Ísfirðingur - 11.01.1942, Page 1
KOSNINGABLAÐ
C-l£sfans
Útg.: Allsherjarflokkur óháðra ísfirðinga. Ritstjóri og ábyrgðarm.: G. Indriðason.
1. tbl.
ísafjörður, 11. janúar 1942.
I. árg.
Ávarp til ísfirzkra kjósenda.
lJað er kunnara en frá þuríi
að segjn, að síðustu árin hefur
hinn svokallaði Alþýðuflokkur
haft meirihlutavald í bæjar-
málum ísafjarðar.
Sjálfstæðisflokkurinn (óheppi-
legt nafn) hefur á sama tíma
bagsað í bágindum sínum einn
í andstöðu, en orðið linari við
hverja raun, enda forkólfarnir
á fallandi fæti, og fráhveríir
því, að skynja lífskröfur sam-
tíðarinnar.
I skjóli alþýðusamtakanna,
hafa ráðamenn Alþýðufl. hér
aftur á móti eflt sig með yfir-
ráðum á atvinnufyrirtækjum
og verzlun, og notið lil þess
stuðnings meiri hluta ríkis-
stjórnar, sem þeir seldu sig.
Á þennan hátt hefur þessum
herrum skapast aðstaða til þess
að ráða yfir afkomu og atvinnu
manna, og óspart notað hung-
ursvipuna sem grýlu á almenn-
ing, ef lionum skyldi detta í
ihug að gagnrýna gjörðir meiri-
hlutans, og kvarta yfir því, að
kosningaloforðin væru illa efnd.
En límarnir hafa breyzt. At-
vinnumöguleikar hafa aukizt,
— vinnan er ekki í bili náðar-
brauð úr hendi forráðamanna
bæjarfélagsins, og menn fara
að líta um öxl yfir gengna ævi-
braut.
Hvernig er þá viðhorfs?
Framkvæmdirnar litlar, sam-
anborið við öll loforðin, og
flest gert með áberandi klaufa-
skap og fyrirhyggjuleysi.
Skuldir bæjarins rómað um-
ræðuefni um allt landið — en
skattar og g,jöld á fátækum al-
menningi síhækkandi, og svo
komið, að bæjarstjórnin — eft-
ir líkum að dæma — sér sig
nauðbeygða til þess, að selja
arðvænlegasta atvinnufyrirtæk-
ið úr bænum, Iangt undir sann-
virði, til þess að geta slett ein-
hverju upp í afborganir ogvexti
af skuldum, sem eru að sliga
bæjarkassann — þvílíkt happa-
og heillaráð!!
En þegar þarna er komið
sögunni, fara bæjarbúar að
hópa sig saman og spyrja
hvern annan, hvort ekki sé nú
komið nóg af svo góðu.
Menn úr öllum pólitískum
flokkum og utan flokka, með
ólíkustu lífsskoðanir, verða á-
sáttir um, að leggja slík deilu-
mál á hilluna og gerast sam-
herjar í því, að koma hag og
vellerð þessa bæjarfélags í betra
horf — losa sig undan svipu
ílokkslegra skoðanakúgunar, og
setja þann svip á rekstur bæj-
arfélagins að íbúarnir, sem ef
lil vill renna allt sitt lífsskeiö
innan marka þessa bæjar, finni
þess þó einhver merki, að þeir
lifí í lýðfrjálsu Iandi.
Þelta er í stórum dráttum
grundvöllurinn fyrir því, að
listi Allsherjarflokks óháðra
Isfirðinga er nú kominn fram,
og áframhald af því er útgáfa
þessa blaðs, sem nú heilsar
velunnurum þessa bæjar með
beztu óskum um farsæl kom-
andi ár.
Góðir lesendur!
Eg veit að mörg ykkar spyi'ja,
hvað við hugsum okkur að geta
gert, ef í höndfarandi bæjar-
stjórnarkosningar veili okkur
aðstöðu til þess, að hafa áhrif
á bæjarmál ísafjarðar. Með til-
vísun til framanritaðs er svar
okkar þetta.
1, Gera ítrustu ráðstafanir
til þess að lækka skuldasúpu
bæjarins, með því að gera bæj-
arreksturinn einfaldari og um-
svifaminni, og lækka þannig
reksturskostnað hans, svo og
þeirra fyrirtækja, mcð sérstöku
reikningshaldi, sem bærinn ber
áhyrgð á. Kappkosta að útvega
bænum hagkvæmari lán, og
losna þannig við óþarilega
mikla vaxtabyrði af núverandi
lánum.
2. Stuðla í hvívetna að aukn-
um atvinnuframkvæmduin til
lands og sjávar og veita hverj-
um einstökum þá aðstöðu og
hlunnindi frá bæjarfélagsins
hálfu, sem það — sér að skað-
lausu — getur látið í té.
3. Vinna af alefli að því, að
gera ísafjörð að verzlunarlegri
miðstöð Vestljarða, með því að
koma samgöngunum í fastara
I form, skipuleggja reglubundnar
ferðir á nærliggjandi hafnir,
auk þess að hafa daglegar sam-
göngur um Djúpið, til þess að
auka og endurbæta landafurða-
söluna og bæta þannig úr til-
finnanlegri vöntun bæjarbúa á
mjólkurafurðum og öðru því,
er landbúnaðurinn hefur að
bjóða.
1. Auka og endurbæta hafn-
armannvirki bæjarins og koma
þar upp verðmætum lóðum,
sem aftur leiða af sér bætta
aðstöðu til aukinna bygginga
og íjölbreyttari atvinnureksturs,
heldur en nú er, auk þess seni
slíkt hlyti að bæta til muna
aðstöðu landróðrarbáta með
beitinga- og upplagspláss, hvað
nú er aðkallandi nauðsyn.
5. Skilyrðislaust að finna ein-
hverja leið til þess að lirinda
í framkvæmd nýbyggingum í-
búðarhúsa, svo og endurbólum
á þeim íbúðum, sem nú verða
að teljast með öllu ónothæfar,
og minka þannig sárustu hús-
næðisvandræðin í bili.
6. Að vinna að framanskráðu
í samráði við stétta- og fag-
félög bæjarins, svo að sem víð-