Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 204. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is VINNUR ÞÚ? Leynist vinningur Í pakkanum þÍnum Ef þú kaupir Homeblest kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning Þrjár 50.000 kr. úttektir frá Intersport, Markinu eða Útilífi Átján 15.000 kr. úttektir frá Intersport, Markinu eða Útilífi E N N E M M / S IA / N M 3 85 12 «VEISLA Í FARANGRINUM LAXNESS VISSI AF ÞÝÐINGARVILLUNNI « EINKUNNAGJÖFIN Atli Guðnason er einn á toppnum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ERLENDUR Gíslason, skiptastjóri þrotabús Baugs Group, er að skoða hvort forsendur séu fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhalds- félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, á stórum skíðaskála í Courchevel í Frakklandi. „Við erum að skoða hvort hægt sé að rifta sölusamningi [vegna skálans]. Það má finna að því, hann var ekki rétt verðlagður,“ segir Er- lendur, en salan á skálanum frá Baugi til Gaums var hluti af „alls- herjar uppgjöri“ milli Gaums og Baugs, að sögn Erlends. Í lögum um gjaldþrotaskipti eru heimildir fyr- ir því að rifta gjafagerningum, t.d. kaupsamn- ingum sem fólu í sér eiginlegar gjaf- ir ef kaupverð endurspeglaði ekki raunvirði viðkomandi eignar eða ef sala átti sér stað sex til tólf mán- uðum áður en viðkomandi þrota- maður fékk fyrst heimild til greiðslustöðvunar. Í tölvupósti sem Morgunblaðið hefur undir höndum, sem Jón Ás- geir Jóhannesson sendi lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, hinn 18 nóvember 2008, er fjallað um skálann, en þar er Jón Ásgeir að kynna „game-planið varðandi skála“ fyrir lögmanninum. Þar lýsir Jón Ásgeir því hvernig hann ætli, í tveimur skrefum, að endurfjár- magna skálann og selja hann. | 13 Skiptastjóri þrotabús Baugs Group skoðar kaupsamninga Sölu á skíðaskála rift? Jón Ásgeir Jóhannesson Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ALÞJÓÐLEGUR fjárfestingarsjóður í umsjón Róberts Wessman hefur keypt ráðandi hlut í bandaríska lyfja- fyrirtækinu Alvogen. Fyrirtækið er ein af afkastameiri lyfjaverksmiðjum í Bandaríkjunum og var áður í eigu lyfjafyrirtækisins Procter & Gamble. Róbert verður stjórnarformaður fyr- irtækisins. Á undanförnum misserum hefur Róbert unnið að uppbyggingu al- þjóðlegs fjárfest- ingarsjóðs með það að markmiði að fjárfesta í sam- heitalyfjafyrir- tækjum. Kaupin á Alvogen eru fyrsta fjárfesting sjóðsins. Í samstarfi við fyrrverandi stjórn- arformann Alvogen og bandaríska fjár- festingafélagið AFI Partners verður unnið að frekari uppbyggingu félagsins á alþjóðlegum lyfjamarkaði undir stjórn Róberts. Lykilfjárfestir fyrir ut- an AFI er Ghiath Sukhtian, stjórnar- formaður Suktian International og Ta- buk pharmaceutical, sem er annað stærsta fyrirtækið í Sádi-Arabíu. Róbert segir hugsanlegt að ákveðnar stoðeiningar verði á Íslandi í framtíðinni. Slík starfsemi krefjist vel menntaðra starfsmanna og sé gjald- eyrisskapandi. „Það væri því mjög ánægjulegt að setja upp hluta af starf- seminni hér þegar Alvogen færir út kvíarnar frá Bandaríkjunum inn í Evr- ópu,“ segir Róbert. Um 400 manns starfa nú hjá Alvo- gen í Bandaríkjunum og væntanlegar tekjur á árinu 2009 eru um fimm millj- arðar króna. Með meirihluta í stjórn bandarísks lyfjafyrirtækis Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í umsjón Róberts Wessman kaupir í Alvogen Róbert Wessman  Kaupa ráðandi hlut | 6 GRÓÐURELDUR á heiði austan við Kleifarvatn var slökktur í gær. Slökkviliðsmenn höfðu barist við eldinn frá því kl. 19 á mánudag, en eftir að aðstoð frá Þyrluþjónustunni barst tók slökkvistarf ekki nema eina og hálfa klukkustund. Áður hafi Landhelgisgæslan neitað aðstoð. | 12 ÞYRLAN SKIPTI SKÖPUM Í SLÖKKVISTARFI Morgunblaðið/Árni Sæberg  BALDUR, 72 tonna sjómæl- ingabátur, gætir íslensku landhelg- innar á meðan varðskipin tvö eru bundin við bryggju vegna sum- arstopps hjá Landhelgisgæslunni. Varðskipin, sem eru 1.200 tonn að stærð, hafa ekki verið á sjó síðan 10. júlí. Auk almennrar löggæslu annast Baldur fiskveiðieftirlit samkvæmt samstarfssamningi við Fiskistofu. Að sögn Hilmars Helgasonar hjá Landhelgisgæslunni er áhöfn Bald- urs þaulvön eftirlitsstörfum, en hún hefur einnig starfað á varðskip- unum. Þá er Baldur mjög vel tækj- um búinn. »11 Sjómælingabátur gætir íslensku landhelginnar  SÆNSK hjón, sem ætluðu til ítölsku eyjunnar Capri, óku til bæjarins Carpi á Norður-Ítalíu vegna þess að þau stafsettu nafn eyjunnar rangt í GPS- leiðsögutækið sitt. Um 650 km eru á milli staðanna. Hjónin vöktu mikla undrun bæj- arbúa í Carpi þegar þau spurðu hvar Blái hellirinn væri. „Capri er eyja. Þau furðuðu sig ekki á því að þau skyldu ekki hafa þurft að fara yfir brú eða með báti,“ sagði einn bæjarbúanna. Rétt stafsetning mikilvæg  FJÁRLAGANEFND Alþingis fundar í dag og er aðeins eitt mál á dagskrá: Icesave. Guðbjartur Hannesson, formaður nefnd- arinnar, segir miða ágætlega. Nefndin hefur fengið til sín öll sér- álit efnahags- og skattanefndar en frá utanríkismálanefnd vantar tvö sérálit. Á mánudag er væntanleg úttekt Hagfræðistofnunar Háskól- ans. Reiknað er með að nefndin af- greiði málið í næstu viku. »12 Icesave verður afgreitt úr fjárlaganefnd í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 204. tölublað (29.07.2009)
https://timarit.is/issue/334310

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

204. tölublað (29.07.2009)

Aðgerðir: