum auðkýfingum í 30 ár, eða
til ársins 1935, og græða auðkýf-
ingarnir of fjár árlega, fé sem að
réttu á að renna í landssjóðinn.
Til þess að vefta fjárstraumnum í
rétta átt, vill flokkurinn auka og
efla Landsbankann.
Samvinnu-
rnál*******
Samgöngur.
Sjávarútvegs-
*****
mdi. *****
Grautfúnir dall-
ar eru nú settir
á sjóinn í tuga-
tali, til að svala
auragirnd útgerðarmanna og fjöldi
atgjörvismanna drukna árlega fyrir
eftirlitsleysi. Harmandi ekkjur og
fátækleg börn hrópa neyðarópum
til alþýðunnar, að taka í taumana
á þessari svívirðingu. Löggjafarnir
gömlu heyra ekki ópin, til þess
standa þeir of fjarri alþýðunni, en
Alþýðuflokkurinn heyrir þau, og
hann vill berjast fyrir nákvæmu
eftirliti með útbúnaði bátaogskipa.
Einnig fyrir því að sett sé á stofn
veðurathugunarstofa, sem getur nú,
þegar síminn er kominn víða um
land, séð fyrir um manndrápsveð-
ur og varað menn við þeim.
Bætur þær, sem sjómannsekkjan
fær fyrir manninn sinn, eru nú svo
auðvirðilega lágar, að svo búið má
ekki lengur standa.
Svona ó að kjósa.
Kjósandi fær kjörseðil, hjá kjörstjórninni, og lítur hann þannig út:
Erlingur Friðjónsson.
Samvinnumálin vill
flokkurinn styðja í
baráttunni við kaup-
mannavaldið, bæði
með hentugri löggjöf, og ríflegum
fjárveitingum til að útbreiða þekk-
ingu á þeim.
Eflaust mætti mikið bæta úr
vetrarvinnuleysinu með framleiðslu-
félögum eftir samvinnusniði.
Magnús J. Kristjánsson.
Sigurður Einarsson.
Samgöngunum
er einungis hægt
áð koma í lag með
miklum kostnaði. Pað fé fæst með
því að taka peningana hjá þeim
sem ekki dregur um að borga
skatta, en ekki áf fátæklingunum,
eins og nú er gjört.
Alþýðuflokkurinn mun berjast á
móti þeirri hugmynd heimastjórn-
armanna, að járnbraut verði lögð
um örlítinn hluta landsins — Suð-
urland. Pví svo mikið fé myndi sá
spotti kosta, að ekkert yrði eftir til
að koma samgöngum hinna lands-
hlutanna í viðunandi horf.
Kjósandi fer svo með kjörseðilinn inn í kjörherbergið, tekur stimpil,
sem þar er, og stimplar yfir hvíta augað, framan við nafti Erlings Frið-
jónssonar, og lítur þá seðillinn þannig út:
Erlingur Friðjónsson.
Magnús |. Kristjánsson.
Sigurður Einarsson.
Síðan þerrar kjósandi seðilinn, brýtur hann saman, fer með hann fram
fyrir til kjörstjórnarinnar, og styngur honum sjálfur niður um rifuna á
atkvæðakassalokinu. Varast skal að láta sjá hvað á seðlinum er.
Landbúnaðar-
mál. **********
Brýn þörf er
á að bæta á-
búðariöggjöfina,
svo kaupgjald
lækki ekki um of vegna aðstreymis
til kaupstaðanna. Einnig þarf að
koma í veg fyrir sölu þjóð- og
kirkjujarða, þar eð þjóðin tapar of
fjár á því árlega.
Alþýðumentun sé bætt að mikl-
um mun.